Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2023 23:17 Úkraínskur hermaður í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa undanfarnar vikur gert umfangsmikil áhlaup gegn úkraínskum hermönnum við borgina. Getty/Vlada Liberova Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Mikil gleði er sögð ríkja í útsendingum ríkismiðla Rússlands, þar sem viðmælendur hafa meðal annars rætt hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum. BBC hefur eftir Oksönu Markaróvu, sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum, að Repúblikanar í öldungadeildinni hafi lýst því yfir að þeir væru ekki að greiða atkvæði gegn Úkraínu. Viðræður eiga sér stað í öldungadeildinni en skili það árangri í formi frumvarps, þyrfti það einnig að vera samþykkt af fulltrúadeildinni. Þar hafa Repúblikanar nauman meirihluta en þeir þykja tregari í taumi en flokksmeðlimir þeirra í öldungadeildinni, þegar kemur að aðstoð handa Úkraínumönnum. Fulltrúadeildin fer þar að auki í frí þann 14. desember, samkvæmt áætlunum og er lítill tími til stefnu. Blaðamaður Bloomberg hafði í kvöld eftir heimildarmönnum sínum á þingi að engar líkur væru á samkomulagi fyrir jól. UKRAINE: Lawmakers tell me there is no way House will pass Ukraine aid in 2023. @SpeakerJohnson is firm on House leaving by Dec. 15 and no Senate deal in sight— Erik Wasson (@elwasson) December 7, 2023 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á 110 milljarða pakka til öryggismála frá þinginu. Þar af færi 61 milljarður til Úkraínu. Aðrir hlutar færu til Ísraels og í aðstoð handa Palestínumönnum. Pakkinn inniheldur einnig nokkra milljarða fjárveitingar vegna eftirlits og löggæslu á landamærunum. Fjöldi þeirra sem fara yfir landamærin er í hæstu hæðum og hafa Repúblikanar krafist þess að umfangsmiklar breytingar verði gerðar varðandi það hvernig tekið er á móti hælisleitendum og að haldið verði áfram að byggja múrinn fræga. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Biden sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til málamiðlana en sakaði Repúblikana um að hafa engan áhuga á að finna lausnir. Þess í stað sagði Biden að þeir væru að reyna að fella pólitískar keilur. Oleksí Danílóv, meðlimur í þjóðaröryggisráði Úkraínu, sagði á X í morgun að burtséð frá öllum atkvæðagreiðslum í öðrum ríkjum myndu Úkraínumenn ekki hætta að verja sig og þeir myndu ekki gefa eftir landsvæði. Hann sagði að þeir myndu hlaða vopn sín á nýjan leik og halda áfram að „eyða rússneska skrímslinu“. Composure and firmness. Regardless of who, where and how they voted in any country in the world, we will not stop defending our country, we will not give up a single piece of our land and we will not forgive anyone killed or injured. We will focus, draw conclusions, reload our — Oleksiy Danilov (@OleksiyDanilov) December 7, 2023 Í greiningu CNN segir að núna sé augnablikið sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi verið að bíða eftir. Á sama tíma og alþjóðlegur stuðningur við Úkraínu virðist í hættu, berist fregnir af deilum Vólódímrs Selenskí, forseta Úkraínu, og Valerí Salújsní, yfirmanni úkraínska hersins. Þá eigi Úkraínumenn í deilum við nágranna sína í Póllandi og Slóvakíu vegna vöruflutninga og Viktor Orban, forsætisráðherra, Ungverjalands þykir líklegur til að reyna að koma í veg fyrir frekari aðstoð Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Rússar séu ekki lengur að tapa stríðinu eða þeim landsvæðum sem þeir hafi hernumið í Úkraínu. Rússum vex ásmegin Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu um langt skeið. Hvorki rússneski herinn né sá úkraínski hafa sýnt fram á að getu til að sækja fram svo máli skiptir og fregnir berast af miklu mannfalli á báða bóga. Rússar eru þó að auka forskot sitt á nokkrum sviðum og þá sérstaklega þeim sem kemur að hergagnaframleiðslu. Má þar nefna framleiðslu á skotfærum, sjálfsprengidrónum og eldflaugum. Hergagnaiðnaður Rússlands er á yfirsnúningi og þar að auki fá Rússar vopn og hergögn frá Íran og Norður-Kóreu. Á meðan hefur lítið breyst hjá bakhjörlum Úkraínu og þá sérstaklega í Evrópu. Stríðið í Úkraínu einkennist þessa dagana, og hefur gert um nokkuð skeið, af hörðum átökum víðsvegar í Úkraínu, sem skila þó litlum breytingum á víglínunum sjálfum. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hét Úkraínu 4,5 milljörðum dala í aðstoð í dag. Þar er að mestu um fjárhagsaðstoð að ræða en frá því innrás Rússa hófst hafa Japanir gefið Úkraínumönnum aðstoð fyrir um sjö milljarða dala. Hún hefur að mestu verið bundin við fjárhagsaðstoð og ekki í formi hergagna. AP fréttaveitan segir að Sergí Korsúnskí, sendiherra Úkraínu í Japan, hafi tilkynnt í dag að viðræður ættu sér stað milli ráðamanna ríkjanna um mögulegar sendingar loftvarnarkerfa gegn eldflaugum og drónum. Búist er við umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á orkuinnviði Úkraínu í vetur. Fagna í sjónvarpi Í Rússlandi virðist sigur óhjákvæmilegur, ef marka má ummæli í spjall- og umræðuþáttum á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum. Julia Davis, sem vaktar rússneska miðla, skrifaði í grein í morgun um að fögnuður ríkti í áðurnefndum sjónvarpsþáttum. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Einn gestur 60 mínútna, vinsæls umræðuþáttar, sagði fall Úkraínu óhjákvæmilegt og það sama ætti við Joe Biden. Annar þekktur maður lýsti því yfir að nú yrði ráðamönnum heimsins ljóst að það væri hættulegra að vera vinur Bandaríkjanna en óvinur. Sjá einnig: Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Hér að neðan má sjá umræðu í 60 mínútum í Rússlandi frá því fyrr í vikunni um það hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna, þegar stríðið er unnið. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. 6. desember 2023 18:50 Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19 Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32 Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58 Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. 29. nóvember 2023 13:46 Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. 28. nóvember 2023 14:10 Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikil gleði er sögð ríkja í útsendingum ríkismiðla Rússlands, þar sem viðmælendur hafa meðal annars rætt hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum. BBC hefur eftir Oksönu Markaróvu, sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum, að Repúblikanar í öldungadeildinni hafi lýst því yfir að þeir væru ekki að greiða atkvæði gegn Úkraínu. Viðræður eiga sér stað í öldungadeildinni en skili það árangri í formi frumvarps, þyrfti það einnig að vera samþykkt af fulltrúadeildinni. Þar hafa Repúblikanar nauman meirihluta en þeir þykja tregari í taumi en flokksmeðlimir þeirra í öldungadeildinni, þegar kemur að aðstoð handa Úkraínumönnum. Fulltrúadeildin fer þar að auki í frí þann 14. desember, samkvæmt áætlunum og er lítill tími til stefnu. Blaðamaður Bloomberg hafði í kvöld eftir heimildarmönnum sínum á þingi að engar líkur væru á samkomulagi fyrir jól. UKRAINE: Lawmakers tell me there is no way House will pass Ukraine aid in 2023. @SpeakerJohnson is firm on House leaving by Dec. 15 and no Senate deal in sight— Erik Wasson (@elwasson) December 7, 2023 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á 110 milljarða pakka til öryggismála frá þinginu. Þar af færi 61 milljarður til Úkraínu. Aðrir hlutar færu til Ísraels og í aðstoð handa Palestínumönnum. Pakkinn inniheldur einnig nokkra milljarða fjárveitingar vegna eftirlits og löggæslu á landamærunum. Fjöldi þeirra sem fara yfir landamærin er í hæstu hæðum og hafa Repúblikanar krafist þess að umfangsmiklar breytingar verði gerðar varðandi það hvernig tekið er á móti hælisleitendum og að haldið verði áfram að byggja múrinn fræga. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Biden sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til málamiðlana en sakaði Repúblikana um að hafa engan áhuga á að finna lausnir. Þess í stað sagði Biden að þeir væru að reyna að fella pólitískar keilur. Oleksí Danílóv, meðlimur í þjóðaröryggisráði Úkraínu, sagði á X í morgun að burtséð frá öllum atkvæðagreiðslum í öðrum ríkjum myndu Úkraínumenn ekki hætta að verja sig og þeir myndu ekki gefa eftir landsvæði. Hann sagði að þeir myndu hlaða vopn sín á nýjan leik og halda áfram að „eyða rússneska skrímslinu“. Composure and firmness. Regardless of who, where and how they voted in any country in the world, we will not stop defending our country, we will not give up a single piece of our land and we will not forgive anyone killed or injured. We will focus, draw conclusions, reload our — Oleksiy Danilov (@OleksiyDanilov) December 7, 2023 Í greiningu CNN segir að núna sé augnablikið sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi verið að bíða eftir. Á sama tíma og alþjóðlegur stuðningur við Úkraínu virðist í hættu, berist fregnir af deilum Vólódímrs Selenskí, forseta Úkraínu, og Valerí Salújsní, yfirmanni úkraínska hersins. Þá eigi Úkraínumenn í deilum við nágranna sína í Póllandi og Slóvakíu vegna vöruflutninga og Viktor Orban, forsætisráðherra, Ungverjalands þykir líklegur til að reyna að koma í veg fyrir frekari aðstoð Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Rússar séu ekki lengur að tapa stríðinu eða þeim landsvæðum sem þeir hafi hernumið í Úkraínu. Rússum vex ásmegin Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu um langt skeið. Hvorki rússneski herinn né sá úkraínski hafa sýnt fram á að getu til að sækja fram svo máli skiptir og fregnir berast af miklu mannfalli á báða bóga. Rússar eru þó að auka forskot sitt á nokkrum sviðum og þá sérstaklega þeim sem kemur að hergagnaframleiðslu. Má þar nefna framleiðslu á skotfærum, sjálfsprengidrónum og eldflaugum. Hergagnaiðnaður Rússlands er á yfirsnúningi og þar að auki fá Rússar vopn og hergögn frá Íran og Norður-Kóreu. Á meðan hefur lítið breyst hjá bakhjörlum Úkraínu og þá sérstaklega í Evrópu. Stríðið í Úkraínu einkennist þessa dagana, og hefur gert um nokkuð skeið, af hörðum átökum víðsvegar í Úkraínu, sem skila þó litlum breytingum á víglínunum sjálfum. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hét Úkraínu 4,5 milljörðum dala í aðstoð í dag. Þar er að mestu um fjárhagsaðstoð að ræða en frá því innrás Rússa hófst hafa Japanir gefið Úkraínumönnum aðstoð fyrir um sjö milljarða dala. Hún hefur að mestu verið bundin við fjárhagsaðstoð og ekki í formi hergagna. AP fréttaveitan segir að Sergí Korsúnskí, sendiherra Úkraínu í Japan, hafi tilkynnt í dag að viðræður ættu sér stað milli ráðamanna ríkjanna um mögulegar sendingar loftvarnarkerfa gegn eldflaugum og drónum. Búist er við umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á orkuinnviði Úkraínu í vetur. Fagna í sjónvarpi Í Rússlandi virðist sigur óhjákvæmilegur, ef marka má ummæli í spjall- og umræðuþáttum á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum. Julia Davis, sem vaktar rússneska miðla, skrifaði í grein í morgun um að fögnuður ríkti í áðurnefndum sjónvarpsþáttum. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Einn gestur 60 mínútna, vinsæls umræðuþáttar, sagði fall Úkraínu óhjákvæmilegt og það sama ætti við Joe Biden. Annar þekktur maður lýsti því yfir að nú yrði ráðamönnum heimsins ljóst að það væri hættulegra að vera vinur Bandaríkjanna en óvinur. Sjá einnig: Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Hér að neðan má sjá umræðu í 60 mínútum í Rússlandi frá því fyrr í vikunni um það hvernig Rússar eigi að refsa Úkraínumönnum fyrir mótspyrnuna, þegar stríðið er unnið.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. 6. desember 2023 18:50 Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19 Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32 Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58 Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. 29. nóvember 2023 13:46 Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. 28. nóvember 2023 14:10 Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. 6. desember 2023 18:50
Skaut mann á tæplega fjögurra kílómetra færi Úkraínsk leyniskytta er sögð hafa sett nýtt met þegar hann skaut rússneskan hermann á 3.800 metra færi. Það gerði hinn 58 ára gamli Vyacheslav Kovalskiy með sérsmíðaðri byssu og sérstökum skotum. Skotið sem hæfði hermanninn var um níu sekúndur á leiðinni. 5. desember 2023 18:19
Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Hvíta húsið segir peninga og tíma á þrotum þegar kemur að aðstoð við Úkraínumenn, ef bandaríska þingið gefur sig ekki og samþykkir frekari fjárhagsaðstoð og stuðning. 5. desember 2023 07:32
Saka Rússa um að myrða hermenn sem gefast upp Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf. 3. desember 2023 18:58
Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. 29. nóvember 2023 13:46
Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. 28. nóvember 2023 14:10
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20