Íslenski boltinn

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Aron Guðmundsson skrifar
Fanney Inga Birkisdóttir þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu á dögunum og átti stórkostlegan leik
Fanney Inga Birkisdóttir þreytti frumraun sína með íslenska landsliðinu á dögunum og átti stórkostlegan leik Vísir/Getty

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Ekki er hægt að ræða um leikinn án þess að minnast á magnaða frum­raun mark­varðarins Fann­eyjar Ingu Birkis­dóttur, sem var að spila sinn fyrsta A-lands­leik. Það var engu líkara en að þessi 18 ára gamli mark­vörður ætti tugi A-lands­leikja að baki á sinni feril­skrá.

Gísli Þór Einars­son hefur fylgt Fann­eyju eftir sem mark­manns­þjálfari hennar hjá Val undan­farin ár og er hann skiljan­lega stoltur af fram­göngu hennar með lands­liðinu.

Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld.EPA-EFE/Johnny Pedersen

„Það var bara mjög gott að sjá hana þarna í markinu. Ég er stoltur af minni konu. Hún stóð sig gríðar­lega vel. Þetta er það sem við vissum að byggi í henni.“

Hún virkaði ansi örugg í sínum að­gerðum, ó­hrædd við að stíga á þetta stóra svið.

„Já þetta er bara ná­kvæm­lega þannig, þú lýsir henni bara frá­bær­lega þarna. Hún æfir vel. Allt sem hún gerir, gerir hún hundrað prósent með sinni stóísku ró. Þetta er bara týpísk Fann­ey. Hún er örugg í því hún tekur sér fyrir hendur, hún æfir svona. Þetta er bara hluti af hennar týpu.“

Hennar tími var kominn

Það var á síðasta tíma­bili, með liði Vals, sem Fann­ey Inga fékk fyrsta smjör­þefinn af því að vera aðal­mar­k­vörður hjá liði í Bestu deildinni.

Hún greip það tæki­færi líkt og hún gerði með Ís­lenska lands­liðinu í Vi­borg á dögunum, varð fljótt mikil­vægur hluti af liði Vals sem stóð uppi sem Ís­lands­meistari með fæst mörk fengin á sig.

Fanney gegndi lykilhlutverki í liði Íslandsmeistara Vals á síðasta tímabili.Vísir/Diego

Hvert er þitt mat á því. Hefur hún verið lengi í þessum lands­liðsklassa? Var komið að því núna að hún tæki þetta skref?

„Það var já eigin­lega bara komið að þessu núna á þessu tíma­bili. Þegar að hún fór að spila á þessu stigi, í Bestu deildinni, þá sá maður að hún gæti þetta. Gert sig gildandi á næsta stigi.

Hún hélt svo þróun sinni á­fram, hélt á­fram að bæta sig með hverjum leiknum sem leið. Hún spilaði eins og hún ætti að baki mörg tímabil í Bestu deildinni.“

Mikill fótboltaheili

Hæfi­leikar Fann­eyjar í mark­manns­stöðunni hafi fljótt komið í ljós fyrir nokkrum árum síðan.

„Hún kom í u17 ára liðið hjá okkur sem mjög góður mark­maður. Maður sá alveg hæfi­leikana hjá henni. Fann­ey hafði alveg ýmis­legt til brunns að bera. Svo hefur þetta verið bara nokkuð hröð þróun hjá henni upp á við.

Hún vill alltaf bæta sig, er vinnu- og æfinga­þjarkur, það gerist því nokkuð hratt að hún nái að koma sér á þetta gæða­stig svona snemma.“

Það eru fáir sem þekkja mark­manninn Fann­ey Ingu eins vel og Gísli. Hverja telur hann helstu kosti hennar vera í þessari stöðu.

„Hún er bara eld­klár í fót­bolta. Pælir mikið og horfir mikið á fót­bolta. Ekkert sem hún gerir er ein­hver til­viljun. Hún er búin að pæla í öllu því sem hún gerir fram og til baka. Hún er mikill fót­bolta­heili, eitt­hvað sem er kannski skrítið að segja um mark­mann. En hún kann fót­bolta.“

Skilaboðin tala sínu máli

Frá­bær frum­raun hennar með lands­liðinu en það má ætla að hún skoði leik sinn gegn Dan­mörku og finni eitt­hvað til þess að bæta í sínum leik. Er það ekki kannski málið núna, þú ert komin með frá­bæra frum­raun en nú snýst þetta um að byggja ofan á hana?

„Jú. Hún sendi mér ein­mitt skila­boð eftir leikinn gegn Dönum þar sem að hún sagði ein­mitt: „Við byggjum ofan á þetta,“ hún er alltaf að leita að smá­at­riðum í sínum leik til þess að bæta sig og verða betri. Það lýsir hennar frá­bæra karakter.“

Lok, lok og læs hjá Fanney Vísir/Vilhelm

Og ef Fann­ey heldur á­fram að bæta sig, verða betri, hvert langt getur hún náð?

„Hún getur náð langt. Hversu langt? Eigum við ekki bara að segja heimsklassa.“

Frammi­staða þessa 18 ára gamla mark­manns mun án efa varpa á henni kast­ljósinu. Fann­ey er samnings­bundin Ís­lands­meisturum Vals en hversu mikið lengur?

„Því miður fyrir okkur hjá Val held ég að hún hafi vakið tölu­verða at­hygli með þessari frammi­stöðu sinni. Við munum halda í hana eins og við getum. En ég held að hún muni halda út á endanum. Með þessari frammi­stöðu, á hennar aldri að­eins á­tján ára gömul, þá held ég að það sé alveg klárt,“ segir Gísli en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×