Sport

Gil de Ferran er látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gil sigraði Indianapolis 500 kappaksturinn árið 2003 og hér sést hann fagna árangrinum. Hann kvaddi aðeins 56 ára gamall.
Gil sigraði Indianapolis 500 kappaksturinn árið 2003 og hér sést hann fagna árangrinum. Hann kvaddi aðeins 56 ára gamall. AP/Doug McSchooler

Gil de Ferran, brasilískur ökuþór og sigurvegari Indianapolis 500 kappakstursins lést úr hjartaáfalli í gær. Hann var 56 ára að aldri.

Gil keppti í IndyCar/Cart mótaröðinni í mörg ár og hreppti Cart-titla árin 2000 og 2001. Árið 2003 sigraði hann svo Indianapolis 500 kappaksturinn fræga með liði sínu Penske Racing. Eftir að hann hætti kappakstri sneri hann sér að hliðarlínunni og vann sem yfirmaður kappakstursmála hjá liðum BAR/Honda og McLaren.

Gil fékk hjartaáfall á meðan hann keppti í einkakappakstursmóti í Flórída í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en lést stuttu seinna. Damon Hill fyrrverandi heimsmeistari Formúlu 1 minntist hans í færslu á samfélagsmiðlinum X.

„Einn indælustu náunga sem ég hef kynnst. Hann fékk mig til að hlæja. Hann skildi. Jesús, Gil, þú kvaddir of snemma,“ skrifar Damon og vottar fjölskyldu og vinum Gil samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×