Valur felur Friðrik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 11:04 Fyrir framan hnullunginn stóð áður stytta af séra Friðriki. Hún hefur nú verið fjarlægð. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. „Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira