Jói Kalli: Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Bruno Fernandes svekkelsið uppmálað eftir tap Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Getty/Michael Steele Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina. United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
United endaði í neðsta sæti síns riðils, vann aðeins einn af sex leikjum sínum og fékk á sig fimmtán mörk. Sérfræðingarnir Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu gengi Manchester United í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmessunni i gærkvöldi. Inn í hvað er hann að versla „Ef þú ert með svona klúbbstrúktur eins og virðist vera hjá Manchester United, að það að fá til sín leikmenn, hvernig leikmenn og hvaða leikmenn, liggi á herðum framkvæmdastjórans þá ertu i dag í ákveðnum vandræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Inn í hvað er hann að versla? Við vorum að tala um það áðan að við vissum ekki hvernig þeir vildu verjast. Það er líka erfitt að sjá hvernig þeir vilja sækja. Leikstíll og liðsbragur á liðinu er voðalega lítill,“ sagði Ólafur. „Honum er vorkunn af því að hann tekur leikmenn sem hann þekkir og vonast til þess að þeir muni ganga með honum veginn. Þeir leikmenn hafa engan veginn verið að passa inn í þetta og það hefur molnað úr þessu hægt og bítandi,“ sagði Ólafur. „Núna erum við að tala um Ten Hag en við erum búnir að tala um framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra eftir framkvæmdastjóra í svo mörg ár. Þetta hefur lítið skánað,“ sagði Ólafur. „Var United að detta út úr Meistaradeildinni á þessum leik í kvöld? Nei, því þetta er búið að vera svona nánast í gegnum alla riðlakeppnina hjá þeim. Þeir eiga ekkert meira skilið með þessari frammistöðu,“ sagði Ólafur. Farið að falla á vörumerkið Manchester United „Manchester United er vörumerki og hefur verið þekkt fyrir ákveðna hluti. Þetta vörumerki, glorían sem hefur verið yfir Manchester United, það er farið að falla ansi mikið á hana,“ sagði Ólafur. Manchester United mætir Liverpool í næsta leik í ensku úrvalsdeildinni. „Bruno (Fernandes) ákvað að henda gulu spjaldi á sig í síðasta leik í deildinni. Það er enginn sem þorir. Maður getur kannski skilið að leikmenn United þori ekki að fara á Anfield að spila miðað við það sem á undan er gengið. Ég skil það alveg, það er ósköp eðlilegt,“ sagði Jóhannes Karl. „Hræðilegt fyrir stuðningsmenn United að fylgjast með þessu núna,“ sagði Jóhannes. Þeir svöruðu líka spurningunni um það hvort að Erik ten Hag endist út tímabilið sem knattspyrnustjóri Manchester United. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmessan um Manchester United
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira