Sjáðu dramatíkina í dauðariðlinum og fleiri mörk úr Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:01 Alessandro Florenzi og félagar í AC Milan fögnuðu sigri í leiklok í Newcastle en komust samt bara í Evrópudeildina því PSG náði í stig í Þýskalandi. Getty/Michael Steele Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og nú er endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin, hvaða lið enduðu í Evrópudeildinni og hvaða lið þurfa ekki að gera ráð fyrir neinum Evrópuleikjum eftir áramót. Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira