„Það var helvítis högg að heyra það“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 22:30 Jón Guðni Fjóluson er að snúa aftur í íslenska boltann. vísir/Sigurjón „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn