Fótbolti

Knattspyrnugoðsögn fallin frá

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mario Zagallo á góðri stundu þegar hann þjálfaði Brasilíu. Hann er sá eini í sögunni sem lyft hefur fjórum heimsmeistaratitlum á loft.
Mario Zagallo á góðri stundu þegar hann þjálfaði Brasilíu. Hann er sá eini í sögunni sem lyft hefur fjórum heimsmeistaratitlum á loft. Matthew Ashton/EMPICS via Getty Images

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Mário Zagallo lést í gær, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu.

Zagallo var kantmaður í brasilíska landsliðinu sem vann HM tvisvar í röð árin 1958 og 1962. Hann þjálfaði svo meistaralið Brasilíu á HM árið 1970, lið sem af mörgum er talið það besta í sögunni og hafði innanborðs leikmenn á við Pele, Jairzinho og Carlos Alberto. 

Síðasti heimsmeistaratitill sem Zagallo lyfti á loft var árið 1994 sem aðstoðarþjálfari Brasilíu undir stjórn Carlos Alberto. Hann átti eftir að stýra liðinu aftur til úrslita sem aðalþjálfari á HM 1998, en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Frakklandi. 

Andlát hans var tilkynnt á Instagram reikningi þjálfarans. 

Við færsluna er skrifað: „Tryggur faðir, ástkær afi, umhyggjusamur tengdafaðir, áreiðanlegur vinur, sigursæll atvinnumaður og frábær manneskja. Mikil fyrirmynd. Föðurlandsvinur sem skilur eftir arfleifð mikilla afreka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×