Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 11:52 Lárus Heiðarsson oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Austurbrú/Vísir/Ívar Fannar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Sjá meira