Sagði frið ekki nást án réttlætis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 12:53 Frá tvíhliða fundi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Osló í morgun. EPA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Þetta sagði Katrín á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtoga Norðurlandanna og Volodomír Selenskí Úkraínuforseta í Osló um hádegisbil í dag. Katrín þakkaði Selenskí sérstaklega fyrir að taka sér tíma til að hitta leiðtogana. Hún sagði fundurinn í morgun hafa verið merkingarmikinn þar sem mikilvægt væri að árétta stuðning Norðurlandanna í garð Úkraínu. Frá blaðamannafundinum í hádeginu. EPA Forsætisráðherra sagði ennfremur að unnið sé að því núna að finna út úr því hvernig Ísland muni styðja við Úkraínu á næsta ári og á næstu árum. Eðli málsins samkvæmt verði sá stuðningur borgaralegur og pólitískur alls staðar þar sem því verður komið við. Hún rifjaði upp að færanlegt sjúkrahús sem íslensk stjórnvöld hafi fært Úkraínumönnum að gjöf hafi nú verið tekið í notkun. Þá hafi verið verið ánægjulegt að sjá framvinduna þegar kemur að þeirri tjónaskrá sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Að koma á tjónaskrá var ein helsta niðurstaða leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík í maí. Katrín tók í morgun þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí, en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Órofa stuðningur Á fundinum var rætt um áframhaldandi órofa stuðning Norðurlandanna við Úkraínu, en í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins er einnig lögð áhersla á að Rússar verði dregnir til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu. „Norðurlöndin lýsa yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Úkraínu sem byggir á réttlátum og varanlegum friði og munu áfram vinna á alþjóðavettvangi að framgangi áætlunarinnar. Þá segir í yfirlýsingunni að framtíð Úkraínu liggi í hópi lýðræðisríkja Evrópu og að Norðurlöndin muni áfram styðja Úkraínu á leið sinni að aðild að Atlantshafsbandalaginu,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Stjr Frekari tækifæri til samstarfs Forsætisráðherra átti einnig tvíhliða fund með Úkraínuforseta þar sem þau ræddu meðal annars stuðning Íslands við Úkraínu og frekari tækifæri til og samstafs. „Stuðningur Íslands hefur fyrst og fremst verið veittur í gegnum alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og Atlantshafsbandalagið og tengst mannúðarmálum, efnahagsaðstoð og varnaraðstoð. Ísland styður einnig við sérstök verkefni á borð við „Grain from Ukraine“ sem snýst um að koma korni frá Úkraínu til Afríkuríkja og alþjóðabandalag um endurheimt úkraínskra barna. Þá ræddu Katrín og Zelensky um tjónaskrána sem komið var á fót á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí sl. en góður gangur hefur verið í því verkefni. Róbert Spanó, fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, var kjörinn formaður stjórnar verkefnisins í vikunni. Loks átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Þar ræddu ráðherrarnir um málefni Úkraínu, stöðu mála á Gasa og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins um leiðtogafundinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44 Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrarnir ræða við blaðamenn í Osló Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundar með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna í Osló í dag. 13. desember 2023 11:44
Selenskí á leiðtogafundi Norðurlandanna í Osló Volodómír Selenskí Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Noregs í morgun en hann hefur síðustu daga verið í Bandaríkjunum til að afla Úkraínu stuðnings í stríðinu gegn Rússum. 13. desember 2023 07:26