Hinn ellefu ára gamli Vernharður Ravnaas á sér þann stóra draum að verða fyrsti íslenski ökuþórinn í Formúlu 1, sterkustu mótaröð heims í mótorsporti. Vernharður, oftast kallaður Venni, hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Noregi síðan árið 2019. Þar hefur hann geta æft og keppt í go-kart við frábærar aðstæður. Venni átti góðu gengi að fagna á síðasta tímabili. Þar vann hann tvær síðustu keppnir ársins og varð klúbbmeistari í sínum flokki. Nú taka við tímamót á hans ferli því hann er að fara upp um flokk á næsta tímabili – úr 60cc go-kart bíl upp í 125cc bíl. „Ég var átta ára þegar að ég byrjaði að keyra í go-kart og fann það á þeim tíma um leið að þetta væri íþróttin mín,“ segir Venni. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stundum er maður óheppinn og þá er það nú ekkert gaman en maður verður líka stressaður. Sérstaklega í keppnum ef maður er í fyrsta sæti og að stjórna keppninni nálægt öðrum bílum. En það er líka gaman á sama tíma. Ég er að fara úr 60cc bílum upp í 125 cc bíla. Það verða aflmeiri go-kart bílar og meira skemmtilegt. Ég mun þurfa að æfa mig mikið í þessum flokki en þar mun ég til að mynda taka þátt í Noregsmeistarakeppni á heimabrautinni minni.“ Vernharður Ravnaas á sér stóra drauma og er flottur fulltrúi Íslands á gokart brautinniVísir/Einar „Það sem ég vil gera“ Og æðsta markmið Venna, stóri draumurinn, er sá stærsti sem fyrirfinnst í mótorsport heiminum. Að keppa í Formúlu 1. „Mig langar að verða Formúlu 1 ökuþór. Til þess að það náist þurfum við nú að gera mikið. Við þurfum að keyra og keyra og keyra. Fara upp í Formúlu 4, Formúlu Renault, Formúlu 3 og svo Formúlu 2. Það er það sem að ég vil gera.“ Og Venni fylgist grannt með því sem er að gerast í Formúlu 1. Og á fyrirmynd í mótaröðinni. „Fyrirmyndin mín er Lando Norris, ökumaður McLaren.“ Lando Norris, einn besti ökumaður heims og liðsmaður Formúlu 1 liðs McLarenVísir/Getty Það er stórt markmið að stefna á sæti í Formúlu 1, þar sem 20 bestu ökumenn heims berjast um sigur í hverri keppni. Venni er hins vegar tilbúinn í að leggja á sig vinnuna og gera atlögu að því að ná þessu markmiði. „Ég tilbúinn í að gera allt sem ég þarf til þess.“ Frábært fjölskyldusport Venni á ekki langt að sækja mótorsport bakteríuna líkt og Ragnheiður móðir hans gerði okkur grein fyrir. Ragnheiður Vernharðsdóttir, móðir Venna, segir fjölskylduna styðja þétt við bakið á honum á hans mótorsport ferli.Vísir/Einar „Á unglingsaldri vorum við, og þá sérstaklega pabbi hans Venna, í mótókrossi og road racing. Svo þegar að við fjölskyldan fluttum saman til Noregs vorum við að ákveða saman hvaða leið Venni myndi fara. Við vorum þá að spá í mótókrossi en mömmuhjartað var ekki alveg tilbúið í það á þeim tíma. En þá komumst við að því að það væri hægt að æfa go-kart í Noregi. Við prófuðum að koma honum í það og hann var alveg með tilfinninguna fyrir því frá fyrstu stundu. Fannst þetta geðveikt og því ákváðum við að slá til og byrja.“ Áhugi og draumar er eitt, stuðningur er annað og ekki er annað hægt að segja en að Venni njóti fulls stuðnings fjölskyldu sinnar sem er í þessu með honum af lífi og sál. Og það þrátt fyrir að kostnaðurinn og umstangið í kringum hans mótorsport brölt sé mun meiri en gengur og gerist í öðrum vinsælustu íþróttagreinunum á borð við fótbolta og handbolta. „Jú þetta er rosalega dýr íþrótt. Mikill kostnaður og tími sem fer í bröltið í kringum þetta og ég hef tekið eftir því að margir í kringum okkur skilja ekki alveg af hverju við erum að eyða svona miklum tíma í þetta. En á sama tíma er þetta mikið fjölskyldusport. Við erum öll í þessu saman, hjálpumst öll að. Það er ekki bara Venni sem er að keyra. Hann hefur okkur öll.“ Fjölskylda Venna er með góða styrktaraðila á bakvið sig og pláss er fyrir fleiri að hoppa á þann vagnVísir/Einar „Við erum með nokkra góða styrktaraðila í Noregi á bakvið okkur en þurfum núna aktíft að fara finna nokkra góða styrktaraðila til þess að koma Venna lengra í þessu. Því næsta markmið á dagskrá er að koma honum í keppnir í Bretlandi.“ Venni er með ansi stórt markmið. Að komast í bestu mótaröð í heimi, Formúlu 1. Er það ekki bara hollt fyrir krakka á hans aldri að vera með svona stór markmið? „Algjörlega. Ég held það. Þetta er risastórt markmið og leikur algjörlega á huldu hvort hann nái því eða ekki. En að verða atvinnu akstursíþróttamaður, sama í hvaða formi það verður fyrir hann, það er það sem honum langar að verða. Við gerum bara allt sem í okkar valdi til þess að styðja hann eins mikið og við mögulega getum.“ Noregur Akstursíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti
Hinn ellefu ára gamli Vernharður Ravnaas á sér þann stóra draum að verða fyrsti íslenski ökuþórinn í Formúlu 1, sterkustu mótaröð heims í mótorsporti. Vernharður, oftast kallaður Venni, hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Noregi síðan árið 2019. Þar hefur hann geta æft og keppt í go-kart við frábærar aðstæður. Venni átti góðu gengi að fagna á síðasta tímabili. Þar vann hann tvær síðustu keppnir ársins og varð klúbbmeistari í sínum flokki. Nú taka við tímamót á hans ferli því hann er að fara upp um flokk á næsta tímabili – úr 60cc go-kart bíl upp í 125cc bíl. „Ég var átta ára þegar að ég byrjaði að keyra í go-kart og fann það á þeim tíma um leið að þetta væri íþróttin mín,“ segir Venni. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stundum er maður óheppinn og þá er það nú ekkert gaman en maður verður líka stressaður. Sérstaklega í keppnum ef maður er í fyrsta sæti og að stjórna keppninni nálægt öðrum bílum. En það er líka gaman á sama tíma. Ég er að fara úr 60cc bílum upp í 125 cc bíla. Það verða aflmeiri go-kart bílar og meira skemmtilegt. Ég mun þurfa að æfa mig mikið í þessum flokki en þar mun ég til að mynda taka þátt í Noregsmeistarakeppni á heimabrautinni minni.“ Vernharður Ravnaas á sér stóra drauma og er flottur fulltrúi Íslands á gokart brautinniVísir/Einar „Það sem ég vil gera“ Og æðsta markmið Venna, stóri draumurinn, er sá stærsti sem fyrirfinnst í mótorsport heiminum. Að keppa í Formúlu 1. „Mig langar að verða Formúlu 1 ökuþór. Til þess að það náist þurfum við nú að gera mikið. Við þurfum að keyra og keyra og keyra. Fara upp í Formúlu 4, Formúlu Renault, Formúlu 3 og svo Formúlu 2. Það er það sem að ég vil gera.“ Og Venni fylgist grannt með því sem er að gerast í Formúlu 1. Og á fyrirmynd í mótaröðinni. „Fyrirmyndin mín er Lando Norris, ökumaður McLaren.“ Lando Norris, einn besti ökumaður heims og liðsmaður Formúlu 1 liðs McLarenVísir/Getty Það er stórt markmið að stefna á sæti í Formúlu 1, þar sem 20 bestu ökumenn heims berjast um sigur í hverri keppni. Venni er hins vegar tilbúinn í að leggja á sig vinnuna og gera atlögu að því að ná þessu markmiði. „Ég tilbúinn í að gera allt sem ég þarf til þess.“ Frábært fjölskyldusport Venni á ekki langt að sækja mótorsport bakteríuna líkt og Ragnheiður móðir hans gerði okkur grein fyrir. Ragnheiður Vernharðsdóttir, móðir Venna, segir fjölskylduna styðja þétt við bakið á honum á hans mótorsport ferli.Vísir/Einar „Á unglingsaldri vorum við, og þá sérstaklega pabbi hans Venna, í mótókrossi og road racing. Svo þegar að við fjölskyldan fluttum saman til Noregs vorum við að ákveða saman hvaða leið Venni myndi fara. Við vorum þá að spá í mótókrossi en mömmuhjartað var ekki alveg tilbúið í það á þeim tíma. En þá komumst við að því að það væri hægt að æfa go-kart í Noregi. Við prófuðum að koma honum í það og hann var alveg með tilfinninguna fyrir því frá fyrstu stundu. Fannst þetta geðveikt og því ákváðum við að slá til og byrja.“ Áhugi og draumar er eitt, stuðningur er annað og ekki er annað hægt að segja en að Venni njóti fulls stuðnings fjölskyldu sinnar sem er í þessu með honum af lífi og sál. Og það þrátt fyrir að kostnaðurinn og umstangið í kringum hans mótorsport brölt sé mun meiri en gengur og gerist í öðrum vinsælustu íþróttagreinunum á borð við fótbolta og handbolta. „Jú þetta er rosalega dýr íþrótt. Mikill kostnaður og tími sem fer í bröltið í kringum þetta og ég hef tekið eftir því að margir í kringum okkur skilja ekki alveg af hverju við erum að eyða svona miklum tíma í þetta. En á sama tíma er þetta mikið fjölskyldusport. Við erum öll í þessu saman, hjálpumst öll að. Það er ekki bara Venni sem er að keyra. Hann hefur okkur öll.“ Fjölskylda Venna er með góða styrktaraðila á bakvið sig og pláss er fyrir fleiri að hoppa á þann vagnVísir/Einar „Við erum með nokkra góða styrktaraðila í Noregi á bakvið okkur en þurfum núna aktíft að fara finna nokkra góða styrktaraðila til þess að koma Venna lengra í þessu. Því næsta markmið á dagskrá er að koma honum í keppnir í Bretlandi.“ Venni er með ansi stórt markmið. Að komast í bestu mótaröð í heimi, Formúlu 1. Er það ekki bara hollt fyrir krakka á hans aldri að vera með svona stór markmið? „Algjörlega. Ég held það. Þetta er risastórt markmið og leikur algjörlega á huldu hvort hann nái því eða ekki. En að verða atvinnu akstursíþróttamaður, sama í hvaða formi það verður fyrir hann, það er það sem honum langar að verða. Við gerum bara allt sem í okkar valdi til þess að styðja hann eins mikið og við mögulega getum.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti