Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki Hjálmtýr Heiðdal skrifar 7. desember 2023 18:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar