Lífið

Eig­andi Grillmarkaðarins selur hönnunarhöll í Mos­fells­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðlaugur rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn ásamt Ágústi Reynissyni og Hrefnu Rósu Sætran.
Guðlaugur rekur veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn ásamt Ágústi Reynissyni og Hrefnu Rósu Sætran.

Guðlaugur Pakpum Frímannsson, framkvæmdastjóri og hluthafi Grillmarkaðarins, hefur sett glæsilegt parhús við Kvíslartungu í Mosfellsbæ á sölu. Ásett verð er 149 milljónir.

Um er að ræða 247 fermetra eign á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 2008.

Húsið var byggt árið 2008 í fjölskylduvænum stað í Mosfellsbæ.Fasteignasala Mosfellsbæjar

Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, tvö baðherbergi og stórt alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Á efri hæðinni er mikil lofthæð með glæsilegu útsýni. 

Guðlaugur og Gréta Halldórsdóttir eiginkona hans hafa komið sér vel fyrir í þessu fallega húsi auk þess að hafa einstakt auga fyrir fallegri hönnun. Yfir borðstofuborðinu má sjá fallega ljósakrónu frá Tom Dixon, eins ljós má sjá fyrir ofan stigann á Grillmarkaðnum. 

Í stofunni má sjá inn klassíska Arco-lampa, hönnun frá árinu 1962, og Mammoth- chair og skemill í brúnu leðri eftir dönsku hönnuðina Knut Bendik Humlevik og Rune Krøjgaard, svo fátt eitt sé nefnt. 

Falleg ljósakróna frá Tom Dixon prýðir borðstofuna.Fasteignasala Mosfellsbæjar
Í eldhúsinu er hvít innrétting með stórri eyju.  Fasteignasala Mosfellsbæjar
Hjónaherbergið er afar notalega innréttað. Fasteignasala Mosfellsbæjar
Á neðri hæð hússins er rúmgott sjónvarpsherbergi sem hægt er að breyta í svefnherbergi.Fasteignasala Mosfellsbæjar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×