Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2023 16:35 Kvöldstund með Heiðari snyrti hefur fengið nýjan titil og heitir nú Lúna. Tyrfingur segir að það eina sem breytt hafi verið sé titillinn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur. Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Það nánast þyrmir yfir Tyrfing þegar hann er inntur eftir því hvað hafi ráðið því að jólaleikrit Borgarleikhússins heitir nú Lúna en það verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. „Þetta hefur verið mjög skrautlegt,“ segir Tyrfingur og dæsir. „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ,“ segir Tyrfingur. Hann segir að þau í leikhúsinu hafi rætt þetta fram og til baka, hvort það væri vert að skipta um titil á verkinu. „En þegar hann lagði þetta til, einhver einn maður úti í bæ sem er í þjáningu með einhverja minningu, þá segir maður bara: Upp með hendur, Séra Gvendur. En kannski er þetta einhver vitleysa í manni,“ segir Tyrfingur. Tyrfingur segir að þau í leikhúsinu hafi verið fegin þegar hann féllst á að skipta um titil en maðurinn hringdi í þau þar. „Leikhúsið má alveg eiga það að það var ekki að skikka mig til eins né neins. Þetta var bara samtal og niðurstaða.“ Tyrfingur segir að aðeins titli verksins hafi verið breytt en engu í sjálfu verkinu, það heiti nú Lúna í höfuðið á annarri aðalpersónunni og það fari ágætlega á því. „Þetta er kannski ekki söluvænn titill enn hann er alveg réttur á verkið. Það er hátungl í verkinu. Það var allt í lagi.“ Þetta er flókið mál. Meðan listirnar eigi auðvitað ekki að taka við skipunum fólks úti í bæ, á misjafnlega gáfulegum forsendum, þá séu þetta breyttir tímar. „Svo getur maður líka dáðst að fólki sem lætur í sér heyra, er ekki eitt að þjást heima hjá sér þannig að þetta er líka heilbrigðismerki,“ segir Tyrfingur.
Leikhús Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira