Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 13:41 „Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af,“ segirÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/RAX/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. „Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira