Innlent

Vaktin: Engin gos­virkni sýni­leg

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hættan á gosopnun í Grindavík er talin minni en áður, þó hún sé enn til staðar.
Hættan á gosopnun í Grindavík er talin minni en áður, þó hún sé enn til staðar. Vísir/Vilhelm

Vísindamenn á flugi yfir gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun sáu enga gosvirkni. Virðist sem slokknað sé í gígum en glóð eru enn sjáanleg í hraunbreiðunni. Enn er þó of snemmt að lýsa yfir goslokum þar sem hraun gæti flætt í lokuðum rásum.

  • Sérfræðingar Veðurstofunnar funda með almannavörnum klukkan 9.30 til að fara yfir stöðuna.
  • Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi klukkan 7. 
  • Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður heimilt að dvelja í bænum frá klukkan 7 til 16.
  • Frá miðnætti hafa 20 skjálftar mælst yfir kvikuganginum, sá stærsti 1,9 stig.
  • Gasmengun mun líklega leggja til suðausturs og út á haf í dag.

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×