Innlent

Fyrsta barn ársins komið í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Um dreng var að ræða. Myndin er úr safni.
Um dreng var að ræða. Myndin er úr safni. Getty

Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Landaspítala var um að ræða dreng og er hann fyrsta barn foreldranna.

Þegar fréttastofa hafði samband við fæðingardeildir heilbrigðisstofnana á Akranesi, Akureyri, Selfossi og Reykjanesbæ á tíunda tímanum höfðu enn engin börn fæðst á hinu nýja ári, þó að einhverjar konur væru í nú í miðri fæðingu.

Á nýársdegi í fyrra kom fyrsta barn ársins í heiminn tuttugu og eina mínútu yfir miðnætti á Landspítalanum í Reykjavík, en á nýársdegi 2022 var það stúlkubarn sem kom í heiminn í sjúkrabíl í Eyjafirði klukkan 0:23. Bíllinn var þá á leið frá Siglufirði til Akureyrar, en þurfti að stoppa á veginum milli Dalvíkur og Akureyrar þegar stúlkan ákvað að koma í heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×