Heims um ból, friðsælt skjól Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 14. desember 2023 19:01 Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við. Við viljum ala upp í þeim sterka rödd, rödd sem talar gegn óréttlæti og hjálpar vinum sínum þegar þeim er strítt í skólanum. Við viljum að þau standi fast í lappirnar og segi frá, hendi þau eitthvað, eða verði þau vitni að eitthverju sem ekki er rétt. Þann 8. desember 2023 sáum við fullorðna fólkið beita þessari aðferð, beita friðsamlegri og ofbeldislausri tjáningu til þess að benda á það sem ekki er rétt. Um hádegisbilið átti að fara fram viðburður í Veröld, húsi Vigdísar sem haldinn var til heiðurs 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Við byrjun fundar var tilkynnt að Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra sem flytja átti opnunarávarp hefði forfallast, og féll það í skaut Bjarna Benediktssonar nýs Utanríkismálaráðherra að flytja opnunarávarpið. Gekk hann upp í pontu, en við það stóð hópur fólks upp með borða þar sem á stóð "Stjórnmálaslit og viðskiptabann á Ísrael". Í kjölfarið gekk að honum kona og sáldraði yfir Bjarna Benediktsson rauðu glimmeri. Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið rætt um mótmælin, er þetta árás? Þarf að auka löggæslu yfir ráðamönnum þjóðarinnar? Þurfa ráðamenn þjóðarinnar lífverði? Glimmeri var sáldrað yfir utanríkisráðherra Íslands, ræða var lesin upp og mótmælendur héldu kyrru fyrir í sætum sínum með uppréttar rauðmálaðar hendur. Bjarni Benediktsson gekk út. Fegurðin bar kappið ofurliði. Ég flutti heim til Íslands fyrir viku síðan. Frá mínum bæjardyrum séð voru þessi mótmæli eins og að fá knús sem sagði velkomin heim í friðsæla skjólið. Hér er rétturinn til mótmæla virtur og virkur, hér notum við orð, list og glimmer - höfum hátt og krefjumst réttar fyrir þau sem minna mega sín. Hátt og skýrt. Friðsamlega og ofbeldislaust. Við búum í það friðsælu landi að hér er að fara fram alvarleg umræða um það hvort auka þurfi löggæslu yfir ráðamönnum vegna friðsælla mótmæla. Líkt og fjallað var um fyrr í dag er málið komið á borð héraðssaksóknara. Að sjálfsögðu fagna ég allri umræðu um öryggi okkar allra og telji fagaðilar það að hér sé um raunverulega ógn að ræða þá trúi ég og treysti ég þeim til að taka faglega ákvörðun. En minna skal á það að það er allt í lagi og í raun og veru einkennismerki heilbrigðs lýðræðis að ráðamenn þess séu gagnrýndir fyrir ákvarðanir sínar í embætti og þau krafin um rökstuðning. Það er ekki slæmt. Við verðum ávallt að standa vörð okkar um rétt til þess að gagnrýna ráðamenn okkar. Friðsamlega og ofbeldislaust, því jú - þegar farið er um öll heimsins ból þá er á Íslandi hið friðsælasta skjól. Höfundur er starfsmaður Aurora Foundation í Síerra Leóne. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir From Hope to Heartbreak: Sameer and Yazan's Dreams in Peril In a world filled with complexities, where borders blur and humanity stands at a crossroads, the fate of two young souls, Sameer (12) and Yazan (14), hangs in the balance. Their story is one of resilience, hope, and the pursuit of a better life, but the Icelandic Directorate of Immigration threatens to shatter their dreams by deporting them to Greece. 10. desember 2023 11:31 The Cost of Inconsistency The unfolding tragedy in Gaza is undeniably heart-wrenching. Our hearts go out to the Palestinians who have lost their lives during Israel's recent invasion. 18. október 2023 10:01 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við. Við viljum ala upp í þeim sterka rödd, rödd sem talar gegn óréttlæti og hjálpar vinum sínum þegar þeim er strítt í skólanum. Við viljum að þau standi fast í lappirnar og segi frá, hendi þau eitthvað, eða verði þau vitni að eitthverju sem ekki er rétt. Þann 8. desember 2023 sáum við fullorðna fólkið beita þessari aðferð, beita friðsamlegri og ofbeldislausri tjáningu til þess að benda á það sem ekki er rétt. Um hádegisbilið átti að fara fram viðburður í Veröld, húsi Vigdísar sem haldinn var til heiðurs 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Við byrjun fundar var tilkynnt að Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra sem flytja átti opnunarávarp hefði forfallast, og féll það í skaut Bjarna Benediktssonar nýs Utanríkismálaráðherra að flytja opnunarávarpið. Gekk hann upp í pontu, en við það stóð hópur fólks upp með borða þar sem á stóð "Stjórnmálaslit og viðskiptabann á Ísrael". Í kjölfarið gekk að honum kona og sáldraði yfir Bjarna Benediktsson rauðu glimmeri. Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið rætt um mótmælin, er þetta árás? Þarf að auka löggæslu yfir ráðamönnum þjóðarinnar? Þurfa ráðamenn þjóðarinnar lífverði? Glimmeri var sáldrað yfir utanríkisráðherra Íslands, ræða var lesin upp og mótmælendur héldu kyrru fyrir í sætum sínum með uppréttar rauðmálaðar hendur. Bjarni Benediktsson gekk út. Fegurðin bar kappið ofurliði. Ég flutti heim til Íslands fyrir viku síðan. Frá mínum bæjardyrum séð voru þessi mótmæli eins og að fá knús sem sagði velkomin heim í friðsæla skjólið. Hér er rétturinn til mótmæla virtur og virkur, hér notum við orð, list og glimmer - höfum hátt og krefjumst réttar fyrir þau sem minna mega sín. Hátt og skýrt. Friðsamlega og ofbeldislaust. Við búum í það friðsælu landi að hér er að fara fram alvarleg umræða um það hvort auka þurfi löggæslu yfir ráðamönnum vegna friðsælla mótmæla. Líkt og fjallað var um fyrr í dag er málið komið á borð héraðssaksóknara. Að sjálfsögðu fagna ég allri umræðu um öryggi okkar allra og telji fagaðilar það að hér sé um raunverulega ógn að ræða þá trúi ég og treysti ég þeim til að taka faglega ákvörðun. En minna skal á það að það er allt í lagi og í raun og veru einkennismerki heilbrigðs lýðræðis að ráðamenn þess séu gagnrýndir fyrir ákvarðanir sínar í embætti og þau krafin um rökstuðning. Það er ekki slæmt. Við verðum ávallt að standa vörð okkar um rétt til þess að gagnrýna ráðamenn okkar. Friðsamlega og ofbeldislaust, því jú - þegar farið er um öll heimsins ból þá er á Íslandi hið friðsælasta skjól. Höfundur er starfsmaður Aurora Foundation í Síerra Leóne.
From Hope to Heartbreak: Sameer and Yazan's Dreams in Peril In a world filled with complexities, where borders blur and humanity stands at a crossroads, the fate of two young souls, Sameer (12) and Yazan (14), hangs in the balance. Their story is one of resilience, hope, and the pursuit of a better life, but the Icelandic Directorate of Immigration threatens to shatter their dreams by deporting them to Greece. 10. desember 2023 11:31
The Cost of Inconsistency The unfolding tragedy in Gaza is undeniably heart-wrenching. Our hearts go out to the Palestinians who have lost their lives during Israel's recent invasion. 18. október 2023 10:01
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar