Hafa enga trú á okkar konu á Wodapalooza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:01 Bergrós Björnsdóttir fær tækifæri til að keppa við margar af þeim bestu í heimi en fyrirfram er ekki búist við miklu af henni ef marka má styrkleikaröðun keppenda. @bergrosbjornsdottir Íslendingar eiga einn fulltrúa í einstaklingskeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Bandaríkjunum. Bergrós Björnsdóttir þáði boð um að færa sig úr unglingakeppninni yfir í keppni kvenna. Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Þetta er eitt af stóru CrossFit mótum ársins og krefjandi byrjun á árinu hjá þessari sextán ára gömlu Selfossmær. Mótið hefst 11. janúar næstkomandi og klárast þremur dögum síðar. Bergrós varð í þriðja sæti í flokki 16 til 17 ára á síðustu heimsleikum en þetta verður hennar fyrsta alþjóðlega mót í flokki fullorðinna. Það er aftur á móti óhætt að segja að væntingarnar séu ekki miklar til okkar konu á mótinu í ár. BFriendly Fitness vefurinn styrkleikaraðaði öllum keppendunum á mótinu. 39 karlar og 40 konur keppa þar um sigurinn og sigurvegararnir fá 75 þúsund dollara hvor eða 10,3 milljónir íslenskra króna. Heildarverðlaunafé mótsins er 312 þúsund dollarar eða 43 milljónir króna. Í þessari styrkleikaröðun var Bergrós sett í fertugasta og síðasta sætið hjá konunum. BFriendly Fitness hefur því enga trú á okkar konu á Wodapalooza. Það þýðir auðvitað bara eitt eða að nú er leiðin bara upp á við hjá Bergrós, tími til að sanna sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvort hún sýni þeim á BFriendly að þeir eru á villigötum með styrkleikamati sínu á þessari sterku og stórefnilegu stelpu. Þetta líka mjög dýrmæt reynsla fyrir framhaldið hjá Bergrós sem ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Bergrós varð Íslandsmeistari kvenna í CrossFit í október og fyrir tæpu ári vann hún Reykjarvíkurleikana við hlið Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness)
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira