Heimatilbúin lífskjarakrísa Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 2. janúar 2024 12:00 Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Íslenska krónan Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun