Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 16:04 Flytja þarf málið aftur í héraðsdómi vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á þess vegna að endurflytja málið, nema að dómari eða aðilar máls hafi talið það óþarft. Fram kemur í dómi Landsréttar að hvorki hafi verið bókað að flytja þyrfti málið að nýju eða að aðilar málsins teldu það óþarft. Þá segir að ekki hafi legið fyrir skrifleg yfirlýsing um að aðilar máls hafi ekki talið þörf á endurflutningi máls. Samkvæmt því var skilyrðum laga um meðferð sakamála ekki uppfyllt við uppkvaðningu dómsins og því komst Landsréttur ekki hjá því að ómerkja áfrýjaða dóminn og vísa málinu aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar. Dómur var upprunalega kveðinn upp þann 11. nóvember árið 2022 og skotið 8. desember sama ár til Landsréttar, af ríkissaksóknara. Fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm Málið varðar ofbeldisbrot manns gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni en hann hafði í héraði verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjú ár. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, nauðgun og hættubrot, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu sinnar. Þá var hann ákærður fyrir ýmis eignaspjöll en hann skemmdi ýmsan fatnað í eigu fyrrverandi sambýliskonu sinnar, tölvu og myndavél. Umrætt atvik eru sögð hafa átt sér stað árin 2017 og 2018. Í dómi Landsréttar segir að ekki sé hægt að gera annað en að senda það aftur til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra þar sem hann hellti á hana kaffi, sparkaði í klof hennar og hrinti henni þannig að hún féll. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stofnað lífi hennar í hættu með því að aka á bifreið hennar. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun og annað líkamlegt ofbeldi. Hann játaði eignaspjöll. Ófyrirleitin framkoma Fram kemur í dómi héraðsdóms að hann kannist við ákveðin atriði sem hafi verið borin undir hann í skýrslutöku, þá árið 2018, en ekki við það að hafa beitt konuna líkamlegu ofbeldi. „Hann kannaðist við að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og að hafa verið virkilega orðljótur og stjórnlaus í samskiptum við hana. Þá viðurkenndi hann þá háttsemi sem honum er gefin að sök þann 6. nóvember 2018 og jafnframt að hafa eyðilagt tiltekna muni í hennar eigu af ásetningi.“ Í niðurstöðu dómsins segir að meðal gagna málsins séu samskipti milli ákærða og brotaþola sem afrituð voru úr síma brotaþola. „Samskiptin liggja fyrir í málinu en sérstaklega voru dregin fram í rannsóknargögnum þau sem áttu sér stað á tímabili ákæru. Þau samskipti sýna svo ekki verður um villst hversu ófyrirleitin framkoma ákærða var gagnvart henni. Sú framkoma var einhliða af hans hálfu og til þess fallin að brjóta hana niður andlega.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira