Forstjóri rekinn og skoðað hvort slíta eigi samstarfi við Eimskip Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2023 22:20 Verner Hammeken, þá forstjóri Royal Arctic Line, í viðtali við Stöð 2 í Nuuk árið 2017. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Royal Arctic Line, er í ólgusjó. Forstjóri félagsins undanfarin átta ár, Verner Hammeken, var látinn taka pokann sinn og landsstjórnin hefur ákveðið að endurskoða alla starfsemi félagsins, þar á meðal siglingasamstarf þess við Eimskip um Ísland. Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq skýrði frá því í lok september að dagar Verners Hammeken sem forstjóra væru taldir. Aðeins væri spurning um hvort honum yrði sagt upp eða hvort komist yrði að „gagnkvæmu samkomulagi“ um starfslok. Sama dag staðfesti stjórn félagsins brotthvarf forstjórans og gaf þessa skýringu: „Núna þarf nýja stjórnunarhæfileika til að festa daglegan rekstur rækilega í sessi á öllum stigum félagsins og hefur stjórnin því gert samkomulag við Verner Hammeken um að hann hætti sem forstjóri.“ Einum af framkvæmdastjórum félagsins var til bráðabirgða falið að stýra félaginu þar til nýr forstjóri væri fundinn. Verner Hammeken, fyrrverandi forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu skipafélagsins í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Í frétt Sermitsiaq var rakið að miklar breytingar sem Verner Hammeken hefði gert á starfseminni hefðu sætt harðri gagnrýni úr viðskiptalífi Grænlands. Stjórnendur ýmissa fyrirtækja teldu breytingarnar ekki hafa leitt til úrbóta fyrir grænlensk fyrirtæki heldur þvert á móti. Nefnt var að skipafélagið hefði flutt starfsemi sína í Danmörku frá Álaborg til Árósa og tekið upp sameiginlegar siglingar með íslenska skipafélaginu Eimskip á Atlantshafsleiðinni. Í beinni fréttaútsendingu Stöðvar 2 frá Nuuk í ársbyrjun 2017 var rætt við forstjóra Royal Arctic Line um samstarfið við Eimskip og Íslendinga: Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hefur núna upplýst að utanaðkomandi endurskoðunarfyrirtæki, PwC, hafi verið fengið til að gera áreiðanleikakönnun um fjárhag félagsins og ýmsa samninga. Það sé gert til að fyrirbyggja hugsanlegt tap, sem gæti orðið landssjóði Grænlands dýrt. „Við hljótum að geta velt við hverjum steini í fyrirtækinu þannig að við, ef þörf krefur, getum brugðist við í tæka tíð. Það hefur verið fjöldi viðvörunarljósa sem gefa til kynna vanda og því er nauðsynlegt að bregðast við tímanlega,“ segir Egede í viðtali við Sermitsiaq í fyrradag. Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands.EPA/Christian Klindt Soelbeck Hann bendir meðal annars á stóra skuldaliði Royal Arctic Line og gefur í skyn að óvissa gæti skapast um greiðslugetu félagsins. Brýnt sé að bregðast við af ábyrgð til að afstýra slíkri hættu. Auk áreiðanleikakönnunar á að skoða einkaleyfi Royal Arctic Line á skipaflutningum til Grænlands en einnig siglingasamninginn við Eimskip. Segir Egede að mikil vinna sé framundan, sem ekki verði lokið á skömmum tíma. Flaggskip Grænlendinga, Tukuma Arctica, er systurskip Dettifoss og Brúarfoss, stærstu skipa Eimskips. Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust sumarið 2020.Sigurjón Ólason Hann vill þó ekki ræða um hvort samstarfið við Eimskip hafi verið góð eða slæm hugmynd né hvort betra sé fyrir grænlenska skipafélagið að slíta því samstarfi og standa á eigin fótum. Bætir Sermitsiaq við þeirri athugasemd að gagnrýnisraddir hafi ítrekað bent á að það sé Eimskip sem hafi úrslitaorðið þegar ákveða eigi siglingaáætlanir sem grænlensk fyrirtæki hafi ekki getað nýtt sér sem skyldi. Í viðtalinu er Múte B. Egede spurður um hvort grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í rekstri Royal Arctic Line: „Nei, það er ekki upphafið að ferlinu,“ svarar forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá þegar samsiglingar Eimskips og Royal Arctic Line hófust með komu nýsmíðaðs skips Grænlendinga til Íslands sumarið 2020: Stöð 2 fjallaði fyrst um siglingasamstarf Íslendinga og Grænlendinga haustið 2016 í þessari frétt: Grænland Eimskip Skipaflutningar Danmörk Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands. 15. febrúar 2023 13:44 Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq skýrði frá því í lok september að dagar Verners Hammeken sem forstjóra væru taldir. Aðeins væri spurning um hvort honum yrði sagt upp eða hvort komist yrði að „gagnkvæmu samkomulagi“ um starfslok. Sama dag staðfesti stjórn félagsins brotthvarf forstjórans og gaf þessa skýringu: „Núna þarf nýja stjórnunarhæfileika til að festa daglegan rekstur rækilega í sessi á öllum stigum félagsins og hefur stjórnin því gert samkomulag við Verner Hammeken um að hann hætti sem forstjóri.“ Einum af framkvæmdastjórum félagsins var til bráðabirgða falið að stýra félaginu þar til nýr forstjóri væri fundinn. Verner Hammeken, fyrrverandi forstjóri Royal Arctic Line, á skrifstofu skipafélagsins í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Í frétt Sermitsiaq var rakið að miklar breytingar sem Verner Hammeken hefði gert á starfseminni hefðu sætt harðri gagnrýni úr viðskiptalífi Grænlands. Stjórnendur ýmissa fyrirtækja teldu breytingarnar ekki hafa leitt til úrbóta fyrir grænlensk fyrirtæki heldur þvert á móti. Nefnt var að skipafélagið hefði flutt starfsemi sína í Danmörku frá Álaborg til Árósa og tekið upp sameiginlegar siglingar með íslenska skipafélaginu Eimskip á Atlantshafsleiðinni. Í beinni fréttaútsendingu Stöðvar 2 frá Nuuk í ársbyrjun 2017 var rætt við forstjóra Royal Arctic Line um samstarfið við Eimskip og Íslendinga: Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hefur núna upplýst að utanaðkomandi endurskoðunarfyrirtæki, PwC, hafi verið fengið til að gera áreiðanleikakönnun um fjárhag félagsins og ýmsa samninga. Það sé gert til að fyrirbyggja hugsanlegt tap, sem gæti orðið landssjóði Grænlands dýrt. „Við hljótum að geta velt við hverjum steini í fyrirtækinu þannig að við, ef þörf krefur, getum brugðist við í tæka tíð. Það hefur verið fjöldi viðvörunarljósa sem gefa til kynna vanda og því er nauðsynlegt að bregðast við tímanlega,“ segir Egede í viðtali við Sermitsiaq í fyrradag. Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands.EPA/Christian Klindt Soelbeck Hann bendir meðal annars á stóra skuldaliði Royal Arctic Line og gefur í skyn að óvissa gæti skapast um greiðslugetu félagsins. Brýnt sé að bregðast við af ábyrgð til að afstýra slíkri hættu. Auk áreiðanleikakönnunar á að skoða einkaleyfi Royal Arctic Line á skipaflutningum til Grænlands en einnig siglingasamninginn við Eimskip. Segir Egede að mikil vinna sé framundan, sem ekki verði lokið á skömmum tíma. Flaggskip Grænlendinga, Tukuma Arctica, er systurskip Dettifoss og Brúarfoss, stærstu skipa Eimskips. Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust sumarið 2020.Sigurjón Ólason Hann vill þó ekki ræða um hvort samstarfið við Eimskip hafi verið góð eða slæm hugmynd né hvort betra sé fyrir grænlenska skipafélagið að slíta því samstarfi og standa á eigin fótum. Bætir Sermitsiaq við þeirri athugasemd að gagnrýnisraddir hafi ítrekað bent á að það sé Eimskip sem hafi úrslitaorðið þegar ákveða eigi siglingaáætlanir sem grænlensk fyrirtæki hafi ekki getað nýtt sér sem skyldi. Í viðtalinu er Múte B. Egede spurður um hvort grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í rekstri Royal Arctic Line: „Nei, það er ekki upphafið að ferlinu,“ svarar forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá þegar samsiglingar Eimskips og Royal Arctic Line hófust með komu nýsmíðaðs skips Grænlendinga til Íslands sumarið 2020: Stöð 2 fjallaði fyrst um siglingasamstarf Íslendinga og Grænlendinga haustið 2016 í þessari frétt:
Grænland Eimskip Skipaflutningar Danmörk Tengdar fréttir Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52 Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands. 15. febrúar 2023 13:44 Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36 Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu. 13. október 2022 12:52
Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands. 15. febrúar 2023 13:44
Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. 23. júní 2020 20:36
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15