Jarðgerðarvélin sem minnkar úrgang og einfaldar heimilislífið Umbúðagerðin 15. desember 2023 10:57 Reencle jarðgerðarvélin frá Umbúðagerðinni minnkar umfang lífræna úrgangsins sem fellur til á heimilinu um 90% á 24 klukkustundum. Matarafgangar og afskurður er óþrjótandi uppspretta sem þarf að flokka eftir kúnstarinnar reglum. Flokkun heimilissorpsins er auðvitað sjálfssagt mál en getur verið áskorun. Heimili mitt má varla við frekara flækjustigi og í hreinskilni sagt er ekki slegist um að fara út með ruslið, sem er vandamál þegar lífrænu afgangarnir safnast upp með tilheyrandi lykt og mögulega óboðnum gestum. Þegar einhver nefndi „töfratæki“ sem minnkaði magn úrgangs sperrti ég eyrun. Reencle jarðgerðarvélin er sögð brjóta niður umfang lífræna úrgangsins sem fellur til á heimilinu margfalt. Kjöt og fiskur, grænmeti, brauðmeti, ostar, ávextir og fleira lífrænt verður að næringarríkum jarðvegsbæti á aðeins örfáum klukkutímum og ferðunum út með ruslið fækkar svo um munar. Afurðinni má henda í pappírspoka í lífræna hólfið í sorptunnunni eða nota hana í blómabeðin og á pottaplönturnar. Ekki skemmir fyrir að vélin er stílhrein og flott rafmagnsgræja með hreyfiskynjurum og tekur ekki mikið pláss. Það sem meira er, ferlinu á ekki að fylgja nein lykt. Hhægt er að fá vélarnar bæði í hvítu og gráu. Lífrænt niðurbrot án allra aukaefna Reencle jarðgerðarvélin byggir á örverumassa sem þarf að vekja til lífsins svo niðurbrotið verði sem best. Ofan í tunnunni eru spaðar sem snúast rólega og velta massanum. Ferlið er algjörlega lífrænt og engin aukaefni þarf út í vélina. Það getur tekið nokkrar vikur fyrir örverurnar að ná fullri virkni en með því að fylgja leiðbeiningum um fyrstu skref er hægt að setja lífræna afganga í vélina strax á fyrstu dögunum. Fyrsta skrefið til að koma vélinni af stað er að tæma pokann með örverunum sem fylgir, í vélina, ásamt 1.5 lítrum af vatni, setja vélina í samband og láta hana malla í sólarhring. Næstu tvo til þrjá daga er mælt með að mata vélina á einföldum kolvetnum eins og brauði en kolvetnin koma örverunum af stað en að því loknu má segja að jarðgerðin sé hafin í eldhúsinu heima. Þessa dagana er sérstakur kynningarafsláttur af vélinni sem rennur út sunnudaginn 17.desember. Frú Moðgerður flutt inn Fyrstu dagana leið mér og við hefðum fengið gest með viðkvæma meltingu inn á heimilið. Við vorum farin að kalla hana frú Moðgerði okkar á milli og brytjuðum ofan í hana brauðskorpur af fínustu sort. Fyrsta alvöru máltíð Moðgerðar á þriðja degi samanstóð af kaffikorgi og grænmetisafskurði og daginn eftir var það orðið að „engu“. Restin af morgunmatnum fór því óhikað í vélina og svo matarafgangarnir um kvöldið og þannig gekk þetta næstu daga. Vélin tekur við allt að kílói af matarafgöngum á dag. Moðgerður hefur fínustu matarlyst og fer létt með um eitt kíló á dag. Umfangið minnkar um allt að 90% á 24 tímum.Hún vill þó ekki sjá bein, harðar skeljar eða harða kjarna. Eins er gott að brytja niður stærri stykki til að jarðgerðin gangi hraðar. Mjólk, jógúrt, súrmjólk og aðrar blautar mjólkurvörur fara illa í hana. Það blotnar of mikið í massanum og þá getur komið lykt. Moðgerður þægileg í sambúð og ruslaferðum fækkar Frú Moðgerður reyndist hreint ekki með eins viðkvæma meltingu og ég hélt í fyrstu. Ef það kemur fyrir að það blotni um of í massanum er hægt að ýta á „dry“. Þá eykst hitastigið í vélinni og jafnvægi kemst aftur á. Ferlið er lyktarlaust en mögulega getur komið lykt ef blautar mjólkurvörur fara í vélina eða skemmd matvæli sem þegar eru farin lykta. Þá er hægt að ýta á „purify“ sem eykur loftstreymi gegnum kolasíuna. Vélin er alveg hljóðlát en ef það þornar um of í massanum getur heyrst í henni en þá er nóg að bæta smá vatni til að fá raka í massann. Á þessari viku sem Moðgerður hefur gúffað í sig afgöngum heimilisins hefur ekki enn þurft að fara út með lífræna ruslið Lengra komnir í heimilisjarðgerð segja okkur að þess þurfi jafnvel ekki nema tvisvar í mánuð eftir að vélin er komin í fulla virkni! Við erum líka orðin mun meðvitaðri um það sem endar í ruslinu hjá okkur og gætum betur að matarsóun. Jarðvegsbætinn sem Moðgerður framleiðir sjáum við fyrir okkur að safna í pott úti á palli og nota til að koma upp matjurtagarði í vor en áður en það er gert er mikilvægt að hafa í huga að um mjög næringaríka afurð er að ræða sem mikilvægt er að blanda við moldina í ákveðnum hlutföllum áður en hún er notuð. Hægt er að slökkva á bæði hreyfiskynjara og snertiskynjara sem sér um að opna litla lokið þannig að það opnast ekki sjálfkrafa við skynjun eða snertingu. Það gerir það að verkum að ef dýr eða litlir puttar rekast óvart í takkann þá opnast lokið ekki sjálfkrafa. Reencle jarðgerðarvélin verður í Hörpunni um helgina Reencle jarðgerðarvélin er ný vara hjá Umbúðagerðinni og hluti af grænum lausnum fyrirtækisins með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Umbúðagerðin framleiðir umbúðir úr bylgjupappa auk þess að selja jarðgerðarvélar fyrir bæði heimili og fyrirtæki en stærri vélarnar geta tekið frá 20 til 100 kíló af lífrænum úrgangi á dag. Umbúðagerðin tekur þátt í Jólamatarmarkaði Íslands í Hörpunni um helgina og þar verður hægt að kynna sér Reencle jarðgerðarvélina en þessa dagana er sérstakur kynningarafsláttur af vélinni sem rennur út sunnudaginn 17. desember. Markaðurinn hefst á morgun klukkan 11 og stendur til klukkan 17, og einnig á sunnudag. Umhverfismál Hús og heimili Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Flokkun heimilissorpsins er auðvitað sjálfssagt mál en getur verið áskorun. Heimili mitt má varla við frekara flækjustigi og í hreinskilni sagt er ekki slegist um að fara út með ruslið, sem er vandamál þegar lífrænu afgangarnir safnast upp með tilheyrandi lykt og mögulega óboðnum gestum. Þegar einhver nefndi „töfratæki“ sem minnkaði magn úrgangs sperrti ég eyrun. Reencle jarðgerðarvélin er sögð brjóta niður umfang lífræna úrgangsins sem fellur til á heimilinu margfalt. Kjöt og fiskur, grænmeti, brauðmeti, ostar, ávextir og fleira lífrænt verður að næringarríkum jarðvegsbæti á aðeins örfáum klukkutímum og ferðunum út með ruslið fækkar svo um munar. Afurðinni má henda í pappírspoka í lífræna hólfið í sorptunnunni eða nota hana í blómabeðin og á pottaplönturnar. Ekki skemmir fyrir að vélin er stílhrein og flott rafmagnsgræja með hreyfiskynjurum og tekur ekki mikið pláss. Það sem meira er, ferlinu á ekki að fylgja nein lykt. Hhægt er að fá vélarnar bæði í hvítu og gráu. Lífrænt niðurbrot án allra aukaefna Reencle jarðgerðarvélin byggir á örverumassa sem þarf að vekja til lífsins svo niðurbrotið verði sem best. Ofan í tunnunni eru spaðar sem snúast rólega og velta massanum. Ferlið er algjörlega lífrænt og engin aukaefni þarf út í vélina. Það getur tekið nokkrar vikur fyrir örverurnar að ná fullri virkni en með því að fylgja leiðbeiningum um fyrstu skref er hægt að setja lífræna afganga í vélina strax á fyrstu dögunum. Fyrsta skrefið til að koma vélinni af stað er að tæma pokann með örverunum sem fylgir, í vélina, ásamt 1.5 lítrum af vatni, setja vélina í samband og láta hana malla í sólarhring. Næstu tvo til þrjá daga er mælt með að mata vélina á einföldum kolvetnum eins og brauði en kolvetnin koma örverunum af stað en að því loknu má segja að jarðgerðin sé hafin í eldhúsinu heima. Þessa dagana er sérstakur kynningarafsláttur af vélinni sem rennur út sunnudaginn 17.desember. Frú Moðgerður flutt inn Fyrstu dagana leið mér og við hefðum fengið gest með viðkvæma meltingu inn á heimilið. Við vorum farin að kalla hana frú Moðgerði okkar á milli og brytjuðum ofan í hana brauðskorpur af fínustu sort. Fyrsta alvöru máltíð Moðgerðar á þriðja degi samanstóð af kaffikorgi og grænmetisafskurði og daginn eftir var það orðið að „engu“. Restin af morgunmatnum fór því óhikað í vélina og svo matarafgangarnir um kvöldið og þannig gekk þetta næstu daga. Vélin tekur við allt að kílói af matarafgöngum á dag. Moðgerður hefur fínustu matarlyst og fer létt með um eitt kíló á dag. Umfangið minnkar um allt að 90% á 24 tímum.Hún vill þó ekki sjá bein, harðar skeljar eða harða kjarna. Eins er gott að brytja niður stærri stykki til að jarðgerðin gangi hraðar. Mjólk, jógúrt, súrmjólk og aðrar blautar mjólkurvörur fara illa í hana. Það blotnar of mikið í massanum og þá getur komið lykt. Moðgerður þægileg í sambúð og ruslaferðum fækkar Frú Moðgerður reyndist hreint ekki með eins viðkvæma meltingu og ég hélt í fyrstu. Ef það kemur fyrir að það blotni um of í massanum er hægt að ýta á „dry“. Þá eykst hitastigið í vélinni og jafnvægi kemst aftur á. Ferlið er lyktarlaust en mögulega getur komið lykt ef blautar mjólkurvörur fara í vélina eða skemmd matvæli sem þegar eru farin lykta. Þá er hægt að ýta á „purify“ sem eykur loftstreymi gegnum kolasíuna. Vélin er alveg hljóðlát en ef það þornar um of í massanum getur heyrst í henni en þá er nóg að bæta smá vatni til að fá raka í massann. Á þessari viku sem Moðgerður hefur gúffað í sig afgöngum heimilisins hefur ekki enn þurft að fara út með lífræna ruslið Lengra komnir í heimilisjarðgerð segja okkur að þess þurfi jafnvel ekki nema tvisvar í mánuð eftir að vélin er komin í fulla virkni! Við erum líka orðin mun meðvitaðri um það sem endar í ruslinu hjá okkur og gætum betur að matarsóun. Jarðvegsbætinn sem Moðgerður framleiðir sjáum við fyrir okkur að safna í pott úti á palli og nota til að koma upp matjurtagarði í vor en áður en það er gert er mikilvægt að hafa í huga að um mjög næringaríka afurð er að ræða sem mikilvægt er að blanda við moldina í ákveðnum hlutföllum áður en hún er notuð. Hægt er að slökkva á bæði hreyfiskynjara og snertiskynjara sem sér um að opna litla lokið þannig að það opnast ekki sjálfkrafa við skynjun eða snertingu. Það gerir það að verkum að ef dýr eða litlir puttar rekast óvart í takkann þá opnast lokið ekki sjálfkrafa. Reencle jarðgerðarvélin verður í Hörpunni um helgina Reencle jarðgerðarvélin er ný vara hjá Umbúðagerðinni og hluti af grænum lausnum fyrirtækisins með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Umbúðagerðin framleiðir umbúðir úr bylgjupappa auk þess að selja jarðgerðarvélar fyrir bæði heimili og fyrirtæki en stærri vélarnar geta tekið frá 20 til 100 kíló af lífrænum úrgangi á dag. Umbúðagerðin tekur þátt í Jólamatarmarkaði Íslands í Hörpunni um helgina og þar verður hægt að kynna sér Reencle jarðgerðarvélina en þessa dagana er sérstakur kynningarafsláttur af vélinni sem rennur út sunnudaginn 17. desember. Markaðurinn hefst á morgun klukkan 11 og stendur til klukkan 17, og einnig á sunnudag.
Umhverfismál Hús og heimili Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira