Jakkafataklæddi níðingurinn í Volkswagen-bílnum Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 17:55 Jóhann Hlíðar segir mikinn létti að hafa sagt af þessu atviki og vonar að það geti orðið öðrum að liði. Facebook Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður birti sláandi frásögn af því þegar hann varð fyrir barðinu á barnaníðingi í búningsklefa gamla Hálogalands. Viðbrögðin hafa verið mikil. „Mér finnst gott að hafa sagt frá þessu og mér hefur bara liðið vel í allan dag,“ segir Jóhann Hlíðar í samtali við Vísi. Frásögn hans, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær, af því þegar lenti í jakkafataklæddum níðingi sem króaði hann af í búningsklefa Sundhallar Reykjavíkur, klæddi hann í og úr og þuklaði á honum, hefur hreyft við mörgum. Lækin og kveðjurnar hrannast upp. „Ég hef líka fengið skilaboð sem segja okkur öllum að þetta er ekki einangrað tilfelli en þau eru „við erum margir sem lentum í svona…“ og annað í þeim dúr,“ segir Jóhann Hlíðar. Frásögn Gunnars Hanssonar ýtti við honum Jóhann Hlíðar hefur lengi velt því fyrir sér hvort hann eigi að segja frá frekar en þegja. „Þetta hefur verið að gerjast með mér síðustu daga, einkum þegar maður rekst á að frásagnir eldri manna um að þeir hafi verið beittir kynferðisofbeldi séu uppspuni. Eins og það er erfitt fyrir fólk að segja frá svona, þá er af og frá (oftast nær) að fólk ljúgi svona hlutum á gamals aldri. Jóhann Hlíðar hefur undanfarin árin verið búsettur úti á Spáni. Hann segist stundum horfa á hvíta volkswagen-bíla og velta því fyrir sér hvort þar sé níðingurinn á ferð.facebook Og ég ákvað bara að greina frá því sem kom fyrir mig. Og ég er svo handviss um að þetta er svo miklu algengara en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Jóhann Hlíðar. Jóhann segir að þegar Gunnar Hansson leikari steig fram fyrir nokkrum árum og greindi frá því ofbeldi sem hann var beittur, man hann að hafa hugsað: Djöfull er þetta flott hjá honum. „Þetta ættu allir að gera sem hafa lent í þessu. Það styrkir aðra sem burðast með þetta. Svo tók það mig bara þetta mörg ár að geta það.“ Veit ekki hver dularfulli jakkafatamaðurinn er Frásögn Gunnars ýtti við honum á sínum tíma en það tók hann engu að síður mörg ár að herða sig upp í að segja frá. „En hjálpar og er jákvætt að við skulum ekki burðast ein með svona helvíti í sálarkirnunni. Og ef mín frásögn hjálpar einhverjum, þá er til einhvers talað.“ Spurður hvort hann þekki einhver deili á manninum sem níddist á honum, jakkafata manninum á Volkswagen-bifreiðinni, segist hann ekki vita hver sá er eða var. „En ég á endurminningar þar sem ég er að reyna að koma auga á hann. Ef hvítur Folksvagn ók hjá þá hugsaði ég stundum, skyldi þetta vera hann? En bara endrum og sinnum. Þetta hvorki eitraði né skemmdi tilveru mína. Þetta bara var þarna.“ Frásögn Jóhanns má lesa í heild sinni hér neðar. ÞESSI SÁRA ÆSKUMINNING (SEM VIÐ EIGUM ÞVÍ MIÐUR SVO MÖRG) Ég er sex ára. Ég er á fótboltaæfingu í Þrótti. Við æfðum í gamla Hálogalandi Og eins og alltaf þá var ég síðastur í sturtu og síðastur að klæða mig í fötin. Ég þurfti alltaf að tala svo mikið, spjalla við strákana. Svenni, besti vinur minn, beið samt alltaf eftir mér. Svo voru allir farnir. Nema Svenni, sem bara beið, fullklæddur og þolinmóður, á meðan ég þusaði og rétt kominn í nærbuxurnar. Þá kom hann inn. Fullorðinn maður. Í svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. „Eruð þið einir hérna strákar?“ „Já, nei, húsvörðurinn er hérna einhvers staðar.“ „Heyrðu vinur,“ sagði maðurinn í jakkafötunum við Svenna, „farðu aðeins út fyrir, ég ætla að spjalla við vin þinn.“ Og Svenni hlýddi. Í hönd fóru 100 ár. Lengstu augnablik ævi minnar. „Leyfðu mér að hjálpa mér að klæða þig.“ Svo tók maðurinn í svörtu jakkafötunum til við að klæða mig. Hann þreifaði á typpinu á mér og hann þreifaði á rassinum á mér. Hann stakk fingrinum upp í rassinn mér. Hann girti mig upp og hann girti mig niður. Hann klæddi mig úr nærbuxunum og hann klæddi mig í nærbuxurnar. Hann strauk mér alls staðar. Ég missti alla tilfinningu í líkamanum. Hann var alls staðar. Ég vissi að ég var að deyja. Og það tók svo langan tíma. Og það var svo vond lykt af honum. Hættu. Hættu. Hættu. En ég sagði ekki orð. Ég var bara sex ára. 100 árum síðar kom Svenni í dyragættina: „Jói, ertu ekki að koma?“ Það kom fát á svartklædda manninn í jakkafötunum, hann stóð upp frá því sem hann var að gera litlu barni og þusti út. Ég klæddi mig í þögn, og við gengum út, Svenni besti vinur minn og ég. Fyrir utan sat maður í hvítum Volkswagen í svörtum jakkafötum og horfði á okkur. Það er fáránlegt að muna eftir þessu, en sumu man barn bara eftir. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR Ég var á sundnámskeiði í Austurbæjarskóla, hjá Jóni Inga, sem margir af minni kynslóð muna eftir. Með góðum vini. Eftir námskeiðið fórum við niður í Sundhöll, bara til að hanga. Svona eins og 10 ára strákar gera. Hvítur Volkswagen ekur upp að Sundhöllinni. 4 ár verða að 100 árum. Hann stígur út. Og það er svo skrýtið, ég þekkti hann um leið. Hann labbar að okkur. „Eruð þið einir?“ „Já.“ „Komdu aðeins með mér,“ segir hann við vin minn. Vinur minn hlýðir og eltir hann inn í búningsklefann. Ég ákveð að elta. „Nei, þú skalt bíða frammi, vinur.“ Og ég hlýði. Eins og Svenni um árið. Og ég varð svartur í huganum. Í 100 ár. Við þögðum alla leiðina heim í strætó. Ekki eitt orð. Ekki eitt orð í mörg ár. Ekki eitt orð. Svo fórum við drekka brennivín á unglingsárunum. Eitt kvöldið segi ég við vin minn: „Manstu þegar við vorum á sundnámskeiði og maðurinn fór með þig inn í búningsklefann í Sundhöllinni?“ „EF ÞÚ MINNIST Á ÞETTA EINU SINNI ENN ÞÁ DREP ÉG ÞIG!“ Skilaboðin voru skýr og ég ræddi þetta aldrei aftur. Svo liðu árin, ég ræddi atvikið í Hálogalandi einu sinni við Svenna, besta vin minn, og hann sagðist muna þetta eins og gerst hefði í gær. En þar við sat. Þegar ég var 22ja ára kynntist ég yndislegri konu sem síðar varð móðir 2ja eldri barna minna. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að segja henni frá þessu. Það fólst í því gríðarleg frelsun, án þess þó að mér fyndist þetta hafa plagað líf mitt gríðarlega, eða ég veit það ekki. Af hverju segi ég frá þessu núna? Ég hef aldrei sett neitt niður á pappír um þetta áður og ég finn núna hvað það er sársaukafullt, ef þetta væri blað en ekki tölvuskjár, þá væri það rennandi blautt í tárum sem ég hef þurrkað úr andlitinu á mér á meðan ég hef hamrað þetta inn. En það er svo oft sem mér finnst að við trúum ekki fólki og það eru svo margir af minni kynslóð og af svo mörgum kynslóðum sem er ekki trúað og það hefur verið níðst á svo mörgum að það er beinlínis skylda mín, og allra þeirra sem hafa mátt þola pínslir og ofbeldi skrímslanna í okkar samfélagi að segja frá því sem við þurftum að þola og upplifa og bera harm okkar í hljóði. Og ég fór alls ekki verst út úr því, en við eigum að segja frá. Mér finnst verst að ég skyldi ekki hafa haft hugrekki til að bera til að segja frá því fyrr. Mér finnst ósegjanlega sárt að segja frá þessu en ég fer inn í nýtt ár með því að rífa plásturinn af þessu sári. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
„Mér finnst gott að hafa sagt frá þessu og mér hefur bara liðið vel í allan dag,“ segir Jóhann Hlíðar í samtali við Vísi. Frásögn hans, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær, af því þegar lenti í jakkafataklæddum níðingi sem króaði hann af í búningsklefa Sundhallar Reykjavíkur, klæddi hann í og úr og þuklaði á honum, hefur hreyft við mörgum. Lækin og kveðjurnar hrannast upp. „Ég hef líka fengið skilaboð sem segja okkur öllum að þetta er ekki einangrað tilfelli en þau eru „við erum margir sem lentum í svona…“ og annað í þeim dúr,“ segir Jóhann Hlíðar. Frásögn Gunnars Hanssonar ýtti við honum Jóhann Hlíðar hefur lengi velt því fyrir sér hvort hann eigi að segja frá frekar en þegja. „Þetta hefur verið að gerjast með mér síðustu daga, einkum þegar maður rekst á að frásagnir eldri manna um að þeir hafi verið beittir kynferðisofbeldi séu uppspuni. Eins og það er erfitt fyrir fólk að segja frá svona, þá er af og frá (oftast nær) að fólk ljúgi svona hlutum á gamals aldri. Jóhann Hlíðar hefur undanfarin árin verið búsettur úti á Spáni. Hann segist stundum horfa á hvíta volkswagen-bíla og velta því fyrir sér hvort þar sé níðingurinn á ferð.facebook Og ég ákvað bara að greina frá því sem kom fyrir mig. Og ég er svo handviss um að þetta er svo miklu algengara en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Jóhann Hlíðar. Jóhann segir að þegar Gunnar Hansson leikari steig fram fyrir nokkrum árum og greindi frá því ofbeldi sem hann var beittur, man hann að hafa hugsað: Djöfull er þetta flott hjá honum. „Þetta ættu allir að gera sem hafa lent í þessu. Það styrkir aðra sem burðast með þetta. Svo tók það mig bara þetta mörg ár að geta það.“ Veit ekki hver dularfulli jakkafatamaðurinn er Frásögn Gunnars ýtti við honum á sínum tíma en það tók hann engu að síður mörg ár að herða sig upp í að segja frá. „En hjálpar og er jákvætt að við skulum ekki burðast ein með svona helvíti í sálarkirnunni. Og ef mín frásögn hjálpar einhverjum, þá er til einhvers talað.“ Spurður hvort hann þekki einhver deili á manninum sem níddist á honum, jakkafata manninum á Volkswagen-bifreiðinni, segist hann ekki vita hver sá er eða var. „En ég á endurminningar þar sem ég er að reyna að koma auga á hann. Ef hvítur Folksvagn ók hjá þá hugsaði ég stundum, skyldi þetta vera hann? En bara endrum og sinnum. Þetta hvorki eitraði né skemmdi tilveru mína. Þetta bara var þarna.“ Frásögn Jóhanns má lesa í heild sinni hér neðar. ÞESSI SÁRA ÆSKUMINNING (SEM VIÐ EIGUM ÞVÍ MIÐUR SVO MÖRG) Ég er sex ára. Ég er á fótboltaæfingu í Þrótti. Við æfðum í gamla Hálogalandi Og eins og alltaf þá var ég síðastur í sturtu og síðastur að klæða mig í fötin. Ég þurfti alltaf að tala svo mikið, spjalla við strákana. Svenni, besti vinur minn, beið samt alltaf eftir mér. Svo voru allir farnir. Nema Svenni, sem bara beið, fullklæddur og þolinmóður, á meðan ég þusaði og rétt kominn í nærbuxurnar. Þá kom hann inn. Fullorðinn maður. Í svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. „Eruð þið einir hérna strákar?“ „Já, nei, húsvörðurinn er hérna einhvers staðar.“ „Heyrðu vinur,“ sagði maðurinn í jakkafötunum við Svenna, „farðu aðeins út fyrir, ég ætla að spjalla við vin þinn.“ Og Svenni hlýddi. Í hönd fóru 100 ár. Lengstu augnablik ævi minnar. „Leyfðu mér að hjálpa mér að klæða þig.“ Svo tók maðurinn í svörtu jakkafötunum til við að klæða mig. Hann þreifaði á typpinu á mér og hann þreifaði á rassinum á mér. Hann stakk fingrinum upp í rassinn mér. Hann girti mig upp og hann girti mig niður. Hann klæddi mig úr nærbuxunum og hann klæddi mig í nærbuxurnar. Hann strauk mér alls staðar. Ég missti alla tilfinningu í líkamanum. Hann var alls staðar. Ég vissi að ég var að deyja. Og það tók svo langan tíma. Og það var svo vond lykt af honum. Hættu. Hættu. Hættu. En ég sagði ekki orð. Ég var bara sex ára. 100 árum síðar kom Svenni í dyragættina: „Jói, ertu ekki að koma?“ Það kom fát á svartklædda manninn í jakkafötunum, hann stóð upp frá því sem hann var að gera litlu barni og þusti út. Ég klæddi mig í þögn, og við gengum út, Svenni besti vinur minn og ég. Fyrir utan sat maður í hvítum Volkswagen í svörtum jakkafötum og horfði á okkur. Það er fáránlegt að muna eftir þessu, en sumu man barn bara eftir. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR Ég var á sundnámskeiði í Austurbæjarskóla, hjá Jóni Inga, sem margir af minni kynslóð muna eftir. Með góðum vini. Eftir námskeiðið fórum við niður í Sundhöll, bara til að hanga. Svona eins og 10 ára strákar gera. Hvítur Volkswagen ekur upp að Sundhöllinni. 4 ár verða að 100 árum. Hann stígur út. Og það er svo skrýtið, ég þekkti hann um leið. Hann labbar að okkur. „Eruð þið einir?“ „Já.“ „Komdu aðeins með mér,“ segir hann við vin minn. Vinur minn hlýðir og eltir hann inn í búningsklefann. Ég ákveð að elta. „Nei, þú skalt bíða frammi, vinur.“ Og ég hlýði. Eins og Svenni um árið. Og ég varð svartur í huganum. Í 100 ár. Við þögðum alla leiðina heim í strætó. Ekki eitt orð. Ekki eitt orð í mörg ár. Ekki eitt orð. Svo fórum við drekka brennivín á unglingsárunum. Eitt kvöldið segi ég við vin minn: „Manstu þegar við vorum á sundnámskeiði og maðurinn fór með þig inn í búningsklefann í Sundhöllinni?“ „EF ÞÚ MINNIST Á ÞETTA EINU SINNI ENN ÞÁ DREP ÉG ÞIG!“ Skilaboðin voru skýr og ég ræddi þetta aldrei aftur. Svo liðu árin, ég ræddi atvikið í Hálogalandi einu sinni við Svenna, besta vin minn, og hann sagðist muna þetta eins og gerst hefði í gær. En þar við sat. Þegar ég var 22ja ára kynntist ég yndislegri konu sem síðar varð móðir 2ja eldri barna minna. Eitt það fyrsta sem ég gerði var að segja henni frá þessu. Það fólst í því gríðarleg frelsun, án þess þó að mér fyndist þetta hafa plagað líf mitt gríðarlega, eða ég veit það ekki. Af hverju segi ég frá þessu núna? Ég hef aldrei sett neitt niður á pappír um þetta áður og ég finn núna hvað það er sársaukafullt, ef þetta væri blað en ekki tölvuskjár, þá væri það rennandi blautt í tárum sem ég hef þurrkað úr andlitinu á mér á meðan ég hef hamrað þetta inn. En það er svo oft sem mér finnst að við trúum ekki fólki og það eru svo margir af minni kynslóð og af svo mörgum kynslóðum sem er ekki trúað og það hefur verið níðst á svo mörgum að það er beinlínis skylda mín, og allra þeirra sem hafa mátt þola pínslir og ofbeldi skrímslanna í okkar samfélagi að segja frá því sem við þurftum að þola og upplifa og bera harm okkar í hljóði. Og ég fór alls ekki verst út úr því, en við eigum að segja frá. Mér finnst verst að ég skyldi ekki hafa haft hugrekki til að bera til að segja frá því fyrr. Mér finnst ósegjanlega sárt að segja frá þessu en ég fer inn í nýtt ár með því að rífa plásturinn af þessu sári.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira