„Hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. janúar 2024 10:00 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segir eiginmanninn löngu vera búinn að fatta það að hún næst ekki framúr nema hún fái kaffi í rúmið. Sæunn samsvarar sig vel við karakterinn í áramótaskaupinu sem flokkaði sjálfan sig. Vísir/Vilhelm Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, segist klárlega samsvara sig við karakterinn í áramótaskaupinu sem endaði með að flokka sjálfan sig. Og telur reyndar að sjálf hafi hún bæði flokkað og endurnýtt sjálfan sig. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan sjö eða þegar sex ára morgunhaninn okkar vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Minn maður er löngu búinn að fatta að hann nær mér ekki framúr nema færa mér kaffi. Ef mér er ekki færður kaffibolli upp í rúm eins og flesta morgna þá nánast geng ég í svefni að kaffikönnunni.“ Var einhver karakter í áramótaskaupinu sem þú gast samsvarað þig við? Ójá allan daginn karakterinn sem flokkaði sjálfan sig. Ég held almennt í lífinu, og ekki bara tengt flokkun og rusli, að ég hafi að vissu leyti flokkað sjálfa mig og má þá kannski segja að ég hafi endurnýtt sjálfa mig í leiðinni. Ég ferðast alla daga um gangandi, hjólandi eða á rafskútu og ég er alltaf jafn miður mín yfir öllu ruslinu sem verður á vegi mínum. Ég hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra og get með engu móti skilið afhverju fólki finnist það í lagi og bregst ekki við að hér fjúki rusl um alla borg. Rusl sem örugglega 90 % kemur úr tunnunum fyrir utan húsin okkar. Ég get heldur ekki skilið afhverju við erum að urða rusl og get heldur ekki skilið afhverju fólki finnist í lagi að kaupa og kaupa en finnst svo ekki í lagi að það geti kostað að losa sig við umbúðirnar. Þannig að ég skildi karakterinn í áramótaskaupinu svo vel og hló upphátt að þessu atriði.“ Sæunn segir lykilinn í skipulagi að greina stóru hlutina frá þeim smáu og þeim mikilvægu frá þeim ómikilvægu. Sjálf skráir hún allt í dagatalið, hvort sem það tengist vinnu eða einkalífi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir utan þetta áramótatengda í rekstri eins og uppgjör og rekstaráætlanir þá erum við stöðugt að skoða það hvernig við getum haldið áfram að þjónusta og í leiðinni breytt ferðavenjum. Hvernig við getum bætt og hrist enn meira upp í samgöngum borgarinnar með því að bjóða upp á fleiri vistvæna valmöguleika til að ferðast á milli staða. Hvernig minnkum við þörfina á einkabílnum, fyrir þau sem ekki þurfa hann og losum um umferðarteppurnar? Breyttar ferðavenjur hér á Íslandi eru ekki bara samgöngumál heldur einnig mikilvægt umhverfis-, og skipulagsmál. Það er svo gaman og gefandi að fá að vera í þessum verkefnum og einnig viss endurnýting á sveitastelpunni sem gleymir aldrei frelsinu við það að keyra af stað með sjóðandi heitt bílprófið í vasanum hér í denn. Við hjá Hopp Reykjavík eigum eftir að vaxa enn meira og þá meina ég sérstaklega í deilibílum og leigubílum. Rafskúturnar eru komnar til að vera og þær ásamt deilibílum og deilihagkerfinu almennt, hafa breytt borgum um allan heim og eru einnig að fara að gera það hér í Reykjavík. Við erum heppin að hafa farið af stað með rafbíla sem deilibíla en því fylgja áskoranir og mörg verkefni. Bílastæðakostnaður er stór hindrun sem þarf að vinna með, og stærsta verkefnið í dag er að um áramótin voru gerðar breytingar á virðisaukaskattslögum og lagt var á rafbíla svokallað kílómetragjald. Undanþága frá virðisaukaskatti á útleigu rafbíla var afnuminn og við þurfum nú að innheimta hann af notendum. Hopp er íslenska Uber og í dag er hægt að panta leigubíl í appinu, sjá hvað ferðin mun kosta, greiða hana fyrirfram, vita hver er bílstjórinn og sjá á korti hvar leigubíllinn er staddur hverju sinni. Að stofna og reka farveitu í lagaumhverfi sem gerir ekki ráð fyrir henni er einnig eitt mitt helsta verkefni og áskorun þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ef það fer ekki í dagatalið þá gerist það ekki er mín mantra, þannig að ég myndi segja að skipulag mitt í vinnu og einkalífi sé að bóka það inn í dagatalið. Í dagsins amstri og að vinna í kviku og lifandi umhverfi er auðvelt að láta smáatriðin gleypa tímann sinn þannig að vinnulega séð er lykillinn að skilja að og greina stóru hlutina frá þeim smáu sem og þeim mikilvægu frá þeim ómikilvægu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er í ökkla eða eyra eins og með margt annað. Annað hvort rotast ég með syni mínum fyrir níu á kvöldin eða fer allt of seint að sofa, ein lexía aldrei setja upp sjónvarp inn í svefnherbergi, það er stór hættulegt.“ Kaffispjallið Rafhlaupahjól Deilihagkerfi Tengdar fréttir Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan sjö eða þegar sex ára morgunhaninn okkar vaknar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Minn maður er löngu búinn að fatta að hann nær mér ekki framúr nema færa mér kaffi. Ef mér er ekki færður kaffibolli upp í rúm eins og flesta morgna þá nánast geng ég í svefni að kaffikönnunni.“ Var einhver karakter í áramótaskaupinu sem þú gast samsvarað þig við? Ójá allan daginn karakterinn sem flokkaði sjálfan sig. Ég held almennt í lífinu, og ekki bara tengt flokkun og rusli, að ég hafi að vissu leyti flokkað sjálfa mig og má þá kannski segja að ég hafi endurnýtt sjálfa mig í leiðinni. Ég ferðast alla daga um gangandi, hjólandi eða á rafskútu og ég er alltaf jafn miður mín yfir öllu ruslinu sem verður á vegi mínum. Ég hef oft grínast með að langa að verða ruslamálaráðherra og get með engu móti skilið afhverju fólki finnist það í lagi og bregst ekki við að hér fjúki rusl um alla borg. Rusl sem örugglega 90 % kemur úr tunnunum fyrir utan húsin okkar. Ég get heldur ekki skilið afhverju við erum að urða rusl og get heldur ekki skilið afhverju fólki finnist í lagi að kaupa og kaupa en finnst svo ekki í lagi að það geti kostað að losa sig við umbúðirnar. Þannig að ég skildi karakterinn í áramótaskaupinu svo vel og hló upphátt að þessu atriði.“ Sæunn segir lykilinn í skipulagi að greina stóru hlutina frá þeim smáu og þeim mikilvægu frá þeim ómikilvægu. Sjálf skráir hún allt í dagatalið, hvort sem það tengist vinnu eða einkalífi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Fyrir utan þetta áramótatengda í rekstri eins og uppgjör og rekstaráætlanir þá erum við stöðugt að skoða það hvernig við getum haldið áfram að þjónusta og í leiðinni breytt ferðavenjum. Hvernig við getum bætt og hrist enn meira upp í samgöngum borgarinnar með því að bjóða upp á fleiri vistvæna valmöguleika til að ferðast á milli staða. Hvernig minnkum við þörfina á einkabílnum, fyrir þau sem ekki þurfa hann og losum um umferðarteppurnar? Breyttar ferðavenjur hér á Íslandi eru ekki bara samgöngumál heldur einnig mikilvægt umhverfis-, og skipulagsmál. Það er svo gaman og gefandi að fá að vera í þessum verkefnum og einnig viss endurnýting á sveitastelpunni sem gleymir aldrei frelsinu við það að keyra af stað með sjóðandi heitt bílprófið í vasanum hér í denn. Við hjá Hopp Reykjavík eigum eftir að vaxa enn meira og þá meina ég sérstaklega í deilibílum og leigubílum. Rafskúturnar eru komnar til að vera og þær ásamt deilibílum og deilihagkerfinu almennt, hafa breytt borgum um allan heim og eru einnig að fara að gera það hér í Reykjavík. Við erum heppin að hafa farið af stað með rafbíla sem deilibíla en því fylgja áskoranir og mörg verkefni. Bílastæðakostnaður er stór hindrun sem þarf að vinna með, og stærsta verkefnið í dag er að um áramótin voru gerðar breytingar á virðisaukaskattslögum og lagt var á rafbíla svokallað kílómetragjald. Undanþága frá virðisaukaskatti á útleigu rafbíla var afnuminn og við þurfum nú að innheimta hann af notendum. Hopp er íslenska Uber og í dag er hægt að panta leigubíl í appinu, sjá hvað ferðin mun kosta, greiða hana fyrirfram, vita hver er bílstjórinn og sjá á korti hvar leigubíllinn er staddur hverju sinni. Að stofna og reka farveitu í lagaumhverfi sem gerir ekki ráð fyrir henni er einnig eitt mitt helsta verkefni og áskorun þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ef það fer ekki í dagatalið þá gerist það ekki er mín mantra, þannig að ég myndi segja að skipulag mitt í vinnu og einkalífi sé að bóka það inn í dagatalið. Í dagsins amstri og að vinna í kviku og lifandi umhverfi er auðvelt að láta smáatriðin gleypa tímann sinn þannig að vinnulega séð er lykillinn að skilja að og greina stóru hlutina frá þeim smáu sem og þeim mikilvægu frá þeim ómikilvægu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er í ökkla eða eyra eins og með margt annað. Annað hvort rotast ég með syni mínum fyrir níu á kvöldin eða fer allt of seint að sofa, ein lexía aldrei setja upp sjónvarp inn í svefnherbergi, það er stór hættulegt.“
Kaffispjallið Rafhlaupahjól Deilihagkerfi Tengdar fréttir Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00
Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01
„Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01
Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01
Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01