„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 09:01 Auður Íris Ólafsdóttir var leikmaður Stjörnunnar áður en hún tók við liðinu 2021. vísir/hulda margrét Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira
Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin Sjá meira