Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 12. desember 2023 20:52 Birgir segir verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra hafa skapað mikla röskun. Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku að öllu óbreyttu. Vísir/Arnar Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“ Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn klukkan tvö. Því er ljóst að fyrirhuguð vinnustöðvun mun taka gildi snemma á fimmtudagsmorgun. Fréttamaður náði tali af Birgi Jónssyni forstjóra Play í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir verkfallsaðgerðirnar hafa skapað mikla röskun fyrir félagið og farþega þess. „Þó að við höfum reynt að gera alls konar breytingar og æfingar til þess að koma deginum í þolanlegt form þá var þetta mjög erfiður dagur. Og við erum að vinna úr því enn sem stendur,“ segir Birgir. Auk aðgerða fimmtudagsins hafa flugumferðarstjórar boðað verkfallsaðgerðir tvo daga í næstu viku. Birgir segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar vegna þess, líkt og fyrri daginn. „Við erum að færa til brottfarir og seinka flugum, og gefa fólki alls konar möguleika á því að færa til flugin sín og fá endurgreitt,“ segir Birgir. Hann segir aðgerðirnar koma til með að skapa mikla röskun, sér í lagi nú í aðdraganda jóla. „Hér er fólk að koma heim, námsmenn að koma heim eftir langa dvöl og fólk að fara í jólafrí og hitt og þetta. Þetta á að vera tími þar sem það er gleði og eftirvænting í loftinu en þetta er bara mjög erfitt og súrt ástand.“ Náið þið að láta þetta ganga upp skipti eftir skipti? „Við reynum það og vonum það og það ber að þakka þessu frábæra samstarfsfólki mínu sem er að láta það gerast. En það er auðvitað ekki gott að hugsa til þess að þetta verði nokkrir dagar í viðbót á þessum háannatíma. Það er mjög slæmt.“ Birgir segir eðlilegt að stjórnvöld skoði að beita sér í deilunni. „Það er furðulegt að svona lítill hópur og lítil stétt geti sett allt þetta úr skorðum. Ferðaþjónustan má ekki við þessu núna,“ segir Birgir. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa haft áhrif á eftirspurn. „Og Ísland sem ferðaþjónustuland almennt séð má ekki við svona höggi.“ Viljið þið þá að það verði sett lög á verkfallið? „Ég er nú ekki sérfróður um það en mér finnst alla vega mjög eðlilegt að beina þeim tilmælum til þessara aðila. Þetta er bara mjög alvarlegt mál og stjórnvöld ættu að skoða það mjög vel finnst mér.“ Að stíga inn í deiluna? „Já, mér finnst það.“
Play Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira