Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Björn B Björnsson skrifar 5. desember 2023 11:31 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu HSÍ Greiðslumiðlun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun