Allt í skrúfunni hjá Detroit Pistons sem hefur tapað 22 í röð Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 13:12 Cade Cunningham var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021 Nic Antaya/Getty Images Hvorki gengur né rekur hjá Detroit Pistons í NBA-deildinni þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum 22. leik í röð. Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls. Körfubolti NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls.
Körfubolti NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum