Lífið

Eurovision-stjörnur á Tenerife um ára­mótin

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife.
Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife.

Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð. 

Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. 

Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu.

Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. 

Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel.

Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin.

Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða.

Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti.

Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er.


Tengdar fréttir

Frægir fundu ástina 2023

Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir.

Ver jólunum í faðmi kærastans

Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum.

Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela

Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.