„Verður Grundartangi fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:00 Guðlaugur Þór segir tillögurnar í góðum takti við ákall Cop28. Vísir/Einar Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum. Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Niðurstöður starfshóps, sem skipaður var í júlí 2022, um vindorkumál voru kynntar síðdegis. Starfshópinn skipa Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi Alþingismaður. Meðal tillagna hópsins er að sett verði opinber stefna um hagnýtingu vindorku, vindorka verði áfram innna rammaáætlunar og að svæði innan miðhálendislínu verði vernduð fyrir uppbyggingu vindorku auk annarra viðkvæmra svæða. Þá muni vindorka byggjast frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð af manna völdum, nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald hvort vindorka byggist þar upp og tryggður verði ávinningur fyrir nærsamfélög. Mikilvægt að hlífa náttúruperlum Fyrrverandi umhverfisráðherra og fulltrúi í starfshópnum segir hópinn hafa verið einhuga um að gera kerfið í kring um vindorku skilvirkara. „Á sama tíma og við sláum alls ekki af kröfu um náttúruvernd,“ segir Björt. „Ef vindorka á að byggjast upp á Íslandi þá verðum við að taka hana aðeins nær okkur. Þá verðum við að vera sú kynslóð sem horfir á það græna rafmagn sem við erum stolt af, við hlífum hálendinu, náttúruperlunum okkar fyrir næstu kynslóðir.“ Björt segir mjög mikilvægt að nærsamfélög hagnist af uppbyggingu vindmylla.Vísir/Einar Tillögurnar munu svo fara fyrir þingið og leggur hópurinn til að þær verði sett sem stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku. Björt segir miklu máli skipta að færa ferlið nær hérði og eru nú hópur á vegum fjármálaráðuneytisins að vinna að tillögum umþað hvernig tryggja megi nærsamfélögum ágóða af hagnýtingu vindorku. „Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarstjórnir, nærsamfélag hafi meira að segja en hefur verið, og að þau fái fyrr í ferlinu ekki bara fregnir af því heldur séu spurð hvort það henti sveitarfélaginu að færa slíka starfsemi inn á sitt skipulag,“ segir Björt. Í takt við skilaboð COP28 Ráðherra segir tillögurnar í samræmi við ákall heimsins um græna orku. „Nú var verið að ljúka COP28 og þar birtast þessi sömu skilaboð, þetta eru sömu skilaboð út um allan heim. Við finnum það Íslendingar að okkur liggur á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í gegn um tíðina hafa landverndarsinnar lýst yfir áhyggjum af sjónrænum áhrifum vindmylla og nefnir Guðlaugur að víða séu lýti í landslagi, til dæmis háspennulínur, þar sem bæta megi við myllum. „Verður Grundartangi eitthvað fallegri eða ljótari ef við setjum vindmyllur þar? Ég held að enginn segi, ef það verður gert sem ég veit ekkert um, að þeir hætti að keyra Hvalfjörð vegna þess.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira