Elding í höfðinu: Félagssmituð einkenni í tísku Stefanía Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 08:00 „Í desembermánuði árið 2020 rataði 19 ára kona inn á hreyfiröskunarteymi með skyndilegt upphaf kröftugra kækjalíkra hreyfinga og hljóðkækja. Hún hafði enga fyrri sögu um kæki. Þessar kækjalíku hreyfingar voru alvarlegar, flóknar og flest allar mátti finna í útlimum. Hún fann ekki fyrir fyrirboðatilfinningu og gat hún haldið þessum kækjalíku einkennum niðri að hluta. Hún var ekki í eftirfylgni hjá geðlækni en það kom fram að kvíði hennar og þunglyndi hafði snarversnað yfir COVID-19 faraldrinum. Hún var einnig að ganga í gegnum mikla streitu sem fól í sér ágreining milli hennar og foreldra, langvarandi veikinda móður, og hafði hún orðið fyrir einelti í skólanum." (Sjá hér) Við upphaf COVID faraldursins fóru læknar á hreyfiröskunarteymum víða um heim að taka eftir hraðri aukningu hjá ungu fólki á aldrinum 12-25 ára, þá í yfirgnæfandi meirihluta tilfella stúlkum og konum, með snöggri birtingu flókinna hreyfi- og hljóðkækjalíkra hegðana (e. Rapid onset of complex motor and vocal tic-like behaviors). Flóknir hreyfikækir eru kækir sem notast við marga mismunandi vöðvahópa og flóknir hljóðkækir fela í sér kæk sem samanstendur af mörgum orðum eða jafnvel setningu. Samhliða veirufaraldrinum birtist annars konar faraldur sem mátti rekja til ýmiskonar sálfræðilegra og félagslegra þátta, sem höfðu sínar líkamlegu afleiðingar á þessa einstaklinga. Þessir kækir fengu viðurnefnið „Tik-Tok kækir" eða „fjölda-samfélagsmiðlastýrðir kækir" vegna tengingu þeirra við notkun samfélagsmiðilsins TikTok og voru þeir fljótlega greindir sem undirflokkur starfrænna kækjalíkra hegðanna (e. Functional Tic-Like Behaviors). Kækir eru algengir hjá börnum og eru yfirleitt ekkert til að hafa áhyggjur af. Stundum geta kækir verið langvinnir og eru drengir fjórum sinnum líklegri til að fá greiningu á kækjaröskun. Það er jafnframt alls ekki óalgengt að börn með kækjaraskanir sýni einnig einkenni ofvirkni og athyglisbrests (ADHD), eða áráttu og þráhyggju (OCD). Einnig geta einkenni einhverfu fundist. Tourettes, sem er ein tegund kækjaraskana, á sér oft upphaf milli fjögurra til átta ára og á sú röskun sér taugafræðilegar skýringar. Þá eru einfaldir kækir eins og augnblikk, kippir á nefi, sog upp í nefið eða hósti algengur á meðal yngri barna. Stundum skána þessir kækir samhliða kynþroskaskeiðinu en það gerist þó ekki alltaf. Í einhverjum tilfellum geta þessir kækir orðið flóknari með aldrinum. Hamlandi kækir eins og coprolalia og copropraxia, sem bera með sér félagslega óviðeigandi afleiðingar, koma fram í minnihluta tilfella eða u.þ.b. 10%. Yfirleitt fær fólk ákveðna fyrirboðatilfinningu, þ.e. viðkomandi finnur innra með sér kækinn gera boð á undan sér og leggur fólk oft mikið á sig við að reyna fela kækina sína fyrir öðrum, sérstaklega ef þeir þykja óviðeigandi. Kækjaraskanir eiga það til að finnast í fjölskyldum sem bendir til erfðaþáttar. Starfrænar kækjalíkar hegðanir eru ólíkar öðrum kækjaröskunum, þó kækirnir sem slíkir gætu virkað líkir á yfirborðinu. Meðferðin er einnig önnur. Starfrænar kækjalíkar hegðanir eru í sjálfu sér ekki nýjar af nálinni og hafa lengi verið þekktar. Umræður um málefnið voru þó áður fátíðar. Fyrstu klínísku dæmisögurnar komu fram á sjónarsviðið í kringum 1969 og má finna einhverjar skýrslur og rannsóknir um viðfangsefnið síðan. Það mynduðust þó ekki greinargóðar umræður fyrr en í kringum árið 2015. Í nýjustu rannsóknunum má sjá áberandi mun á þeim lýðfræðilegu þáttum sem einkenna einstaklinga með kækjaraskanir annars vegar en starfrænar kækjalíkar hegðanir hins vegar. Í einhverjum tilfellum getur einstaklingur greinst með hvoru tveggja en breytingarnar sem hafa verið að eiga sér stað á undanförnum árum eru fordæmalausar. Einstaklingar með starfrænar kækjalíkar hegðanir eru í yfirgnæfandi meirihluta tilfella af kvenkyni, þá 9-10 stúlkur á móti hverjum strák, og eldri við birtingu fyrstu einkenna, um 12-17 ára. Einkennin eru oftast umtalsvert alvarlegri og byrja þau skyndilega, allt frá því að koma fram í einum rykk á einum degi yfir í tvær vikur. Yfirleitt er enginn fjölskyldusaga um kæki og eiga kækirnir það til að vera frekar flóknir og dramatískir. Kækjalíkir kippir sem hafa sjálfskaðandi áhrif eða skaðleg áhrif á aðra, sem og coprolalia, eru algeng. Coprolalia er þegar einstaklingur óviljandi missir út úr sér blótsyrði eða dónaleg orð. Þessir sjúklingar geta stundum ekki bælt þessi einkenni niður. Samhliða geta verið einkenni á borð við yfirlið án meðvitunarmissis, lömun og þróttleysi í útlimum. Ólíkt öðrum kækjaröskunum þá ber lyfjagjöf yfirleitt lítinn eða engan árangur. Einstaklingar með starfrænar kækjalíkar hegðanir eru einnig líklegri til að glíma við þunglyndi og kvíða (Eccles, Malik og Hedderly, 2023). Alþjóðleg rannsókn Martino og félagaskoðaði heilbrigðisskrár 294 einstaklinga með starfrænar kækjalíkar hegðanir frá tíu hreyfiröskunarteymum. Niðurstöður leiddu í ljós að 97% voru táningar og ungmenni, og þar af voru 87% af kvenkyni. Í 70% tilfella komu alvarlegustu einkennin fram mánuði eftir þau fyrstu og í 20% tilfella hurfu einkennin skyndilega án útskýringa. Það mátti einnig sjá sérstaklega háa tíðni flókinna hreyfinga (85%) og hljóðkækja (81%). Færri en einn fimmti þátttakenda höfðu fyrri greiningu á kækjaröskun. 66% glímdu samhliða við kvíða og 28% við þunglyndi, 24% voru með einhverfu og 23% ADHD. 60% höfðu séð kækjatengt efni á samfélagsmiðlum. Yfirgnæfandi meirihluta gagnaðist ekki af kækjabælandi lyfjum. Niðurstöður staðfesta að áberandi munur sé á lýðfræðilegum einkennum sjúklinga með starfrænar kækjalíkar hegðanir og aðrar kækjaraskanir. „Vissulega eru [starfrænar kækjalíkar hegðanir] fjölþátta fyrirbæri. Þetta er fyrirbæri sem getur aukist vegna margra mismunandi þátta. Við trúum því þó ekki að aukningin á tímum COVID sé tilviljunarkennd. Það er enginn vafi á því að aukningin á kvíða sem faraldurinn hefur skapað hefur átt þátt í þessu… og gæti hafa virkað sem kveikja í mörgum tilfellum." – Dr. Davide Martino. Vitað er að það megi sjá snögga birtingu kraftmikilla kækja í aðeins 5% tilfella þegar um Tourettes er að ræða. Það hefði því verið eðlilegt fyrir taugalækna á hreyfiröskunarteymum að fá til sín nokkrar slíkar tilvísanir á ári. Það sem geriðst aftur á móti á síðara hluta ársins 2020 var að þessir sömu taugalæknar voru að fá til sín nýja skjólstæðinga með slík einkenni mörgum sinnum í viku (Olvera og Kirby, 2022). Ráðgátan í Hannover Kirsten Müller-Vahl, yfirgeðlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Hannover, Þýskalandi, stóð fram í fyrir stórfurðulegri ráðgátu sumarið 2019. Hún fékk til sín flóð skjólstæðinga sem höfðu kæki ólíka öllu því sem hún hafði áður séð. Ekki bara voru þessir kækir flóknir í eðli sínu, heldur voru einkenni þessara sjúklinga öll nákvæmlega eins. Allir höfðu þeir áður fengið greiningu á Tourettes en Müller-Vahl var sannfærð um að þarna lægi eitthvað allt annað að baki. Þegar nemi sagði henni loks hvaðan hann hafði séð þessa kæki áður, small málið saman. Allir sjúklingarnir voru að sýna kæki sem hermdu nákvæmlega eftir sömu kækjum sem sáust á tiltekinni Youtube rás, Gewitter im Kopf (ísl. elding í höfðinu) (Sjá hér). „Það sem hefur vakið athygli mína er að það virðist vera að aukast á samfélagsmiðlum umræður um jaðarpersónuleikaröskun, einhverfu og ADHD. Nú eru margir af mínum skjólstæðingum sem upphaflega birtust með kæki sem nú hafa lagast, að sækjast eftir greiningum á ADHD, einhverfu eða jaðarpersónuleikaröskun. Þannig það virðist vera eins og það séu tískubylgjur á TikTok sem aukast og minnka. Ég hef tekið eftir því að klínísku einkennin sem fara svo að birtast mér eru samsíða þessum tískubylgjum á samfélagsmiðlum" – Dr. Tamara Pringsheim Það má finna taugafræðilegar skýringar á einkennum hjá einstaklingum með starfrænar kækjalíkar hegðanir en taugafræðin bendir til þess að þau svæði sem eru í meiri virkni tengjast kvíða, sem og svæði sem tengjast væntingum okkar um hvernig eitthvað á að líta út. Þau heilasvæði sem eru vanvirk eru svo þau sem eiga að sjá um að bæla niður birtingu hegðana. M.ö.o. myndast hugræn mynd af því hvernig kækur lítur út, þá eitthvað sem viðkomandi hefur séð annars staðar og getur viðkomandi síðan ekki haldið tilhneigingunni niðri um birtingu þessara hugrænu myndar. Þess vegna líta starfrænar kækjalíkar hegðannir allt öðruvísi út en kækir eiga að líta út samkvæmt því sem þekkt er með kækjaraskanir. Upptökin eru einfaldlega allt önnur (Sjá hér). Fjölgeðrættur sjúkdómur (e. Mass psychogenic illness) Víða um heim erum við að ganga í gegnum nýjan faraldur fjölgeðrætts sjúkdóms. Geðrættir sjúkdómar eiga sér sálrænar rætur, eins og af tilfinningatogstreitu, og stafa ekki af eiginlegum sjúkdómi, meiðslum eða öðrum vefrænum orsökum. Fjölgeðrættir sjúkdómar berast svo félagslega með félagssmiti. Þar sem þessi sjúkdómur er að berast í gegnum samfélagsmiðla er hann ekki lengur staðbundinn og gengur hann því lausum hala á meðal allra sem gætu reynst viðkvæmir fyrir honum. Fjölgeðrættir sjúkdómar hafa tvær megingerðir, „kvíðaútgáfu" og „hreyfiútgáfu." Kvíðaútgáfan ber með sér óskýr einkenni á borð við kviðverk, hausverk, svima, yfirlið, ógleði og oföndunarköst sem má rekja til skyndilegrar streitu sem á sér stað hjá hóp af fólki. Hreyfiútgáfan felur í sér þætti á borð við hysterískan dans, krampa og fölsk flogaköst (e. Pseudoseizures). Það eru til fjöldamörg dæmi um báðar þessar gerðir félagssmitaðra ástanda um allan heim, bæði nýleg og mörg hundruð ára gömul. Það getur þó verið erfitt að bera kennsl á útbreiðslu fjölgeðrættra sjúkdóma vegna þess að birtingarmynd þeirra getur verið ansi fjölbreytt. Þegar fjölgeðrættir sjúkdómar eru skoðaðir í sögulegu samhengi sést skýrt hvernig félagslegur raunveruleiki fólks speglast í einkennunum og hvaða menningalegar áherslur ráða þá ríkjum. Á mismunandi tímabilum má sjá endurspeglun á því hver félagsleg trú mannsins er á umheimi sínum hverju sinni. Á 15. til 19. öld brutust út fjöldi faraldra í klaustrum víða um Evrópu. Í bland við trú manna á nornum og djöflum var útlosun á hreyfivandamálum nunna túlkaðar svo að þær væru andsetnar. Á þessum tíma voru ungar konur stundum neyddar af eldri fjölskyldumeðlimum til að fórna ævi sinni í félagslega einangrandi klaustrum. Þar þurftu þær margar hverjar að lifa ströngu, ósveigjanlegu og innilokuðu lífi, sem einkenndist af skírlífi og fátækt. Sumar þurftu að þola sult, linnulausar bænastundir og föstur. Og var þeim refsað með pyntingum og fangelsun við minnsta brot. Þessar uppreisnagjörnu nunnur sýndu af sér ýmsan dónaskap, þar sem þær blótuðu og guðlöstuðu, sýndu á sér kynfærin og nudduðu, og þrýstu mjöðmunum sínum út í loftið að herma eftir kynlífi. Prestarnir reyndu að særa út þessa illu anda eftir bestu getu. Á 18., 19. og við upphaf 20. aldarinnar með uppgang iðnaðarbyltingarinnar, erfiðra vinnuskilyrða og enga verkalýðshreyfingu að ráði, mátti sjá mörg dæmi fjölgeðrættra sjúkdóma af hreyfigerð. Tilfelli voru skráð í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Rússlandi sem fólu í sér krampaköst, óeðlilegar hreyfingar og taugatengd einkenni. Var eitt þessara tilfella í febrúar árið 1787 þar sem verkafólk á bómullarmyllu í Lancashire, Englandi, kvartaði sáran yfir köfnunartilfinningu og hrundi fyrir krampaköstum. Þetta er tímabil í sögunni sem er þakið vinnuþrælkun, barnaþrælkun, lágum launum og hræðilegum vinnuaðstæðum. Sambærileg hreyfiröskuð tilfelli hurfu að mestu leyti af sjónsviðinu á seinni hluta 20. aldarinnar. En það er möguleiki á að verkalýðsbaráttan og betrumbætur í heilnæmi og öryggi vinnustaða hafi spilað þar stóran þátt. Upp úr 20. öldinni, samhliða umræðunni um kjarnorku- og efnavopn, fór að bera á fjölgeðrættum faröldrum af kvíðagerð. Þó að það mætti ekki finna nein ummerki um notkun efnavopna, eiturefna eða annarra spilliefna, var fólk enga síður að mæta í röðum til læknis með einkenni á borð við öndunarerfiðleika. Stundum fór fólk sjálft að finna fyrir einkennum fyrst eftir að það hafði séð aðra með öndunarerfiðleika. Umræður um efnavopnahættur virtist hafa kveikjandi áhrif á þessa skyndilegu birtingu einkenna. Nú þegar við erum að ganga inn í 21. öldina er augljóst að birtingarmynd fjölgeðrættra sjúkdóma hafa tekið á sig nýjar stökkbreytingar og eiga félagssmitleiðirnar aðra vetttvanga til að ná bólfestu. Þegar fjölgeðrættir sjúkdómar láta á sér bera er fullkomlega réttlætanlegt að veita þeim athugun og umhugsun. Hvernig við bregðumst við þeim getur takmarkað eða örvað dreifingu þeirra frekar. Með því að gefa þessari sjúkdómsgerð gaum, í stað þess að gera lítið úr henni, er hægt að gera ítarlega rannsókn á eðli faraldursins, umfangi hans og stefnu. Það er hægt að betrumbæta lífsgæði fólks. Afneitun á þessari sálfræði sem liggur þröngt inn á milli allra laga samfélagsgerðar okkar gerir lítið annað en að skaða aðra og draga úr heilsu okkar og þrótti sem heildstætt samfélag. Höfum það þó staðfastlega í huga að fjölgeðrættir sjúkdómar eru ekki uppspuni, fólk finnur raunverulega fyrir einkennum og geta þessi einkenni verið hamlandi og erfið. Fjölgeðrættir sjúkdómar hafa átta megineinkenni: Einkenni hafa engin líkleg líffræðileg upptök. Einkenni eru síbreytileg og meinlaus (e. Benign). Upptök einkenna koma upp hratt sem og úrlausn þeirra (e. Rapid onset and recovery). Faraldurinn á sér stað í aðskildum hópum. Mikill kvíði er til staðar. Einkenni berast með skynfærum (t.d. sjón eða lykt) eða í samskiptum. Einkenni berast frá þeim eldri yfir í yngri (s.s. þau eiga sér upphaf á meðal eldri einstaklinga eða þeirra í betri þjóðfélagsstöðu). Meirihluti þeirra sem verða fyrir áhrifum eru stúlkur og konur. Greining fjölgeðrættra sjúkdóma getur orðið að deilumáli vegna þess að oft er litið svo á að um sé að ræða einhverskonar greiningu eftir útilokun annarra þátta. Að þetta sé svokölluð ruslakistugreiningu. Í öðrum tilfellum getur deilan snúist um óþægindin á bakvið það að viðurkenna einkennin sem geðræn eða félagssmituð. Að því sögðu er raunveruleikinn sá að fjölgeðrættir sjúkdómar hafa sín séreinkenni og er betur hægt að meta stöðu mála ef meðvitund um þessa sálrænu þætti er höfð með inn í reikninginn. Úrlausn mála verður svo að fela í sér ákveðinn heiðarleika ásamt virðingu fyrir fólki. Ferilsathugun (e. Case study) LA er 12 ára stelpa. Hún fæddist á réttum tíma, það var aldrei að finna þroskafrávik sem ollu áhyggjum og var engin sérstök veikindasaga. Stúlkan bjó hjá móður sinni og föður sem glímdu við líkamlegar skerðingar. Hreyfikippirnir áttu sér stað skyndilega og í kjölfar fyrstu bylgju COVID-19 lokanna. Upphaflega byrjuðu kippirnir í fótunum og á þremum dögum þróaðist þetta yfir í líflega andlitskippi og tístikæk. Kækirnir gátu verið stanslausir og var engin bælingargeta. LA hafði enga sögu um kæki sem yngra barn. Hreyfingarnar áttu sér stað hvoru tveggja heima fyrir og í skólanum, en voru mun líklegri til að eiga sér stað stuttu fyrir eða á meðan hún lærði fyrir stærðfræði. Ennfrekar var LA með kvíða í kringum stærðfræði. LA hafði verið lág í orku og að skaða sjálfa sig á svipuðum tíma og þessar hreyfingar fóru að gera vart við sig. LA var dugleg í skóla en upplifði erfiðleika með stærðfræði. Hún hafði lent í einelti í skólanum en með hjálp skólans var hægt að leysa þau mál og átti hún ekki við frekari félagsleg vandamál að stríða. LA var greind með starfrænar kækjalíkar hegðanir og var litið svo á að streitan í tengslum við eineltið, það að byrja í nýjum skóla á tímum faraldursins og streita innan fjölskyldunar hafi átt þátt í að skapa þessa hreyfikippi. Hvert einasta kast mátti rekja til aukins kvíða. Meðferð fólst í heildrænum stuðningi, hvoru tveggja heima fyrir og í skólanum. LA fékk sem dæmi lengdan próftíma og fór stærðfræðikennari hennar að veita henni meiri athygli. „Það var gagnlegt að fara í matið þar sem það hjálpaði mér og skólanum að skilja að kvíði minn fyrir tölum var raunverulegur og ekki eitthvað sem ég var að gera mér upp. Skólinn minn talaði við mig og mömmu mína um hvernig kennararnir mínir gætu hjálpað mér og það munar um það. Ég fæ nánast aldrei kæki núna." - LA í eftirfylgnisviðtali (Owen og félagar, 2022). Hvað eru samfélagsmiðlar að sýna? Stór hluti þeirra kækja sem birtast á samfélagsmiðlum í búning Tourettes sýna hvorki raunveruleg né hefðbundin dæmi þeirra kækja sem gjarnan fylgja heilkenninu. Sérfræðingar hafa aftur á móti getað borið kennsl á það að oftar en ekki er um að ræða starfrænar kækjalíkar hegðanir. Hreyfingarnar sem sýndar eru á samfélagsmiðlum eru iðulega ansi flóknar og dramatískar, þar sem mikið er notast við hendur og líkama. Hljóðkækirnir eiga það til að vera furðulega langir og fela gjarnan í sér mörg blótsyrði og móðganir. Kækirnir eru einnig í óvenju miklu samræmi við það sem er að gerast. Ennfrekar vekur það grunsemdir þegar áhrifavaldar mæta með nýja kæki í hverri viku. Af þeim unglingsstúlkum sem þróa síðan með sér kækjalík einkenni segjast sumar að hafa horft á kækjamyndbönd á netinu í meira mæli fyrir birtingu eigin einkenna. Aðrar hafa aftur á móti sjálfar verið að birta myndbönd og upplýsingar um sín einkenni á samfélagsmiðlum. Með því að deila efni segjast þær fá stuðning frá jafningum, viðurkenningu og tilfinninguna að tilheyra. Þessi athygli og stuðningur gæti óvart styrkt og viðhaldið einkennunum. Hlutverk samfélagsmiðla hvað varðar þróun þessara mála þarf að rannsaka frekar, sérstaklega þátt félagssmita og þeirra óuppbyggilegu áhrifa sem einstaklingur gæti óvitað stuðlað að samhliða þessari tengingu við jafningja (Heyman, Liang og Hedderly, 2021). Árið 2011 voru sjö taugalæknar beðnir um að legga mat á 3% vinsælustu YouTube myndböndunum sem sýndu ýmiskonar frávik í hreyfingum. Þessi myndbönd voru fundin með stikkorðunum „Parkinsons," „trufluð vöðvaspenna," „kækir" og fleiru í þeim dúr, og reyndust myndböndin 29 talsins alls. Taugalæknanir sjö töldu að 66% þessara myndbanda sýna hreyfingar sem samræmdust frekar fjölgeðrættum sjúkdómi og þá að aðeins þriðjungur sýndi raunveruleg dæmi þess heilkennis eða sjúkdóms sem um ræddi. Mikið samræmi var í mati sérfræðingana. Rannsókn Olvera, Stebbins, Goetz og Kompoliti, 2021 (Sjá hér) Á þriggja vikna tímabili í mars árið 2021 jókst áhorf á myndböndum með myllumerkjunum „tourette" og „kækir" um 7% á TikTok. Þessi myndbönd voru samtals með 5,8 milljarða áhorf. Ákváðu nokkrir rannsakendur því að fara inn á miðilinn til að rannsaka svokallaða „Tiktok kæki" í ljósi þess að hvoru tveggja TikTok og hreyfiröskunarteymi víða höfðu séð aukningu á kækjum í COVID faraldrinum. Markmiðið var að bera þessa tvo hluti saman, hvað væri sýnt á TikTok myndböndum og hvernig þessi kækjafaraldur væri að birtast hjá hreyfiröskunarteymum. Rannsakendur leituðu myndbanda með 26 mismunandi myllumerkingum sem allar tengdust tourettes eða kækjum, og horfðu á 50 vinsælustu myndböndin fyrir hverja myllumerkingu. Þar á eftir völdu þeir aðeins þau myndbönd sem komu frá notendum sem höfðu birt fleiri en eitt myndband og voru með a.m.k. 100.000 fylgendur. Því næst urðu myndböndin að vera frá 11. mars 2020 til 30. mars 2021, í samræmi við neyðaryfirlýsingar WHO um takmarkanir vegna COVID-19. Aðeins voru myndbönd á ensku notuð. Rannsakendur enduðu með 28 myndbönd sem notuð voru í rannsókninni og einnig 28 notendur. Því miður var ekki hægt að nálgast frekari upplýsinga um þessa TikTok notendur hvað varðaði sögu af kækjum, bælingargetu, fyrirboðatilfinninga og fleira í þeim dúr. En það sem rannsakendur gátu gert var að meta þá kæki sem sáust á myndböndunum. Kyn allra þátttakenda var gefið en 64,3% voru konur, 17,6% karlar og 14,3% voru kynsegin. Flestir notendurnir komu frá Bandaríkjunum eða Bretlandi. Heildarfjöldi fylgjanda fyrir alla 28 notendur voru 35,9 milljónir og heildaráhorfin fyrir myndböndin 28 var 331 milljón. Þó að almennt séð sé algengasta mynstur kækja svo að þeir birtist í augum, höfði, hálsi og öxlum þá voru kækir TikTok notendana oftast í höndunum. Einfaldir og vægir kækir voru sjaldgæfir. Meðalfjöldi hreyfikækja voru 35 á mínútu og var meðalfjöldi hljóðkækja 23 á mínútu. Þessi meðalfjöldi var heldur hærri en í týpísku Tourettes, en þá er meðalfjöldi kækja 0-13 á mínútu. Á meðal TikTok notendana urðu þessir kækir í höndum til þess að ómögulegt var að gera einfaldar athafnir eins og að elda mat án aðstoðar. Þegar rannsakendur skoðuðu fleiri myndbönd notendanna mátti greina að hjá 89,3% kæki sem voru truflandi en aðrar rannsóknir hafa komist að því að slíkt hið sama á einungis við um 12-29% þeirra með kækjaröskun. Í 64,3% tilfella upplifðu notendur alvarleg kækjaköst þar sem hreyfingarnar stóðu yfir allt frá mínútum yfir í klukkustundir. 39,3% höfðu þurft að leita læknis þar sem þeir gátu ekki bælt þessar hreyfingar niður. Það sama á í raun einungis við um 5,1% þeirra sem eru með Tourettes. 93% notenda voru með coprolalia eða copropraxia en það sama á við um 8-14% þeirra með kækjaröskun. Bæði hreyfi- og hljóðkækirnir hjá TikTok notendunum voru svipaðir innbyrðis. Á rás 67,9% notendana mátti finna myndband þar sem þau viðurkenndu að hafa smitast af a.m.k. einum kæk af öðrum TikTok notenda. 53,6% voru með sama hljóðkækinn þar sem þeir sögðu orðið „baunir" og voru þrír notendur með sama flókna hreyfi- og hljóðkækinn þar sem þeir hermdu eftir karakter úr vinsælli barnamynd. 64,3% notenda voru að selja vörur á rásinni sinni. Sumir notendurnir sögðust vera með aðrar greiningar en 31,1% sögðust vera með flogaveiki, 14,3% með starfræna hreyfiröskun (e. Functional neurological disorder) og 57,1% geðröskun á borð við þunglyndi, kvíða eða geðhvörf. Alls voru meira en 1500 myndbönd skoðuð í rannsóknarferlinu öllu. Þó að rannsóknin hafi eingöngu notað myndbönd á ensku tóku rannsakendur eftir því í útilokunarferlinu að það mátti finna sambærilega kæki frá fólki úr öllum heimsálfum. Kækur með orðinu „baunir" var sem dæmi víðfundinn á meðal fólks af fjölbreyttum þjóðernum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að svokallaða „Tik-Tok kæki" mætti hugsanlega ræða sem faraldur. Tafla: Í grein Olvera og Kirby (2022) birtu þær samantekt úr fjórum rannsóknum. Þessi samantekt ber saman upplýsingar um einkenni sjúklinga með snöggbirtingu starfrænna kækjalíkra hegðana og einkenni kækjalíkra hegðana TikTok notendanna úr rannsókninni sem vitnað er í hér að ofan. Og hvað svo? Meðferðin við starfrænum kækjalíkum hegðunum miðast í stuttu máli að greinargóðri fræðslu sjúklingsins að eigin ástandi ásamt því að bera kennsl á og draga úr streituvaldandi áreitum. Hugræn atferlismeðferð er álitin gagnleg fyrir þessa einstaklinga og er mælt með að viðkomandi endurskoði samband sitt við samfélagsmiðla og notkun þeirra þar á. Allt miðast að því að draga úr áreitisvöldum, einkennum og að betrumbæta líðan almennt. Þá eru félagslegir þættir líka skoðaðir svo hægt sé að draga úr þeim þáttum sem geta viðhaldið einkennunum. Sjúklingar eru beðnir um að veita undirliggjandi ástæðum athugun og vinna með þær en ekki vandamálaeinkenninu sjálfu. Þá er best að hunsa kækjaeinkennin. Það er ekki bara hægt að veita meðferð við starfrænum kækjalíkum hegðunum heldur er fyrirbærið læknanlegt. En til þess að það sé hægt þurfa menn að hafa þekkingu á starfrænum kækjalíkum hegðunum, þarf greinargóð klínísk skoðun eiga sér stað og þarf rétt greining að koma fram. Til eru tilfelli þar sem kækir hafa alfarið hætt við það eitt að heyra frá lækni að greining á Tourettes sé útilokuð. „Við greinum frá fyrsta faraldrinum af nýrri undirgerð af fjölgeðrættum sjúkdómi, sem ólíkt öllum öðrum dreifðist eingöngu í gegnum samfélagsmiðla." sagði Müller-Vahl í einni greinni þar sem hún rekur söguna um faraldurinn sem hún sá í tengslum við YouTube rásina Gewitter im Kopf. Hún leggur til að hugtakið „fjölda-samfélagsmiðlasmitaður sjúkdómur (e. Mass social media-induced illness)" verði notað um þá fjölgeðrættu sjúkdóma sem félagssmitast einungis í gegnum samfélagsmiðla. Müller-Vahl segir það eigi ekki einungis að greina fólk með starfræn kækjalík einkenni, heldur að það sé einnig mikilvægt að viðurkenna þann fjölgeðrætta sjúkdóm sem er að eiga sér stað. Í faraldrinum sem Müller-Vahl varð vitni af mátti sjá jafnt hlutfall karla og kvenna sem urðu fyrir áhrifum. „Það má líta á starfræn „Tourettelík" einkenni sem „nútíma" útgáfu af annars vel þekktri hreyfiröskun sem á sér rætur að rekja til fjölgeðrætts sjúkdóms. Enn frekar má segja þetta birtingarmynd þeirrar menningarstreitu sem þekur póst-móderníska samfélagsgerð 21. aldarinnar, sem leggur áherslu á einstaka stöðu hvers einstaklings og metur svokallaða sérstöðu þeirra. Í skiptum styður þetta við athyglissjúk hegðunarmynstur og espir upp þá stanslausu krísu sem nútímamaðurinn þjáist af í tengslum við sjálfsmynd sína." (Müller-Vahl, Pisarenko, Jakubovski og Fremer, 2022). Vísindamenn hafa reynt að bera kennsl á áhrifaþætti, svo sem persónuleika-, hegðunar-, andlega og líkamlega þætti, sem gerir fólk viðkvæmara fyrir fjölgeðrættum sjúkdómum, en niðurstöður hafa verið mikið á reiki og mótsagnakenndar. Sannleikurinn er sá að það er enginn óhultur fyrir áhrifum fjölgeðrættra sjúkdóma. Maðurinn byggir sína skynjun á umheiminum í sífellu á sínu raunveruleikaskyni. Skynjaða áhættan þarf einungis að vera skynjaður möguleiki til þess að skapa kvíða og vanlíðan. Þessir faraldrar þrífast í óttanum, óvissunni og þeim óbærilega raunveruleika sem stendur í vegi fyrir okkur. Aukning á birtingu starfrænna kækjalíkra hegðanna á tímum COVID er hluti af stærra samhengi. Hún endurspeglaði aukningu á andlegum örðugleikum hjá ungu fólki, en andlega heilsa ungra kvenna varð sérstaklega fyrir áhrifum. Í rauninni munu slíkir erfiðleikar einungis taka á sig nýjar og nýjar myndir eftir því sem fram líða stundir. Án efa mætti bera kennsl fleiri fjölgeðrætta sjúkdóma í samfélaginu. Enda er um að ræða vanlíðan sem kraumar í sífellu undir yfirborðinu, þó að samfélagslega viðurkenndar leiðir til að losa þá vanlíðan út eigi það til að breytast. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
„Í desembermánuði árið 2020 rataði 19 ára kona inn á hreyfiröskunarteymi með skyndilegt upphaf kröftugra kækjalíkra hreyfinga og hljóðkækja. Hún hafði enga fyrri sögu um kæki. Þessar kækjalíku hreyfingar voru alvarlegar, flóknar og flest allar mátti finna í útlimum. Hún fann ekki fyrir fyrirboðatilfinningu og gat hún haldið þessum kækjalíku einkennum niðri að hluta. Hún var ekki í eftirfylgni hjá geðlækni en það kom fram að kvíði hennar og þunglyndi hafði snarversnað yfir COVID-19 faraldrinum. Hún var einnig að ganga í gegnum mikla streitu sem fól í sér ágreining milli hennar og foreldra, langvarandi veikinda móður, og hafði hún orðið fyrir einelti í skólanum." (Sjá hér) Við upphaf COVID faraldursins fóru læknar á hreyfiröskunarteymum víða um heim að taka eftir hraðri aukningu hjá ungu fólki á aldrinum 12-25 ára, þá í yfirgnæfandi meirihluta tilfella stúlkum og konum, með snöggri birtingu flókinna hreyfi- og hljóðkækjalíkra hegðana (e. Rapid onset of complex motor and vocal tic-like behaviors). Flóknir hreyfikækir eru kækir sem notast við marga mismunandi vöðvahópa og flóknir hljóðkækir fela í sér kæk sem samanstendur af mörgum orðum eða jafnvel setningu. Samhliða veirufaraldrinum birtist annars konar faraldur sem mátti rekja til ýmiskonar sálfræðilegra og félagslegra þátta, sem höfðu sínar líkamlegu afleiðingar á þessa einstaklinga. Þessir kækir fengu viðurnefnið „Tik-Tok kækir" eða „fjölda-samfélagsmiðlastýrðir kækir" vegna tengingu þeirra við notkun samfélagsmiðilsins TikTok og voru þeir fljótlega greindir sem undirflokkur starfrænna kækjalíkra hegðanna (e. Functional Tic-Like Behaviors). Kækir eru algengir hjá börnum og eru yfirleitt ekkert til að hafa áhyggjur af. Stundum geta kækir verið langvinnir og eru drengir fjórum sinnum líklegri til að fá greiningu á kækjaröskun. Það er jafnframt alls ekki óalgengt að börn með kækjaraskanir sýni einnig einkenni ofvirkni og athyglisbrests (ADHD), eða áráttu og þráhyggju (OCD). Einnig geta einkenni einhverfu fundist. Tourettes, sem er ein tegund kækjaraskana, á sér oft upphaf milli fjögurra til átta ára og á sú röskun sér taugafræðilegar skýringar. Þá eru einfaldir kækir eins og augnblikk, kippir á nefi, sog upp í nefið eða hósti algengur á meðal yngri barna. Stundum skána þessir kækir samhliða kynþroskaskeiðinu en það gerist þó ekki alltaf. Í einhverjum tilfellum geta þessir kækir orðið flóknari með aldrinum. Hamlandi kækir eins og coprolalia og copropraxia, sem bera með sér félagslega óviðeigandi afleiðingar, koma fram í minnihluta tilfella eða u.þ.b. 10%. Yfirleitt fær fólk ákveðna fyrirboðatilfinningu, þ.e. viðkomandi finnur innra með sér kækinn gera boð á undan sér og leggur fólk oft mikið á sig við að reyna fela kækina sína fyrir öðrum, sérstaklega ef þeir þykja óviðeigandi. Kækjaraskanir eiga það til að finnast í fjölskyldum sem bendir til erfðaþáttar. Starfrænar kækjalíkar hegðanir eru ólíkar öðrum kækjaröskunum, þó kækirnir sem slíkir gætu virkað líkir á yfirborðinu. Meðferðin er einnig önnur. Starfrænar kækjalíkar hegðanir eru í sjálfu sér ekki nýjar af nálinni og hafa lengi verið þekktar. Umræður um málefnið voru þó áður fátíðar. Fyrstu klínísku dæmisögurnar komu fram á sjónarsviðið í kringum 1969 og má finna einhverjar skýrslur og rannsóknir um viðfangsefnið síðan. Það mynduðust þó ekki greinargóðar umræður fyrr en í kringum árið 2015. Í nýjustu rannsóknunum má sjá áberandi mun á þeim lýðfræðilegu þáttum sem einkenna einstaklinga með kækjaraskanir annars vegar en starfrænar kækjalíkar hegðanir hins vegar. Í einhverjum tilfellum getur einstaklingur greinst með hvoru tveggja en breytingarnar sem hafa verið að eiga sér stað á undanförnum árum eru fordæmalausar. Einstaklingar með starfrænar kækjalíkar hegðanir eru í yfirgnæfandi meirihluta tilfella af kvenkyni, þá 9-10 stúlkur á móti hverjum strák, og eldri við birtingu fyrstu einkenna, um 12-17 ára. Einkennin eru oftast umtalsvert alvarlegri og byrja þau skyndilega, allt frá því að koma fram í einum rykk á einum degi yfir í tvær vikur. Yfirleitt er enginn fjölskyldusaga um kæki og eiga kækirnir það til að vera frekar flóknir og dramatískir. Kækjalíkir kippir sem hafa sjálfskaðandi áhrif eða skaðleg áhrif á aðra, sem og coprolalia, eru algeng. Coprolalia er þegar einstaklingur óviljandi missir út úr sér blótsyrði eða dónaleg orð. Þessir sjúklingar geta stundum ekki bælt þessi einkenni niður. Samhliða geta verið einkenni á borð við yfirlið án meðvitunarmissis, lömun og þróttleysi í útlimum. Ólíkt öðrum kækjaröskunum þá ber lyfjagjöf yfirleitt lítinn eða engan árangur. Einstaklingar með starfrænar kækjalíkar hegðanir eru einnig líklegri til að glíma við þunglyndi og kvíða (Eccles, Malik og Hedderly, 2023). Alþjóðleg rannsókn Martino og félagaskoðaði heilbrigðisskrár 294 einstaklinga með starfrænar kækjalíkar hegðanir frá tíu hreyfiröskunarteymum. Niðurstöður leiddu í ljós að 97% voru táningar og ungmenni, og þar af voru 87% af kvenkyni. Í 70% tilfella komu alvarlegustu einkennin fram mánuði eftir þau fyrstu og í 20% tilfella hurfu einkennin skyndilega án útskýringa. Það mátti einnig sjá sérstaklega háa tíðni flókinna hreyfinga (85%) og hljóðkækja (81%). Færri en einn fimmti þátttakenda höfðu fyrri greiningu á kækjaröskun. 66% glímdu samhliða við kvíða og 28% við þunglyndi, 24% voru með einhverfu og 23% ADHD. 60% höfðu séð kækjatengt efni á samfélagsmiðlum. Yfirgnæfandi meirihluta gagnaðist ekki af kækjabælandi lyfjum. Niðurstöður staðfesta að áberandi munur sé á lýðfræðilegum einkennum sjúklinga með starfrænar kækjalíkar hegðanir og aðrar kækjaraskanir. „Vissulega eru [starfrænar kækjalíkar hegðanir] fjölþátta fyrirbæri. Þetta er fyrirbæri sem getur aukist vegna margra mismunandi þátta. Við trúum því þó ekki að aukningin á tímum COVID sé tilviljunarkennd. Það er enginn vafi á því að aukningin á kvíða sem faraldurinn hefur skapað hefur átt þátt í þessu… og gæti hafa virkað sem kveikja í mörgum tilfellum." – Dr. Davide Martino. Vitað er að það megi sjá snögga birtingu kraftmikilla kækja í aðeins 5% tilfella þegar um Tourettes er að ræða. Það hefði því verið eðlilegt fyrir taugalækna á hreyfiröskunarteymum að fá til sín nokkrar slíkar tilvísanir á ári. Það sem geriðst aftur á móti á síðara hluta ársins 2020 var að þessir sömu taugalæknar voru að fá til sín nýja skjólstæðinga með slík einkenni mörgum sinnum í viku (Olvera og Kirby, 2022). Ráðgátan í Hannover Kirsten Müller-Vahl, yfirgeðlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Hannover, Þýskalandi, stóð fram í fyrir stórfurðulegri ráðgátu sumarið 2019. Hún fékk til sín flóð skjólstæðinga sem höfðu kæki ólíka öllu því sem hún hafði áður séð. Ekki bara voru þessir kækir flóknir í eðli sínu, heldur voru einkenni þessara sjúklinga öll nákvæmlega eins. Allir höfðu þeir áður fengið greiningu á Tourettes en Müller-Vahl var sannfærð um að þarna lægi eitthvað allt annað að baki. Þegar nemi sagði henni loks hvaðan hann hafði séð þessa kæki áður, small málið saman. Allir sjúklingarnir voru að sýna kæki sem hermdu nákvæmlega eftir sömu kækjum sem sáust á tiltekinni Youtube rás, Gewitter im Kopf (ísl. elding í höfðinu) (Sjá hér). „Það sem hefur vakið athygli mína er að það virðist vera að aukast á samfélagsmiðlum umræður um jaðarpersónuleikaröskun, einhverfu og ADHD. Nú eru margir af mínum skjólstæðingum sem upphaflega birtust með kæki sem nú hafa lagast, að sækjast eftir greiningum á ADHD, einhverfu eða jaðarpersónuleikaröskun. Þannig það virðist vera eins og það séu tískubylgjur á TikTok sem aukast og minnka. Ég hef tekið eftir því að klínísku einkennin sem fara svo að birtast mér eru samsíða þessum tískubylgjum á samfélagsmiðlum" – Dr. Tamara Pringsheim Það má finna taugafræðilegar skýringar á einkennum hjá einstaklingum með starfrænar kækjalíkar hegðanir en taugafræðin bendir til þess að þau svæði sem eru í meiri virkni tengjast kvíða, sem og svæði sem tengjast væntingum okkar um hvernig eitthvað á að líta út. Þau heilasvæði sem eru vanvirk eru svo þau sem eiga að sjá um að bæla niður birtingu hegðana. M.ö.o. myndast hugræn mynd af því hvernig kækur lítur út, þá eitthvað sem viðkomandi hefur séð annars staðar og getur viðkomandi síðan ekki haldið tilhneigingunni niðri um birtingu þessara hugrænu myndar. Þess vegna líta starfrænar kækjalíkar hegðannir allt öðruvísi út en kækir eiga að líta út samkvæmt því sem þekkt er með kækjaraskanir. Upptökin eru einfaldlega allt önnur (Sjá hér). Fjölgeðrættur sjúkdómur (e. Mass psychogenic illness) Víða um heim erum við að ganga í gegnum nýjan faraldur fjölgeðrætts sjúkdóms. Geðrættir sjúkdómar eiga sér sálrænar rætur, eins og af tilfinningatogstreitu, og stafa ekki af eiginlegum sjúkdómi, meiðslum eða öðrum vefrænum orsökum. Fjölgeðrættir sjúkdómar berast svo félagslega með félagssmiti. Þar sem þessi sjúkdómur er að berast í gegnum samfélagsmiðla er hann ekki lengur staðbundinn og gengur hann því lausum hala á meðal allra sem gætu reynst viðkvæmir fyrir honum. Fjölgeðrættir sjúkdómar hafa tvær megingerðir, „kvíðaútgáfu" og „hreyfiútgáfu." Kvíðaútgáfan ber með sér óskýr einkenni á borð við kviðverk, hausverk, svima, yfirlið, ógleði og oföndunarköst sem má rekja til skyndilegrar streitu sem á sér stað hjá hóp af fólki. Hreyfiútgáfan felur í sér þætti á borð við hysterískan dans, krampa og fölsk flogaköst (e. Pseudoseizures). Það eru til fjöldamörg dæmi um báðar þessar gerðir félagssmitaðra ástanda um allan heim, bæði nýleg og mörg hundruð ára gömul. Það getur þó verið erfitt að bera kennsl á útbreiðslu fjölgeðrættra sjúkdóma vegna þess að birtingarmynd þeirra getur verið ansi fjölbreytt. Þegar fjölgeðrættir sjúkdómar eru skoðaðir í sögulegu samhengi sést skýrt hvernig félagslegur raunveruleiki fólks speglast í einkennunum og hvaða menningalegar áherslur ráða þá ríkjum. Á mismunandi tímabilum má sjá endurspeglun á því hver félagsleg trú mannsins er á umheimi sínum hverju sinni. Á 15. til 19. öld brutust út fjöldi faraldra í klaustrum víða um Evrópu. Í bland við trú manna á nornum og djöflum var útlosun á hreyfivandamálum nunna túlkaðar svo að þær væru andsetnar. Á þessum tíma voru ungar konur stundum neyddar af eldri fjölskyldumeðlimum til að fórna ævi sinni í félagslega einangrandi klaustrum. Þar þurftu þær margar hverjar að lifa ströngu, ósveigjanlegu og innilokuðu lífi, sem einkenndist af skírlífi og fátækt. Sumar þurftu að þola sult, linnulausar bænastundir og föstur. Og var þeim refsað með pyntingum og fangelsun við minnsta brot. Þessar uppreisnagjörnu nunnur sýndu af sér ýmsan dónaskap, þar sem þær blótuðu og guðlöstuðu, sýndu á sér kynfærin og nudduðu, og þrýstu mjöðmunum sínum út í loftið að herma eftir kynlífi. Prestarnir reyndu að særa út þessa illu anda eftir bestu getu. Á 18., 19. og við upphaf 20. aldarinnar með uppgang iðnaðarbyltingarinnar, erfiðra vinnuskilyrða og enga verkalýðshreyfingu að ráði, mátti sjá mörg dæmi fjölgeðrættra sjúkdóma af hreyfigerð. Tilfelli voru skráð í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Rússlandi sem fólu í sér krampaköst, óeðlilegar hreyfingar og taugatengd einkenni. Var eitt þessara tilfella í febrúar árið 1787 þar sem verkafólk á bómullarmyllu í Lancashire, Englandi, kvartaði sáran yfir köfnunartilfinningu og hrundi fyrir krampaköstum. Þetta er tímabil í sögunni sem er þakið vinnuþrælkun, barnaþrælkun, lágum launum og hræðilegum vinnuaðstæðum. Sambærileg hreyfiröskuð tilfelli hurfu að mestu leyti af sjónsviðinu á seinni hluta 20. aldarinnar. En það er möguleiki á að verkalýðsbaráttan og betrumbætur í heilnæmi og öryggi vinnustaða hafi spilað þar stóran þátt. Upp úr 20. öldinni, samhliða umræðunni um kjarnorku- og efnavopn, fór að bera á fjölgeðrættum faröldrum af kvíðagerð. Þó að það mætti ekki finna nein ummerki um notkun efnavopna, eiturefna eða annarra spilliefna, var fólk enga síður að mæta í röðum til læknis með einkenni á borð við öndunarerfiðleika. Stundum fór fólk sjálft að finna fyrir einkennum fyrst eftir að það hafði séð aðra með öndunarerfiðleika. Umræður um efnavopnahættur virtist hafa kveikjandi áhrif á þessa skyndilegu birtingu einkenna. Nú þegar við erum að ganga inn í 21. öldina er augljóst að birtingarmynd fjölgeðrættra sjúkdóma hafa tekið á sig nýjar stökkbreytingar og eiga félagssmitleiðirnar aðra vetttvanga til að ná bólfestu. Þegar fjölgeðrættir sjúkdómar láta á sér bera er fullkomlega réttlætanlegt að veita þeim athugun og umhugsun. Hvernig við bregðumst við þeim getur takmarkað eða örvað dreifingu þeirra frekar. Með því að gefa þessari sjúkdómsgerð gaum, í stað þess að gera lítið úr henni, er hægt að gera ítarlega rannsókn á eðli faraldursins, umfangi hans og stefnu. Það er hægt að betrumbæta lífsgæði fólks. Afneitun á þessari sálfræði sem liggur þröngt inn á milli allra laga samfélagsgerðar okkar gerir lítið annað en að skaða aðra og draga úr heilsu okkar og þrótti sem heildstætt samfélag. Höfum það þó staðfastlega í huga að fjölgeðrættir sjúkdómar eru ekki uppspuni, fólk finnur raunverulega fyrir einkennum og geta þessi einkenni verið hamlandi og erfið. Fjölgeðrættir sjúkdómar hafa átta megineinkenni: Einkenni hafa engin líkleg líffræðileg upptök. Einkenni eru síbreytileg og meinlaus (e. Benign). Upptök einkenna koma upp hratt sem og úrlausn þeirra (e. Rapid onset and recovery). Faraldurinn á sér stað í aðskildum hópum. Mikill kvíði er til staðar. Einkenni berast með skynfærum (t.d. sjón eða lykt) eða í samskiptum. Einkenni berast frá þeim eldri yfir í yngri (s.s. þau eiga sér upphaf á meðal eldri einstaklinga eða þeirra í betri þjóðfélagsstöðu). Meirihluti þeirra sem verða fyrir áhrifum eru stúlkur og konur. Greining fjölgeðrættra sjúkdóma getur orðið að deilumáli vegna þess að oft er litið svo á að um sé að ræða einhverskonar greiningu eftir útilokun annarra þátta. Að þetta sé svokölluð ruslakistugreiningu. Í öðrum tilfellum getur deilan snúist um óþægindin á bakvið það að viðurkenna einkennin sem geðræn eða félagssmituð. Að því sögðu er raunveruleikinn sá að fjölgeðrættir sjúkdómar hafa sín séreinkenni og er betur hægt að meta stöðu mála ef meðvitund um þessa sálrænu þætti er höfð með inn í reikninginn. Úrlausn mála verður svo að fela í sér ákveðinn heiðarleika ásamt virðingu fyrir fólki. Ferilsathugun (e. Case study) LA er 12 ára stelpa. Hún fæddist á réttum tíma, það var aldrei að finna þroskafrávik sem ollu áhyggjum og var engin sérstök veikindasaga. Stúlkan bjó hjá móður sinni og föður sem glímdu við líkamlegar skerðingar. Hreyfikippirnir áttu sér stað skyndilega og í kjölfar fyrstu bylgju COVID-19 lokanna. Upphaflega byrjuðu kippirnir í fótunum og á þremum dögum þróaðist þetta yfir í líflega andlitskippi og tístikæk. Kækirnir gátu verið stanslausir og var engin bælingargeta. LA hafði enga sögu um kæki sem yngra barn. Hreyfingarnar áttu sér stað hvoru tveggja heima fyrir og í skólanum, en voru mun líklegri til að eiga sér stað stuttu fyrir eða á meðan hún lærði fyrir stærðfræði. Ennfrekar var LA með kvíða í kringum stærðfræði. LA hafði verið lág í orku og að skaða sjálfa sig á svipuðum tíma og þessar hreyfingar fóru að gera vart við sig. LA var dugleg í skóla en upplifði erfiðleika með stærðfræði. Hún hafði lent í einelti í skólanum en með hjálp skólans var hægt að leysa þau mál og átti hún ekki við frekari félagsleg vandamál að stríða. LA var greind með starfrænar kækjalíkar hegðanir og var litið svo á að streitan í tengslum við eineltið, það að byrja í nýjum skóla á tímum faraldursins og streita innan fjölskyldunar hafi átt þátt í að skapa þessa hreyfikippi. Hvert einasta kast mátti rekja til aukins kvíða. Meðferð fólst í heildrænum stuðningi, hvoru tveggja heima fyrir og í skólanum. LA fékk sem dæmi lengdan próftíma og fór stærðfræðikennari hennar að veita henni meiri athygli. „Það var gagnlegt að fara í matið þar sem það hjálpaði mér og skólanum að skilja að kvíði minn fyrir tölum var raunverulegur og ekki eitthvað sem ég var að gera mér upp. Skólinn minn talaði við mig og mömmu mína um hvernig kennararnir mínir gætu hjálpað mér og það munar um það. Ég fæ nánast aldrei kæki núna." - LA í eftirfylgnisviðtali (Owen og félagar, 2022). Hvað eru samfélagsmiðlar að sýna? Stór hluti þeirra kækja sem birtast á samfélagsmiðlum í búning Tourettes sýna hvorki raunveruleg né hefðbundin dæmi þeirra kækja sem gjarnan fylgja heilkenninu. Sérfræðingar hafa aftur á móti getað borið kennsl á það að oftar en ekki er um að ræða starfrænar kækjalíkar hegðanir. Hreyfingarnar sem sýndar eru á samfélagsmiðlum eru iðulega ansi flóknar og dramatískar, þar sem mikið er notast við hendur og líkama. Hljóðkækirnir eiga það til að vera furðulega langir og fela gjarnan í sér mörg blótsyrði og móðganir. Kækirnir eru einnig í óvenju miklu samræmi við það sem er að gerast. Ennfrekar vekur það grunsemdir þegar áhrifavaldar mæta með nýja kæki í hverri viku. Af þeim unglingsstúlkum sem þróa síðan með sér kækjalík einkenni segjast sumar að hafa horft á kækjamyndbönd á netinu í meira mæli fyrir birtingu eigin einkenna. Aðrar hafa aftur á móti sjálfar verið að birta myndbönd og upplýsingar um sín einkenni á samfélagsmiðlum. Með því að deila efni segjast þær fá stuðning frá jafningum, viðurkenningu og tilfinninguna að tilheyra. Þessi athygli og stuðningur gæti óvart styrkt og viðhaldið einkennunum. Hlutverk samfélagsmiðla hvað varðar þróun þessara mála þarf að rannsaka frekar, sérstaklega þátt félagssmita og þeirra óuppbyggilegu áhrifa sem einstaklingur gæti óvitað stuðlað að samhliða þessari tengingu við jafningja (Heyman, Liang og Hedderly, 2021). Árið 2011 voru sjö taugalæknar beðnir um að legga mat á 3% vinsælustu YouTube myndböndunum sem sýndu ýmiskonar frávik í hreyfingum. Þessi myndbönd voru fundin með stikkorðunum „Parkinsons," „trufluð vöðvaspenna," „kækir" og fleiru í þeim dúr, og reyndust myndböndin 29 talsins alls. Taugalæknanir sjö töldu að 66% þessara myndbanda sýna hreyfingar sem samræmdust frekar fjölgeðrættum sjúkdómi og þá að aðeins þriðjungur sýndi raunveruleg dæmi þess heilkennis eða sjúkdóms sem um ræddi. Mikið samræmi var í mati sérfræðingana. Rannsókn Olvera, Stebbins, Goetz og Kompoliti, 2021 (Sjá hér) Á þriggja vikna tímabili í mars árið 2021 jókst áhorf á myndböndum með myllumerkjunum „tourette" og „kækir" um 7% á TikTok. Þessi myndbönd voru samtals með 5,8 milljarða áhorf. Ákváðu nokkrir rannsakendur því að fara inn á miðilinn til að rannsaka svokallaða „Tiktok kæki" í ljósi þess að hvoru tveggja TikTok og hreyfiröskunarteymi víða höfðu séð aukningu á kækjum í COVID faraldrinum. Markmiðið var að bera þessa tvo hluti saman, hvað væri sýnt á TikTok myndböndum og hvernig þessi kækjafaraldur væri að birtast hjá hreyfiröskunarteymum. Rannsakendur leituðu myndbanda með 26 mismunandi myllumerkingum sem allar tengdust tourettes eða kækjum, og horfðu á 50 vinsælustu myndböndin fyrir hverja myllumerkingu. Þar á eftir völdu þeir aðeins þau myndbönd sem komu frá notendum sem höfðu birt fleiri en eitt myndband og voru með a.m.k. 100.000 fylgendur. Því næst urðu myndböndin að vera frá 11. mars 2020 til 30. mars 2021, í samræmi við neyðaryfirlýsingar WHO um takmarkanir vegna COVID-19. Aðeins voru myndbönd á ensku notuð. Rannsakendur enduðu með 28 myndbönd sem notuð voru í rannsókninni og einnig 28 notendur. Því miður var ekki hægt að nálgast frekari upplýsinga um þessa TikTok notendur hvað varðaði sögu af kækjum, bælingargetu, fyrirboðatilfinninga og fleira í þeim dúr. En það sem rannsakendur gátu gert var að meta þá kæki sem sáust á myndböndunum. Kyn allra þátttakenda var gefið en 64,3% voru konur, 17,6% karlar og 14,3% voru kynsegin. Flestir notendurnir komu frá Bandaríkjunum eða Bretlandi. Heildarfjöldi fylgjanda fyrir alla 28 notendur voru 35,9 milljónir og heildaráhorfin fyrir myndböndin 28 var 331 milljón. Þó að almennt séð sé algengasta mynstur kækja svo að þeir birtist í augum, höfði, hálsi og öxlum þá voru kækir TikTok notendana oftast í höndunum. Einfaldir og vægir kækir voru sjaldgæfir. Meðalfjöldi hreyfikækja voru 35 á mínútu og var meðalfjöldi hljóðkækja 23 á mínútu. Þessi meðalfjöldi var heldur hærri en í týpísku Tourettes, en þá er meðalfjöldi kækja 0-13 á mínútu. Á meðal TikTok notendana urðu þessir kækir í höndum til þess að ómögulegt var að gera einfaldar athafnir eins og að elda mat án aðstoðar. Þegar rannsakendur skoðuðu fleiri myndbönd notendanna mátti greina að hjá 89,3% kæki sem voru truflandi en aðrar rannsóknir hafa komist að því að slíkt hið sama á einungis við um 12-29% þeirra með kækjaröskun. Í 64,3% tilfella upplifðu notendur alvarleg kækjaköst þar sem hreyfingarnar stóðu yfir allt frá mínútum yfir í klukkustundir. 39,3% höfðu þurft að leita læknis þar sem þeir gátu ekki bælt þessar hreyfingar niður. Það sama á í raun einungis við um 5,1% þeirra sem eru með Tourettes. 93% notenda voru með coprolalia eða copropraxia en það sama á við um 8-14% þeirra með kækjaröskun. Bæði hreyfi- og hljóðkækirnir hjá TikTok notendunum voru svipaðir innbyrðis. Á rás 67,9% notendana mátti finna myndband þar sem þau viðurkenndu að hafa smitast af a.m.k. einum kæk af öðrum TikTok notenda. 53,6% voru með sama hljóðkækinn þar sem þeir sögðu orðið „baunir" og voru þrír notendur með sama flókna hreyfi- og hljóðkækinn þar sem þeir hermdu eftir karakter úr vinsælli barnamynd. 64,3% notenda voru að selja vörur á rásinni sinni. Sumir notendurnir sögðust vera með aðrar greiningar en 31,1% sögðust vera með flogaveiki, 14,3% með starfræna hreyfiröskun (e. Functional neurological disorder) og 57,1% geðröskun á borð við þunglyndi, kvíða eða geðhvörf. Alls voru meira en 1500 myndbönd skoðuð í rannsóknarferlinu öllu. Þó að rannsóknin hafi eingöngu notað myndbönd á ensku tóku rannsakendur eftir því í útilokunarferlinu að það mátti finna sambærilega kæki frá fólki úr öllum heimsálfum. Kækur með orðinu „baunir" var sem dæmi víðfundinn á meðal fólks af fjölbreyttum þjóðernum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að svokallaða „Tik-Tok kæki" mætti hugsanlega ræða sem faraldur. Tafla: Í grein Olvera og Kirby (2022) birtu þær samantekt úr fjórum rannsóknum. Þessi samantekt ber saman upplýsingar um einkenni sjúklinga með snöggbirtingu starfrænna kækjalíkra hegðana og einkenni kækjalíkra hegðana TikTok notendanna úr rannsókninni sem vitnað er í hér að ofan. Og hvað svo? Meðferðin við starfrænum kækjalíkum hegðunum miðast í stuttu máli að greinargóðri fræðslu sjúklingsins að eigin ástandi ásamt því að bera kennsl á og draga úr streituvaldandi áreitum. Hugræn atferlismeðferð er álitin gagnleg fyrir þessa einstaklinga og er mælt með að viðkomandi endurskoði samband sitt við samfélagsmiðla og notkun þeirra þar á. Allt miðast að því að draga úr áreitisvöldum, einkennum og að betrumbæta líðan almennt. Þá eru félagslegir þættir líka skoðaðir svo hægt sé að draga úr þeim þáttum sem geta viðhaldið einkennunum. Sjúklingar eru beðnir um að veita undirliggjandi ástæðum athugun og vinna með þær en ekki vandamálaeinkenninu sjálfu. Þá er best að hunsa kækjaeinkennin. Það er ekki bara hægt að veita meðferð við starfrænum kækjalíkum hegðunum heldur er fyrirbærið læknanlegt. En til þess að það sé hægt þurfa menn að hafa þekkingu á starfrænum kækjalíkum hegðunum, þarf greinargóð klínísk skoðun eiga sér stað og þarf rétt greining að koma fram. Til eru tilfelli þar sem kækir hafa alfarið hætt við það eitt að heyra frá lækni að greining á Tourettes sé útilokuð. „Við greinum frá fyrsta faraldrinum af nýrri undirgerð af fjölgeðrættum sjúkdómi, sem ólíkt öllum öðrum dreifðist eingöngu í gegnum samfélagsmiðla." sagði Müller-Vahl í einni greinni þar sem hún rekur söguna um faraldurinn sem hún sá í tengslum við YouTube rásina Gewitter im Kopf. Hún leggur til að hugtakið „fjölda-samfélagsmiðlasmitaður sjúkdómur (e. Mass social media-induced illness)" verði notað um þá fjölgeðrættu sjúkdóma sem félagssmitast einungis í gegnum samfélagsmiðla. Müller-Vahl segir það eigi ekki einungis að greina fólk með starfræn kækjalík einkenni, heldur að það sé einnig mikilvægt að viðurkenna þann fjölgeðrætta sjúkdóm sem er að eiga sér stað. Í faraldrinum sem Müller-Vahl varð vitni af mátti sjá jafnt hlutfall karla og kvenna sem urðu fyrir áhrifum. „Það má líta á starfræn „Tourettelík" einkenni sem „nútíma" útgáfu af annars vel þekktri hreyfiröskun sem á sér rætur að rekja til fjölgeðrætts sjúkdóms. Enn frekar má segja þetta birtingarmynd þeirrar menningarstreitu sem þekur póst-móderníska samfélagsgerð 21. aldarinnar, sem leggur áherslu á einstaka stöðu hvers einstaklings og metur svokallaða sérstöðu þeirra. Í skiptum styður þetta við athyglissjúk hegðunarmynstur og espir upp þá stanslausu krísu sem nútímamaðurinn þjáist af í tengslum við sjálfsmynd sína." (Müller-Vahl, Pisarenko, Jakubovski og Fremer, 2022). Vísindamenn hafa reynt að bera kennsl á áhrifaþætti, svo sem persónuleika-, hegðunar-, andlega og líkamlega þætti, sem gerir fólk viðkvæmara fyrir fjölgeðrættum sjúkdómum, en niðurstöður hafa verið mikið á reiki og mótsagnakenndar. Sannleikurinn er sá að það er enginn óhultur fyrir áhrifum fjölgeðrættra sjúkdóma. Maðurinn byggir sína skynjun á umheiminum í sífellu á sínu raunveruleikaskyni. Skynjaða áhættan þarf einungis að vera skynjaður möguleiki til þess að skapa kvíða og vanlíðan. Þessir faraldrar þrífast í óttanum, óvissunni og þeim óbærilega raunveruleika sem stendur í vegi fyrir okkur. Aukning á birtingu starfrænna kækjalíkra hegðanna á tímum COVID er hluti af stærra samhengi. Hún endurspeglaði aukningu á andlegum örðugleikum hjá ungu fólki, en andlega heilsa ungra kvenna varð sérstaklega fyrir áhrifum. Í rauninni munu slíkir erfiðleikar einungis taka á sig nýjar og nýjar myndir eftir því sem fram líða stundir. Án efa mætti bera kennsl fleiri fjölgeðrætta sjúkdóma í samfélaginu. Enda er um að ræða vanlíðan sem kraumar í sífellu undir yfirborðinu, þó að samfélagslega viðurkenndar leiðir til að losa þá vanlíðan út eigi það til að breytast. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun