Hafrún Rakel í Bröndby: „Passa mjög vel inn í leikstíl liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 13:19 Hafrún Rakel Halldórsdóttir er orðin leikmaður Bröndby. VÍSIR/VILHELM Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby. Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel. Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel.
Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti