Veltir framboði til forseta fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 15:49 Páll Pálsson er fasteignasali sem gæti vel hugsað sér að verða forseti. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands. Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands.
Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira