Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2023 08:45 Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun