Gegn þjóðarmorði? Guðjón Idir skrifar 6. janúar 2024 00:00 Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar