Hvar stendur Framsókn? Yousef Ingi Tamimi skrifar 6. desember 2023 11:00 „Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun