Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2023 08:45 Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar