Málskilningur er forsenda lesskilnings Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía B. Arnardóttir skrifa 9. desember 2023 11:30 Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar