Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur barist meðal þeirra bestu í langan tíma. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira