Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 14:55 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eins og alkunna er hefur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningum lýðveldisins sem haldnar verða í sumar. Sorgarsaga Ólafur rifjar upp í þættinum að meðal þess sem lagt hafi verið til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar, sem aldrei hafi hlotið þinglega meðferð árið 2021, að meðmælafjöldi sem þarf til að bjóða fram í forsetakosningum yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. „Það væri svona ríflega sex þúsund manns, svipað hlutfall og kannski aðeins hærra en 1500 manns voru 1944. En það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga,“ segir Ólafur. „Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar.“ Lágmarkskrafa að frumvarpið fái meðferð Ólafur segir ýmsar breytingar á stjórnarskrá hafi verið að finna á embætti forseta í frumvarpi Katrínar. Meðal annars að lengja kjörtímabilið upp í sex ár og takmarka setu forseta við tvö kjörtímabil. „Ég held sjálfur að flestar þær tillögur hafi verið til bóta en burtséð frá því hvort þær hefðu verið til bóta eða ekki þá náttúrulega er það lágmarkskrafa að frumvarp af þessu tagi fái þinglega meðferð og sé ekki bara svæft í þinginu, sem var reyndin,“ segir Ólafur. Fylgislaust fólk í framboði „En ég held að jafnvel þó að allar tillögurnar í þessu frumvarpi Katrínar hefðu verið felldar nema þessi eina um meðmælendafjöldann þá hefði það skipt umtalsverðu máli að fá það í gegn vegna þess að þessi litli meðmælendafjöldi hann hefur leitt til þess að algjörlega fylgislaust fólk, eða nánast fylgislaust fólk það getur farið í framboð,“ segir Ólafur. „Og fær þá fullt rúm í umræðunni eða kosningabaráttunni og setur í rauninni allt öðruvísi svip á kosningabaráttuna heldur en kosningabaráttu þar sem einungis eru þeir í framboði sem hafa eitthvað fylgi og koma í rauninni til greina sem sigurvegarar í kosningum.“ Hann rifjar upp að fjórir frambjóðendur til forseta árið 2016 hafi ekki einu sinni fengið 1500 atkvæði, jafnvel þó þeir hafi tryggt sér þann fjölda undirskrifta og þannig orðið kjörgengir. „Og þrír af þessum fjórum voru innan við þúsund atkvæði. Ástþór Magnússon til dæmis var þarna í framboði og hann fékk 615 atkvæði, þriðjung af lágmarksmeðmælendafjöldanum. Þetta er náttúrulega bara grín og sýnir það að það eru einhverjir sem sýna það ábyrgðarleysi að mæla með einstaklingi í forsetaframboði án þess að ætla að kjósa hann.“ Ólafur segir suma á þeirri skoðun að það sé lýðræðislegt að allir geti verið með. Þeir geti ráðið því hvernig þeir túlki það en þegar Ólafur rifjar 2016 betur upp dregur hann í land. „Ég verð nú strax að draga í land því að 2016 voru það á þriðja tug einstaklinga sem lýstu því yfir að þeir ætluðu í framboð en þeir enduðu nú bara níu og einhverjir af hinum hafði ekki einu sinni tekist að safna þessum 1500 meðmælendum, aðrir hinsvegar hættu af öðrum ástæðum.“ Virðingarleysið mest hjá ráðamönnum Spurður hvort um sé að ræða aukið virðingarleysi fyrir forsetaembættinu segir Ólafur að sú breyting hafi orðið bæði hér á landi og í nágrannalöndunum að formlegheit hafi minnkað í samfélaginu og það gildi líka um þjóðhöfðingja. „Það þótti til dæmis algjörlega óviðeigandi þegar við vorum strákar að það væri verið að herma eftir forsetanum eða í rauninni að blása á forsetann, gagnrýna forsetann. Það hefur allt breyst,“ segir Ólafur. Hann segir það hluta af nýjum tímum. Það sé vel hægt að bera virðingu fyrir forsetanum og þykja á sama tíma í lagi að gert sé grín að honum í Áramótaskaupinu. „Virðingarleysið við forsetaembættið sýnist mér vera mest hjá þeim forráðamönnum þjóðarinnar sem hafa ekki breytt þessu ákvæði um fjölda meðmælendanna og gert það að verkum að baráttan um þetta virðingarembætti sem ég held að allt bendi til að þjóðinni þyki mjög vænt um, að það verði, þó það sé kannski ofsagt að nota orðið trúðasamkoma, þá er allt of mikið til í því,“ segir Ólafur. „Og þetta hefur ekki að gera með viðhorf þjóðarinnar, því að þetta fólk fær ekkert fylgi, það er fylgislaust meðal þjóðarinnar. Það er hinsvegar ramminn, það eru reglurnar, sem búa til ástand sem er forsetaembættinu engan veginn samboðið og það eru pólitískir forrystumenn sem bera á þessu fullkomna ábyrgð.“ Mýta um fulla sátt Ólafur tekur fram að hann sé ekki að tala um að gjörbylta stjórnarskránni, það sé ákvörðun Alþingis. Eina sáttin sem virðist hafa myndast sé sátt um algjöra kyrrstöðu. „En ég held að það sem hafi stöðvað atkvæðagreiðslur, það er að segja að skera úr um tillögur í atkvæðagreiðslu í þinginu, er að það hefur myndast einhverskonar mýta um það að allar stjórnarskrárbreytingar þurfi að eiga sér stað í fullri sátt. Sem þýðir þá bara að allir hafi neitunarvald um breytingar.“ Ólafur segir að þar sem meðmælafjöldinn sé bundinn í stjórnarskrá þurfi breytingar á því ákvæði að fara í gegnum tvö þing með Alþingiskosningum á milli. „Af því ég hef skammað hér stjórnmálamenn þá get ég nú sagt að ég held að ef að meðmælendafjöldinn væri bara bundinn í kosningalög þá væri þingið búið að breyta því. Það er náttúrulega slíkt reginhneyksli að þetta ákvæði sé enn við lýði sem stuðlar að því að draga stórlega úr virðingu embættisins.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eins og alkunna er hefur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningum lýðveldisins sem haldnar verða í sumar. Sorgarsaga Ólafur rifjar upp í þættinum að meðal þess sem lagt hafi verið til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar, sem aldrei hafi hlotið þinglega meðferð árið 2021, að meðmælafjöldi sem þarf til að bjóða fram í forsetakosningum yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. „Það væri svona ríflega sex þúsund manns, svipað hlutfall og kannski aðeins hærra en 1500 manns voru 1944. En það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga,“ segir Ólafur. „Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar.“ Lágmarkskrafa að frumvarpið fái meðferð Ólafur segir ýmsar breytingar á stjórnarskrá hafi verið að finna á embætti forseta í frumvarpi Katrínar. Meðal annars að lengja kjörtímabilið upp í sex ár og takmarka setu forseta við tvö kjörtímabil. „Ég held sjálfur að flestar þær tillögur hafi verið til bóta en burtséð frá því hvort þær hefðu verið til bóta eða ekki þá náttúrulega er það lágmarkskrafa að frumvarp af þessu tagi fái þinglega meðferð og sé ekki bara svæft í þinginu, sem var reyndin,“ segir Ólafur. Fylgislaust fólk í framboði „En ég held að jafnvel þó að allar tillögurnar í þessu frumvarpi Katrínar hefðu verið felldar nema þessi eina um meðmælendafjöldann þá hefði það skipt umtalsverðu máli að fá það í gegn vegna þess að þessi litli meðmælendafjöldi hann hefur leitt til þess að algjörlega fylgislaust fólk, eða nánast fylgislaust fólk það getur farið í framboð,“ segir Ólafur. „Og fær þá fullt rúm í umræðunni eða kosningabaráttunni og setur í rauninni allt öðruvísi svip á kosningabaráttuna heldur en kosningabaráttu þar sem einungis eru þeir í framboði sem hafa eitthvað fylgi og koma í rauninni til greina sem sigurvegarar í kosningum.“ Hann rifjar upp að fjórir frambjóðendur til forseta árið 2016 hafi ekki einu sinni fengið 1500 atkvæði, jafnvel þó þeir hafi tryggt sér þann fjölda undirskrifta og þannig orðið kjörgengir. „Og þrír af þessum fjórum voru innan við þúsund atkvæði. Ástþór Magnússon til dæmis var þarna í framboði og hann fékk 615 atkvæði, þriðjung af lágmarksmeðmælendafjöldanum. Þetta er náttúrulega bara grín og sýnir það að það eru einhverjir sem sýna það ábyrgðarleysi að mæla með einstaklingi í forsetaframboði án þess að ætla að kjósa hann.“ Ólafur segir suma á þeirri skoðun að það sé lýðræðislegt að allir geti verið með. Þeir geti ráðið því hvernig þeir túlki það en þegar Ólafur rifjar 2016 betur upp dregur hann í land. „Ég verð nú strax að draga í land því að 2016 voru það á þriðja tug einstaklinga sem lýstu því yfir að þeir ætluðu í framboð en þeir enduðu nú bara níu og einhverjir af hinum hafði ekki einu sinni tekist að safna þessum 1500 meðmælendum, aðrir hinsvegar hættu af öðrum ástæðum.“ Virðingarleysið mest hjá ráðamönnum Spurður hvort um sé að ræða aukið virðingarleysi fyrir forsetaembættinu segir Ólafur að sú breyting hafi orðið bæði hér á landi og í nágrannalöndunum að formlegheit hafi minnkað í samfélaginu og það gildi líka um þjóðhöfðingja. „Það þótti til dæmis algjörlega óviðeigandi þegar við vorum strákar að það væri verið að herma eftir forsetanum eða í rauninni að blása á forsetann, gagnrýna forsetann. Það hefur allt breyst,“ segir Ólafur. Hann segir það hluta af nýjum tímum. Það sé vel hægt að bera virðingu fyrir forsetanum og þykja á sama tíma í lagi að gert sé grín að honum í Áramótaskaupinu. „Virðingarleysið við forsetaembættið sýnist mér vera mest hjá þeim forráðamönnum þjóðarinnar sem hafa ekki breytt þessu ákvæði um fjölda meðmælendanna og gert það að verkum að baráttan um þetta virðingarembætti sem ég held að allt bendi til að þjóðinni þyki mjög vænt um, að það verði, þó það sé kannski ofsagt að nota orðið trúðasamkoma, þá er allt of mikið til í því,“ segir Ólafur. „Og þetta hefur ekki að gera með viðhorf þjóðarinnar, því að þetta fólk fær ekkert fylgi, það er fylgislaust meðal þjóðarinnar. Það er hinsvegar ramminn, það eru reglurnar, sem búa til ástand sem er forsetaembættinu engan veginn samboðið og það eru pólitískir forrystumenn sem bera á þessu fullkomna ábyrgð.“ Mýta um fulla sátt Ólafur tekur fram að hann sé ekki að tala um að gjörbylta stjórnarskránni, það sé ákvörðun Alþingis. Eina sáttin sem virðist hafa myndast sé sátt um algjöra kyrrstöðu. „En ég held að það sem hafi stöðvað atkvæðagreiðslur, það er að segja að skera úr um tillögur í atkvæðagreiðslu í þinginu, er að það hefur myndast einhverskonar mýta um það að allar stjórnarskrárbreytingar þurfi að eiga sér stað í fullri sátt. Sem þýðir þá bara að allir hafi neitunarvald um breytingar.“ Ólafur segir að þar sem meðmælafjöldinn sé bundinn í stjórnarskrá þurfi breytingar á því ákvæði að fara í gegnum tvö þing með Alþingiskosningum á milli. „Af því ég hef skammað hér stjórnmálamenn þá get ég nú sagt að ég held að ef að meðmælendafjöldinn væri bara bundinn í kosningalög þá væri þingið búið að breyta því. Það er náttúrulega slíkt reginhneyksli að þetta ákvæði sé enn við lýði sem stuðlar að því að draga stórlega úr virðingu embættisins.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira