Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 88-80 | Grindvíkingar síðastir inn í átta liða úrslit Siggeir Ævarsson skrifar 11. desember 2023 22:53 Dedrick Basile fór á kostum í kvöld og skoraði 31 stig Vísir/Hulda Margrét Grindavík er komið áfram í 8-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Heimamenn náðu í tvígang upp góðu forskoti en í bæði skiptin komu áhlaup frá Haukum. Það seinna kom á hárréttum tíma en sóknin hjá Grindavík virtist frjósa dágóða stund. Að sama skapi var skotnýtning Hauka til fyrirmynd en þeir voru að skjóta um og yfir 50 prósent fyrir utan lungan úr leiknum. Grindvíkingar voru komnir ellefu stigum yfir, 71-60, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en Haukar skoruðu átta síðustu stigin og munurinn því aðeins þrjú stig. Þeir höfðu leikið svipað leik undir lok fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 50-48, heimamönnum í vil. Gestirnir úr Hafnafirði voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggjastiga línuna en það fjaraði aðeins unda nýtingunni eftir því sem þreytan fór að bíta menn í fæturna. Þá skrúfuð Grindvíkingar upp hörkuna í vörninni síðustu tvær mínúturnar, unnu hvern boltann á fætur öðrum og breyttu stöðunni úr 78-80 í 88-80. Ólafur Ólafsson kveikti í sínum mönnum með þristi úr horninu og þá var engu líkara en að úrslitin væri ráðin þrátt fyrir að rúmar fjórar mínútur væru til leiksloka. Grindvíkingar skelltu í lás og Haukar náðu einfaldlega ekki að skora aftur. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar tóku þennan sennilega á reynslunni. Þeirra lykilmenn stigu upp á ögurstundu meðan að lykilmenn Hauka virtust hreinlega vera orðnir bensínlausir. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Dedrick Basile frábær og brenndi varnarmenn Hauka ítrekað með hraða sínum. 31 stig frá honum. DeAndre Kane kom næstur með 16 stig en lét dómarana fara full mikið í taugarnar sér á köflum, þrátt fyrir að sækja sex villur í kvöld. Samanlagt sóttu hann og Basile 13 af þeim 18 villum sem dæmdar voru Grindavík í hag. Damier Pitts var yfirburðamaður í sókn Hauka í kvöld og endaði stigahæstur með 24 stig. Þá átti Sigvaldi Eggertsson mjög góða innkomu af bekknum og var fjórir af átta í skotum fyrir utan. 17 stig frá honum. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að skora undir lokin, en síðustu fjórar mínútur og 46 sekúndur leiksins skoruðu þeir ekki stig meðan að Grindavík skoraði tíu. Hvað gerist næst? Því er auðsvarað. Liðin mætast á ný, nú í deildinni, á fimmtudaginn. Leikurinn er samkvæmt plani í Smáranum en verður mögulega leikinn í Ólafssal samkvæmt nýjustu fréttum. Maté: „Það er ekkert frábært jafnvægi á okkur sóknarlega“ Það var ekki beinlínis létt yfir Maté í leikslok í kvöld, eins og reyndar stundum áður eins og myndin sýnirVísir/Bára Dröfn Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var með einfalda greiningu á því hvað brást Haukunum á ögurstundu undir lokin. „Þeir eru bara með fleiri vopn og okkar besti sóknarmaður var orðinn þreyttur í endann. Ég kannski leyfði honum ekki að hvíla nóg. Við vorum orðnir gasaðir, okkar helstu vopn orðnir gasaðir hérna í lokin.“ Haukar hittu gríðarlega vel fyrir utan í kvöld en það virtist vera eiginlega það eina sem þeir gátu boðið upp á sóknarlega að þessu sinni. Maté var einnig með skýringu á því ójafnvægi. „Okkur vantar miðherjann okkar þannig að það er ekkert frábært jafnvægi á okkur sóknarlega, sérstaklega ekki þegar Hugi fer út af. Það er ekki gott jafnvægi í okkur. Við erum í basli með að frákasta. Þeir setja svolítið mörg þriggjastiga skot eftir sóknarfráköst hérna í 4. leikhluta þegar boltinn berst út aftur. Við söknum gríðarlega þess að vera með fimmu sem sópar þessu upp.“ Miðherjinn sem um ræðir er David Okeke sem hefur ekkert leikið með liðinu eftir að hafa fengið tvö hjartastopp í leik þann 23. nóvember. Maté gat ekki gefið neinar upplýsingar um hver staðan væri á Okeke, sem er þó enn með liðinu og sat á bekknum í kvöld í borgaralegum klæðum. „Það er bara óljóst. Það er allt óljóst.“ Maté sagði nokkuð ljóst hvað hans menn þyrftu að gera betur til að hafa betur gegn Grindavík á fimmtudaginn næsta. „Við þurfum náttúrulega að fá meira frá Daniel Love. Þurfum að fá meira frá Osku. Mjög ánægður með Huga og Sigvalda og mjög ánægður með strákana sem voru að koma inn af bekknum. Þeir voru að koma með eitthvað í púkkið og ná að setja boltann í netið sem hefur vantað rosalega oft hjá okkur. Þannig að vonandi heldur það áfram.“ „En við þurfum að fá meira frá Daniel Love og Pitts þarf að gera það fyrir okkur í 4. leikhluta sem hann gerir í gegnum leikinn. Ég veit að það er svolítið mikið, sérstaklega án þess að vera með fimmu sem getur rúllað og kannski refsað meira hinumegin. En til þess að við getum unnið liðin fyrir ofan okkur í deildinni, sem eru níu talsins, þá þurfum við bara þessa hluti. VÍS-bikarinn UMF Grindavík Haukar
Grindavík er komið áfram í 8-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Heimamenn náðu í tvígang upp góðu forskoti en í bæði skiptin komu áhlaup frá Haukum. Það seinna kom á hárréttum tíma en sóknin hjá Grindavík virtist frjósa dágóða stund. Að sama skapi var skotnýtning Hauka til fyrirmynd en þeir voru að skjóta um og yfir 50 prósent fyrir utan lungan úr leiknum. Grindvíkingar voru komnir ellefu stigum yfir, 71-60, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en Haukar skoruðu átta síðustu stigin og munurinn því aðeins þrjú stig. Þeir höfðu leikið svipað leik undir lok fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 50-48, heimamönnum í vil. Gestirnir úr Hafnafirði voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggjastiga línuna en það fjaraði aðeins unda nýtingunni eftir því sem þreytan fór að bíta menn í fæturna. Þá skrúfuð Grindvíkingar upp hörkuna í vörninni síðustu tvær mínúturnar, unnu hvern boltann á fætur öðrum og breyttu stöðunni úr 78-80 í 88-80. Ólafur Ólafsson kveikti í sínum mönnum með þristi úr horninu og þá var engu líkara en að úrslitin væri ráðin þrátt fyrir að rúmar fjórar mínútur væru til leiksloka. Grindvíkingar skelltu í lás og Haukar náðu einfaldlega ekki að skora aftur. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar tóku þennan sennilega á reynslunni. Þeirra lykilmenn stigu upp á ögurstundu meðan að lykilmenn Hauka virtust hreinlega vera orðnir bensínlausir. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Grindavík var Dedrick Basile frábær og brenndi varnarmenn Hauka ítrekað með hraða sínum. 31 stig frá honum. DeAndre Kane kom næstur með 16 stig en lét dómarana fara full mikið í taugarnar sér á köflum, þrátt fyrir að sækja sex villur í kvöld. Samanlagt sóttu hann og Basile 13 af þeim 18 villum sem dæmdar voru Grindavík í hag. Damier Pitts var yfirburðamaður í sókn Hauka í kvöld og endaði stigahæstur með 24 stig. Þá átti Sigvaldi Eggertsson mjög góða innkomu af bekknum og var fjórir af átta í skotum fyrir utan. 17 stig frá honum. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að skora undir lokin, en síðustu fjórar mínútur og 46 sekúndur leiksins skoruðu þeir ekki stig meðan að Grindavík skoraði tíu. Hvað gerist næst? Því er auðsvarað. Liðin mætast á ný, nú í deildinni, á fimmtudaginn. Leikurinn er samkvæmt plani í Smáranum en verður mögulega leikinn í Ólafssal samkvæmt nýjustu fréttum. Maté: „Það er ekkert frábært jafnvægi á okkur sóknarlega“ Það var ekki beinlínis létt yfir Maté í leikslok í kvöld, eins og reyndar stundum áður eins og myndin sýnirVísir/Bára Dröfn Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var með einfalda greiningu á því hvað brást Haukunum á ögurstundu undir lokin. „Þeir eru bara með fleiri vopn og okkar besti sóknarmaður var orðinn þreyttur í endann. Ég kannski leyfði honum ekki að hvíla nóg. Við vorum orðnir gasaðir, okkar helstu vopn orðnir gasaðir hérna í lokin.“ Haukar hittu gríðarlega vel fyrir utan í kvöld en það virtist vera eiginlega það eina sem þeir gátu boðið upp á sóknarlega að þessu sinni. Maté var einnig með skýringu á því ójafnvægi. „Okkur vantar miðherjann okkar þannig að það er ekkert frábært jafnvægi á okkur sóknarlega, sérstaklega ekki þegar Hugi fer út af. Það er ekki gott jafnvægi í okkur. Við erum í basli með að frákasta. Þeir setja svolítið mörg þriggjastiga skot eftir sóknarfráköst hérna í 4. leikhluta þegar boltinn berst út aftur. Við söknum gríðarlega þess að vera með fimmu sem sópar þessu upp.“ Miðherjinn sem um ræðir er David Okeke sem hefur ekkert leikið með liðinu eftir að hafa fengið tvö hjartastopp í leik þann 23. nóvember. Maté gat ekki gefið neinar upplýsingar um hver staðan væri á Okeke, sem er þó enn með liðinu og sat á bekknum í kvöld í borgaralegum klæðum. „Það er bara óljóst. Það er allt óljóst.“ Maté sagði nokkuð ljóst hvað hans menn þyrftu að gera betur til að hafa betur gegn Grindavík á fimmtudaginn næsta. „Við þurfum náttúrulega að fá meira frá Daniel Love. Þurfum að fá meira frá Osku. Mjög ánægður með Huga og Sigvalda og mjög ánægður með strákana sem voru að koma inn af bekknum. Þeir voru að koma með eitthvað í púkkið og ná að setja boltann í netið sem hefur vantað rosalega oft hjá okkur. Þannig að vonandi heldur það áfram.“ „En við þurfum að fá meira frá Daniel Love og Pitts þarf að gera það fyrir okkur í 4. leikhluta sem hann gerir í gegnum leikinn. Ég veit að það er svolítið mikið, sérstaklega án þess að vera með fimmu sem getur rúllað og kannski refsað meira hinumegin. En til þess að við getum unnið liðin fyrir ofan okkur í deildinni, sem eru níu talsins, þá þurfum við bara þessa hluti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti