Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 13:41 „Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af,“ segirÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/RAX/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. „Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira
„Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira