„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2024 09:01 Myndlistarmaðurinn Jakob Veigar ræddi við blaðamann um sýningu sem hann opnar næstkomandi laugardag. Saleh Rozati „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag. Úr byggingariðnaðinum í myndlistina Jakob Veigar er alinn upp í Hveragerði en býr og starfar í Vínarborg. Hann leiddist fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við starfi í byggingariðnaði til margra ára. Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg 2019. Jakob Veigar starfaði lengi í byggingariðnaði en fetaði svo veg listarinnar.Saleh Rozati Titilinn „I think, therefore I'm fucked“ er að sögn Jakobs afbökun á orðum franska heimspekingsins René Descartes „I think, therefore I am“ eða „Ég hugsa, þar með er ég“. „Hugmyndin kom þegar ég var eitthvað að fíflast og var að láta taka myndir af mér í líki grísks stóuspekings á vinnustofunni minni í Vínarborg en hugmyndin sjálf er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi.“ Jakob Veigar í líki grísks stóuspekings.Saleh Rozati „Hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur“ Aðspurður hvort Jakob telji hugsanir almennt þvælast fyrir fólki svarar hann: „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar. Við erum að missa stjórnina á hugsununum okkar í því offlæði upplýsinga sem við lifum í, þær fara að vinna á móti okkur. Maður er allt í einu orðinn ofurviðkvæmur og ofsakvíðinn yfir einhverju sem á sér kannski engan stað í raunveruleikanum en er samt heilagur sannleikur í hausnum á okkur. Við flykkjumst á hugleiðslu- og ísbaðsnámskeið til þess eins að reyna slökkva á hausnum og upplifa stundar frið innra með okkur. Í staðinn fyrir að nota rökhugsunina til þess að sía þær upplýsingar sem að okkur er haldið tökum við á móti öllu sem heilögum sannleika. Þá eyðum við engum tíma í kanna áreiðanleika og uppruna þeirra upplýsinga sem hellast yfir okkur, sem í sorglega mörgum tilfellum er bara rusl, hannað til þess að kveikja tilfinningar, mestmegnis ótta og hneykslun, og koma hausnum á okkur í einhvers konar þráhyggjuvirkni og við missum tenginguna við mennskuna.“ Jakob Veigar yfirfærir persónulega reynslu yfir á strigann.Saleh Rozati Listin sem er ofhugsuð endar í ruslinu Í fréttatilkynningu segir að Jakob Veigar sé listmálari sem notar einnig aðra miðla á borð við ljós, myndbönd og textíl. „Hann þróar listsköpun sína í mörgum lögum og er óhræddur við að prófa sig áfram. Innblásturinn fær hann úr tónlist, náttúrunni, arkitektúr og samfélaginu í kringum sig. Tónlistin lifnar við þar sem hvorki er byrjun né endir, aðeins augnablikið skiptir máli.“ Samkvæmt Jakobi verður besta listin til í flæði. „Ég á það til að ofhugsa listina en sú list endar oftar en ekki í ruslinu. Besta listin gerist þegar maður gefur henni frið til að gerast og maður treystir flæðinu. Ef ég hugsa of mikið í byrjun er hætta á því að verða of meðvitaður og listin deyr. Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Besta list Jakobs gerist að hans sögn í flæðinu.Saleh Rozati Sýningin opnar sem áður segir næsta laugardag 6. janúar í Listasal Mosfellsbæjar og stendur opnunin frá klukkan 14:00 til 16:00. „Hún hefur verið rúmt ár í vinnslu og varð til sem einhverskonar hliðarverkefni með sýningunni minni, megi hönd þín vera heil sem kláraðist núna í desember í Listasafni Árnesinga,“ segir Jakob Veigar að lokum. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Úr byggingariðnaðinum í myndlistina Jakob Veigar er alinn upp í Hveragerði en býr og starfar í Vínarborg. Hann leiddist fremur seint inn á veg myndlistarinnar eftir að hafa snúið baki við starfi í byggingariðnaði til margra ára. Hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016 og sem „Herr Magister“ í myndlist frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg 2019. Jakob Veigar starfaði lengi í byggingariðnaði en fetaði svo veg listarinnar.Saleh Rozati Titilinn „I think, therefore I'm fucked“ er að sögn Jakobs afbökun á orðum franska heimspekingsins René Descartes „I think, therefore I am“ eða „Ég hugsa, þar með er ég“. „Hugmyndin kom þegar ég var eitthvað að fíflast og var að láta taka myndir af mér í líki grísks stóuspekings á vinnustofunni minni í Vínarborg en hugmyndin sjálf er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi.“ Jakob Veigar í líki grísks stóuspekings.Saleh Rozati „Hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur“ Aðspurður hvort Jakob telji hugsanir almennt þvælast fyrir fólki svarar hann: „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar. Við erum að missa stjórnina á hugsununum okkar í því offlæði upplýsinga sem við lifum í, þær fara að vinna á móti okkur. Maður er allt í einu orðinn ofurviðkvæmur og ofsakvíðinn yfir einhverju sem á sér kannski engan stað í raunveruleikanum en er samt heilagur sannleikur í hausnum á okkur. Við flykkjumst á hugleiðslu- og ísbaðsnámskeið til þess eins að reyna slökkva á hausnum og upplifa stundar frið innra með okkur. Í staðinn fyrir að nota rökhugsunina til þess að sía þær upplýsingar sem að okkur er haldið tökum við á móti öllu sem heilögum sannleika. Þá eyðum við engum tíma í kanna áreiðanleika og uppruna þeirra upplýsinga sem hellast yfir okkur, sem í sorglega mörgum tilfellum er bara rusl, hannað til þess að kveikja tilfinningar, mestmegnis ótta og hneykslun, og koma hausnum á okkur í einhvers konar þráhyggjuvirkni og við missum tenginguna við mennskuna.“ Jakob Veigar yfirfærir persónulega reynslu yfir á strigann.Saleh Rozati Listin sem er ofhugsuð endar í ruslinu Í fréttatilkynningu segir að Jakob Veigar sé listmálari sem notar einnig aðra miðla á borð við ljós, myndbönd og textíl. „Hann þróar listsköpun sína í mörgum lögum og er óhræddur við að prófa sig áfram. Innblásturinn fær hann úr tónlist, náttúrunni, arkitektúr og samfélaginu í kringum sig. Tónlistin lifnar við þar sem hvorki er byrjun né endir, aðeins augnablikið skiptir máli.“ Samkvæmt Jakobi verður besta listin til í flæði. „Ég á það til að ofhugsa listina en sú list endar oftar en ekki í ruslinu. Besta listin gerist þegar maður gefur henni frið til að gerast og maður treystir flæðinu. Ef ég hugsa of mikið í byrjun er hætta á því að verða of meðvitaður og listin deyr. Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Besta list Jakobs gerist að hans sögn í flæðinu.Saleh Rozati Sýningin opnar sem áður segir næsta laugardag 6. janúar í Listasal Mosfellsbæjar og stendur opnunin frá klukkan 14:00 til 16:00. „Hún hefur verið rúmt ár í vinnslu og varð til sem einhverskonar hliðarverkefni með sýningunni minni, megi hönd þín vera heil sem kláraðist núna í desember í Listasafni Árnesinga,“ segir Jakob Veigar að lokum.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira