Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 22:02 Tosin Adarabioyo tryggði Fulham sigur í vítaspyrnukeppninni með áttundu spyrnu liðsins. Richard Heathcote/Getty Images Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik. Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik.
Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira