Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 09:09 Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira