Keflavík að landa Danero sem gæti mætt gamla liðinu sínu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 10:51 Danero Thomas hætti hjá Hamri í síðasta mánuði en gæti mögulega mætt liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Körfuboltamaðurinn Danero Thomas hefur ákveðið að hætta við að leggja skóna á hilluna og allt útlit er fyrir að hann spili með Keflavík það sem eftir lifir leiktíðar. Danero hætti hjá botnliði Hamars fyrir áramót og lét þá hafa eftir sér að hann hygðist snúa sér að þjálfun. Pétur Ingvarsson, fyrrverandi þjálfari hans hjá Breiðabliki og nú þjálfari Keflavíkur, hefur hins vegar sannfært þennan reynslumikla leikmann um að halda áfram að spila. Pétur segir þó að ekki sé allt frágengið varðandi samning við Danero en að mögulegt sé að það takist í dag svo að hann verði með í leiknum við sitt gamla lið, Hamar, í Subway-deildinni í kvöld. „Við reyndum að benda honum á að Tom Brady hefði nú hætt nokkrum sinnum en alltaf snúið aftur,“ sagði Pétur léttur í bragði við Vísi. Danero tók þátt í öllum ellefu leikjum Hamars þetta tímabilið og skoraði tæp ellefu stig að meðaltali og tók sex fráköst. „Ég þjálfaði hann náttúrulega í tvö ár og veit að hann er „professional“ í öllu, og passar inn í þennan hóp,“ sagði Pétur en bætti við að það væri þó ljóst að Danero yrði í takmörkuðu hlutverki hjá Keflavík, sem er tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Reynsla hans og leiðtogahæfileikar kæmu þó til með að reynast liðinu dýrmæt. Danero, sem er 37 ára gamall, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2012 þegar hann kom til KR. Hann er bandarískur en öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt og á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland. Danero lék eins og fyrr segir síðast með Hamri en hefur einnig leikið með Breiðabliki, ÍR, Tindastóli, Þór Akureyri, Fjölni, Val og KR. Subway-deild karla Hamar Keflavík ÍF Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Danero hætti hjá botnliði Hamars fyrir áramót og lét þá hafa eftir sér að hann hygðist snúa sér að þjálfun. Pétur Ingvarsson, fyrrverandi þjálfari hans hjá Breiðabliki og nú þjálfari Keflavíkur, hefur hins vegar sannfært þennan reynslumikla leikmann um að halda áfram að spila. Pétur segir þó að ekki sé allt frágengið varðandi samning við Danero en að mögulegt sé að það takist í dag svo að hann verði með í leiknum við sitt gamla lið, Hamar, í Subway-deildinni í kvöld. „Við reyndum að benda honum á að Tom Brady hefði nú hætt nokkrum sinnum en alltaf snúið aftur,“ sagði Pétur léttur í bragði við Vísi. Danero tók þátt í öllum ellefu leikjum Hamars þetta tímabilið og skoraði tæp ellefu stig að meðaltali og tók sex fráköst. „Ég þjálfaði hann náttúrulega í tvö ár og veit að hann er „professional“ í öllu, og passar inn í þennan hóp,“ sagði Pétur en bætti við að það væri þó ljóst að Danero yrði í takmörkuðu hlutverki hjá Keflavík, sem er tveimur stigum frá toppi deildarinnar. Reynsla hans og leiðtogahæfileikar kæmu þó til með að reynast liðinu dýrmæt. Danero, sem er 37 ára gamall, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2012 þegar hann kom til KR. Hann er bandarískur en öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt og á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland. Danero lék eins og fyrr segir síðast með Hamri en hefur einnig leikið með Breiðabliki, ÍR, Tindastóli, Þór Akureyri, Fjölni, Val og KR.
Subway-deild karla Hamar Keflavík ÍF Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira