Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 13:20 Kristján Einar og Hafdís verða að líkindum rúntandi á Porsche hér heima næstu vikur og mánuði. Svo stendur til að flytja til útlanda. Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. Myndband sem fangar augnablikið sem segja má að „allir“ séu að tala um hefur fengið sextán þúsund áhorf á TikTok og fjallað hefur verið um gjöfina í fjölmiðlum. Margir klóra sér í kollinum yfir gjöfinni sem skilur jafnvel milljón í jólabónus hjá App Dynamic eftir í rykinu. Og þó, þar starfa tíu starfsmenn. En sem persónuleg gjöf þá eru líklega aðeins topparnir í Tekjublaðinu sem eiga eitthvað í Kristján Einar, betur þekktur sem Kleini. Getur einhver sett upp Excel-skjal? Gjöfin hefur vakið upp fjölmargar spurningar. Meðal þeirra sem velta gjöfinni fyrir sér er handritshöfundurinn og uppistandarinn Dóri DNA. „Getur einhver sett upp excel real quick sem útskýrir hvernig Kleini getur gefið Porsche í jólagjöf,“ segir Dóri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hafdís Björk starfar sem einkaþjálfari og Kristján Einar hefur starfað sem sjómaður. Getur einhver sett upp excel real quick sem útskýrir hvernig Kleini getur gefið Porsche í jólagjöf.— Halldór Halldórsson (@doridna) December 11, 2023 Meðal þess sem fólk veltir fyrir sér er hvort Porsche-inn sé nýr eða notaður. Eðli máls samkvæmt getur munað milljónum króna á verði bíls hvort hann sé notaður eða ekki. Þá hefur myndbandið vakið mikla athygli þar sem Kleini kemur sinni heittelskuðu á óvart og nýtur til þess aðstoðar þriðja aðila sem tekur allt saman upp á síma sinn. Kleini heldur höndum fyrir augu Hafdísar og lætur eins og hann hafi fundið Crocs skó í réttum lit fyrir ástina sína, eitthvað sem Hafdísi líst ekkert á. Uppákomuna má sjá hér að neðan. Kleini grínast með að gulir Crocs-skórnir passi vel við Mözduna hennar Hafdísar en segist svo vera með aðra gjöf handa henni. Hann snýr Hafdísi við, þar sem þau standa á grasinu við göngustíginn nærri Nauthólsvík, og við blasir dökkur jeppi skreyttur blöðrum. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Við taka kossar áður en Hafdís vippar sér upp í bílinn. Búið er að hylja bílnúmerið á Porsche-num svo forvitnir geta ekki flett upp árgerð bílsins. Hver var atburðarásin? Viðbrögðin á TikTok eru misjöfn. Allt frá „kærasti ársins“ yfir í „sýndarmennska“. Sitt sýnist hverjum. Guðni Hilmar Halldórsson, klippari hjá Saga Film, er meðal þeirra sem velta atburðarásinni fyrir sér á Facebook. Hann: Elskan, koddu út í fjöru þarf að syna þér soldið. Hún: Ok. er það þessi Porsche sem er hérna með borðum og blöðrum. Hann: Nei nei nei. alls ekki..snúðu bara baki í hann á meðan félagi minn myndar smá surprise. Hún: Á hann þennan Porsche með borðunum og blöðrunni Hann: Nei, nei, þessi Porsche er bara lagður herna af engri sérstakri ástæðu Hún: Ok, á ég þá að snúa baki í þennan Porche Hann: Já..tilbúinnn Hún: Já.... Hann: Surprise !!!!!! Dæmi um vel með farinn Porsche sem auglýstur var til sölu á Facebook. Sá var metinn á rúmar sex milljónir króna en allt að 90 prósent lán í boði. Glænýr Porsche gæti kostað á þriðja tug milljóna. Kristján Einar, sem skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem kærasti tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur árið 2020, tjáði DV að von væri á endurkomu hans á samfélagsmiðla eftir nokkurra mánaða fjarveru. „Mér hefur gengið vel í þeim markmiðum og verkefnum sem ég setti mér fyrir hendur á þessum síðustu fimm mánuðum, ótrúlegt hverju hægt er að áorka þegar sett er í réttann gír og harkað í átt að því sem maður vill frá lífinu. En varðandi samfélagsmiðla þá er ég langt kominn en ég þarf fókusinn örlítið lengur til að fullkomna allt! Svo.. Ég er ekki kominn aftur á samfélagsmiðla en það er fjandi stutt í það,“ sagði hann. Kristján Einar hefur verið í samfélagsmiðlapásu frá því í apríl og Hafdís Björk bættist í hópinn í nóvember. „Lífið þessa dagana. Verð lítið sem ekkert virk hérna næstu vikur enda náum við varla að taka pissupásur frá verkefnum dagsins með stórfjölskyldunni okkar! En markmiðin eru skýr og verkefnin stór svo við höldum áfram að takmarka áreitið, samfélagsmiðla og óþarfa tímaþjófa. Verð þó ennþá með fb og símann opinn og við látum vita af okkur inn á milli svo hægt sé nú að smjatta á einhverju enda ömurlegt að geta ekki búið til slúður út frá engum fréttum. Viðurkenni að það er búið að vera svakalega frelsandi að sleppa tökunum á samfélagsmiðlum og langar að hvetja aðra til þess! Þar til næst,“ skrifaði Hafdís Björk fyrir þremur vikum. Sagði ósatt í viðtali Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á rúmu ári síðan Kristján Einar lauk afplánun í fangelsi í Málaga á Spáni fyrir ofbeldisfullt rán í apríl 2022. Hann sagðist í viðtali á Vísi við heimkomuna í nóvember hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast. Heimildin komst yfir eintak af dómnum yfir Kristjáni Einari þar sem kom fram að hann hefði ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og féll dómur um miðjan nóvember í fyrra, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Þegar þangað kom fór hann í viðtal við fjölmarga miðla þar sem lýsingar hans á verunni í fangelsinu voru með nokkrum ólíkindum. Gróft ofbeldi og nauðganir hefðu verið daglegt brauð. „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ sagði Kristján. Eftir umfjöllun Heimildarinnar steig Kristján Einar fram á Instagram og viðurkenndi að hafa farið með ósannindi í viðtölum um fangelsisvistinga. Hann hefði ekki verið tilbúinn að viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum sér. „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því,“ sagði Kristján Einar á Instagram í apríl. Komast í burtu frá áreitinu Nokkrum vikum fyrr, á meðan Kristján Einar var í meðferð í Krýsuvík, greindi Smartland Morgunblaðsins frá því að Hafdís og Kristján Einar væru byrjuð saman. Hafdís er einkaþjálfari og getið sér gott orð í fitnessheiminum. Í hönd fór töluvert fjölmiðlafár þar sem Hafdís og Kristján Einar sóru af sér sambandið og sögðust ekkert annað en vinir. Smartlandið færi með fleipur. Marta María Winkel, ritstjóri Smartlandsins, hafnaði því að hafa farið með rangt mál. Hafdís hefði staðfest við hana að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent Mörtu myndir af þeim til að nota með frétt. Síðan virðist ástin hafa blómstrað hjá parinu sem trúlofaðist í lok sumars. Þau fóru í viðtal við Heilsublað Morgunblaðsins í ágúst þar sem þau sögðust huga vel að andlegu hliðinni meðal annars með því að fara tvö ein í ferð á húsbíl. Þau stefndu að því að flytja til útlanda árið 2024. Erlendis sleppi þau nefnilega við áreitið sem fylgi lífinu á Íslandi. „Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í búðina. Áður en ég kynntist honum fór ég ekki í búðina fyrr en korter í lokun en eftir að ég byrjaði með honum snarversnaði það,“ sagði Hafdís í viðtalinu. Jól Samfélagsmiðlar Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Myndband sem fangar augnablikið sem segja má að „allir“ séu að tala um hefur fengið sextán þúsund áhorf á TikTok og fjallað hefur verið um gjöfina í fjölmiðlum. Margir klóra sér í kollinum yfir gjöfinni sem skilur jafnvel milljón í jólabónus hjá App Dynamic eftir í rykinu. Og þó, þar starfa tíu starfsmenn. En sem persónuleg gjöf þá eru líklega aðeins topparnir í Tekjublaðinu sem eiga eitthvað í Kristján Einar, betur þekktur sem Kleini. Getur einhver sett upp Excel-skjal? Gjöfin hefur vakið upp fjölmargar spurningar. Meðal þeirra sem velta gjöfinni fyrir sér er handritshöfundurinn og uppistandarinn Dóri DNA. „Getur einhver sett upp excel real quick sem útskýrir hvernig Kleini getur gefið Porsche í jólagjöf,“ segir Dóri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hafdís Björk starfar sem einkaþjálfari og Kristján Einar hefur starfað sem sjómaður. Getur einhver sett upp excel real quick sem útskýrir hvernig Kleini getur gefið Porsche í jólagjöf.— Halldór Halldórsson (@doridna) December 11, 2023 Meðal þess sem fólk veltir fyrir sér er hvort Porsche-inn sé nýr eða notaður. Eðli máls samkvæmt getur munað milljónum króna á verði bíls hvort hann sé notaður eða ekki. Þá hefur myndbandið vakið mikla athygli þar sem Kleini kemur sinni heittelskuðu á óvart og nýtur til þess aðstoðar þriðja aðila sem tekur allt saman upp á síma sinn. Kleini heldur höndum fyrir augu Hafdísar og lætur eins og hann hafi fundið Crocs skó í réttum lit fyrir ástina sína, eitthvað sem Hafdísi líst ekkert á. Uppákomuna má sjá hér að neðan. Kleini grínast með að gulir Crocs-skórnir passi vel við Mözduna hennar Hafdísar en segist svo vera með aðra gjöf handa henni. Hann snýr Hafdísi við, þar sem þau standa á grasinu við göngustíginn nærri Nauthólsvík, og við blasir dökkur jeppi skreyttur blöðrum. „Ertu að gefa mér Porsche?“ spyr Hafdís greinilega vel að sér hvaða bílategund um ræðir þegar hún ber svartan jeppann augum. „Ég er að gefa þér fokking Porsche!“ svarar Kleini að bragði. Við taka kossar áður en Hafdís vippar sér upp í bílinn. Búið er að hylja bílnúmerið á Porsche-num svo forvitnir geta ekki flett upp árgerð bílsins. Hver var atburðarásin? Viðbrögðin á TikTok eru misjöfn. Allt frá „kærasti ársins“ yfir í „sýndarmennska“. Sitt sýnist hverjum. Guðni Hilmar Halldórsson, klippari hjá Saga Film, er meðal þeirra sem velta atburðarásinni fyrir sér á Facebook. Hann: Elskan, koddu út í fjöru þarf að syna þér soldið. Hún: Ok. er það þessi Porsche sem er hérna með borðum og blöðrum. Hann: Nei nei nei. alls ekki..snúðu bara baki í hann á meðan félagi minn myndar smá surprise. Hún: Á hann þennan Porsche með borðunum og blöðrunni Hann: Nei, nei, þessi Porsche er bara lagður herna af engri sérstakri ástæðu Hún: Ok, á ég þá að snúa baki í þennan Porche Hann: Já..tilbúinnn Hún: Já.... Hann: Surprise !!!!!! Dæmi um vel með farinn Porsche sem auglýstur var til sölu á Facebook. Sá var metinn á rúmar sex milljónir króna en allt að 90 prósent lán í boði. Glænýr Porsche gæti kostað á þriðja tug milljóna. Kristján Einar, sem skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem kærasti tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur árið 2020, tjáði DV að von væri á endurkomu hans á samfélagsmiðla eftir nokkurra mánaða fjarveru. „Mér hefur gengið vel í þeim markmiðum og verkefnum sem ég setti mér fyrir hendur á þessum síðustu fimm mánuðum, ótrúlegt hverju hægt er að áorka þegar sett er í réttann gír og harkað í átt að því sem maður vill frá lífinu. En varðandi samfélagsmiðla þá er ég langt kominn en ég þarf fókusinn örlítið lengur til að fullkomna allt! Svo.. Ég er ekki kominn aftur á samfélagsmiðla en það er fjandi stutt í það,“ sagði hann. Kristján Einar hefur verið í samfélagsmiðlapásu frá því í apríl og Hafdís Björk bættist í hópinn í nóvember. „Lífið þessa dagana. Verð lítið sem ekkert virk hérna næstu vikur enda náum við varla að taka pissupásur frá verkefnum dagsins með stórfjölskyldunni okkar! En markmiðin eru skýr og verkefnin stór svo við höldum áfram að takmarka áreitið, samfélagsmiðla og óþarfa tímaþjófa. Verð þó ennþá með fb og símann opinn og við látum vita af okkur inn á milli svo hægt sé nú að smjatta á einhverju enda ömurlegt að geta ekki búið til slúður út frá engum fréttum. Viðurkenni að það er búið að vera svakalega frelsandi að sleppa tökunum á samfélagsmiðlum og langar að hvetja aðra til þess! Þar til næst,“ skrifaði Hafdís Björk fyrir þremur vikum. Sagði ósatt í viðtali Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á rúmu ári síðan Kristján Einar lauk afplánun í fangelsi í Málaga á Spáni fyrir ofbeldisfullt rán í apríl 2022. Hann sagðist í viðtali á Vísi við heimkomuna í nóvember hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast. Heimildin komst yfir eintak af dómnum yfir Kristjáni Einari þar sem kom fram að hann hefði ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og féll dómur um miðjan nóvember í fyrra, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Þegar þangað kom fór hann í viðtal við fjölmarga miðla þar sem lýsingar hans á verunni í fangelsinu voru með nokkrum ólíkindum. Gróft ofbeldi og nauðganir hefðu verið daglegt brauð. „Eins og til dæmis á fyrsta deginum sest ég niður með matinn, þessar yndislegu kartöflur sem okkur var alltaf boðið upp á, þá kemur einhver Spánverji og reynir að fikta í þeim. Ég þurfti bara að breytast í skepnu, standa upp og rota hann. Þú þurftir bara að leggja mannlegu hliðina til hliðar,“ sagði Kristján. Eftir umfjöllun Heimildarinnar steig Kristján Einar fram á Instagram og viðurkenndi að hafa farið með ósannindi í viðtölum um fangelsisvistinga. Hann hefði ekki verið tilbúinn að viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum sér. „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því,“ sagði Kristján Einar á Instagram í apríl. Komast í burtu frá áreitinu Nokkrum vikum fyrr, á meðan Kristján Einar var í meðferð í Krýsuvík, greindi Smartland Morgunblaðsins frá því að Hafdís og Kristján Einar væru byrjuð saman. Hafdís er einkaþjálfari og getið sér gott orð í fitnessheiminum. Í hönd fór töluvert fjölmiðlafár þar sem Hafdís og Kristján Einar sóru af sér sambandið og sögðust ekkert annað en vinir. Smartlandið færi með fleipur. Marta María Winkel, ritstjóri Smartlandsins, hafnaði því að hafa farið með rangt mál. Hafdís hefði staðfest við hana að hún ætti kærasta og í framhaldinu sent Mörtu myndir af þeim til að nota með frétt. Síðan virðist ástin hafa blómstrað hjá parinu sem trúlofaðist í lok sumars. Þau fóru í viðtal við Heilsublað Morgunblaðsins í ágúst þar sem þau sögðust huga vel að andlegu hliðinni meðal annars með því að fara tvö ein í ferð á húsbíl. Þau stefndu að því að flytja til útlanda árið 2024. Erlendis sleppi þau nefnilega við áreitið sem fylgi lífinu á Íslandi. „Það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í búðina. Áður en ég kynntist honum fór ég ekki í búðina fyrr en korter í lokun en eftir að ég byrjaði með honum snarversnaði það,“ sagði Hafdís í viðtalinu.
Jól Samfélagsmiðlar Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira