Látlaus skjálftahrina suður af Reykjaneshrygg Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 18:20 Hér má sjá kort af skjálftum sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa og brimið suður af Reykjanesi. HÍ/Vilhelm Mikil skjálftahrina hefur verið undanfarna daga um 900 kílómetra suður af Íslandi við enda Reykjaneshryggjar. Eldfjallafræðingur segir að hugsanlega sé um sambærilegan atburð að ræða og gengur nú yfir á Reykjanesi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóli Íslands. Þar segir að á skjálftasvæðinu sé „eitt mikilvægasta þverbrotabelti í Norður-Atlantshafi, Bight-þverbrotabeltið“. Kort af svæðinu sunnan við Reykjaneshrygginn þar sem fjöldi skjálfta hafa mælst undanfarna daga.Háskóli Íslands Sprungukerfi á myndinni að ofan sýni gliðnunarstefnu flekamóta Norður-Ameríkuflekans og Evr-Asíuflekans. Þá segir í færslunni að á kortinu megi sjá að flestir skjálftarnir séu sunnan Bight-þverbrotabeltisins, „en að mestu bundnir við flekamótin er marka gliðnun milli flekanna tveggja.“ Telji maður skjálftana eru þeir alls 29 sem hafa mælst á svæðinu undanfarna þrjá sólarhringa. Hér sé því hugsanlega um sambærilegan atburð að ræða eins og gengur nú yfir á Reykjanesi segir í færslunni. Skjálftarnir bundnir við afmarkað svæði Jarðfræðiathugunarstofnun Bandaríkjanna (USGS) hefur einnig mælt skjálftavirkni á svæðinu en samkvæmt þeirra gögnum hafa þrettán stórir skjálftar mælst á afmörkuðu svæði á hryggnum undanfarinn sólarhring. Flestir skjálftanna hafa verið í kringum 5 að stærð, þeir stærstu 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Vegna fjarlægðar við jarðskjálftamæla hafa einhverjir skjálftar vafalaust ekki mælst. Appelsínugulu doppurnar tákna skjálfta en þær eru alls þrettán talsins undanfarinn sólarhring. Hér sést fjarlægðin milli skjálftanna og Íslands vel.USGS Svæðið rannsakað síðast fyrir tíu árum Í færslu Rannsóknareiningarinnar kemur einnig fram að svæðið hafi verið mælt árið 2013 í rannsóknarverkefni studdu af Vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) undir stjórn Dr. Fernando Martinez við Háskólann í Hawaii og Ármanns Höskuldssonar við HÍ. Nú liggi fyrir rannsóknartillaga hjá NSF, undir stjórn Prófessors Jaqueline E. Dixon við University of South Florida um að fara aftur inn á svæðið til að safna sýnum með kafbát. Verði af þeirri tillögu gæti sú sýnasöfnun farið fram 2024 eða 2025.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira