Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2023 09:08 Niðurgreiðsla með lyfinu Wegowy er háð því að fólk sé samhliða í annarri meðferð við offitu. Viðkomandi þarf að vera með BMI stuðul 45 eða hærra og lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla, til dæmis háþrýsting eða sykursýki sem ekki hefur tekist að meðhöndla með mismunandi lyfjum í almennri greiðsluþátttöku síðustu sex mánuði. Vísir/EPA Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. Árið 2018 var kostnaður SÍ við niðurgreiðslu slíkra lyfja um 163 milljónir. Alls hafa 8.000 einstaklingar fengið slíkum lyfjum ávísað á þessu ári með greiðsluþátttöku og 4.000 án hennar. Tæplega 15 prósent af heildarútgjöldum Sjúkratrygginga til lyfja fer samkvæmt tilkynningunni í að niðurgreiða blóðsykurslækkandi lyf, önnur en insúlín, en sykursýkislyf sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar eru meginuppistaðan í þeim kostnaði. Verði að prófa önnur lyf fyrir Ozempic Breytingar voru gerðar á reglum um greiðsluþátttöku lyfjum til þyngdarstjórnunar í nóvember. Þar var greiðsluþátttöku með lyfinu Saxenda hætt og fólki bent á að færa sig yfir á lyfið Wegowy. Til að fá Ozempic, Rybelsus og Victoza þarf greining um sykursýki II að liggja fyrir. Samhliða komu Wegowy á markað var einnig skerpt á reglum við greiðsluþáttöku á lyfinu Ozempic. Á sama tíma hefur Ozempic verið nær ófáanlegt vegna mikils lyfjaskorts. Fram kemur í tilkynningu SÍ að einstaklingur geti ekki fengið ávísað Ozempic nema hann sé búinn að reyna önnur lyf án árangurs og að hann þurfi að vera greindur með sykursýki. Í tilkynningu segir að með nýjum reglum og leiðbeiningum vilji Sí tryggja að umrædd lyf fari fyrst til þeirra sem þurfa þau og að skynsamlega sé farið með fjármuni stofnunarinnar. Í tilkynningu SÍ í dag segir að við greiningu á gögnum Sjúkratrygginga hafi komið í ljós að 58 prósent þess hóps sem fékk samþykkt Ozempic í fyrsta skipti í júní síðastliðinn hafði einungis leyst út eina pakkningu af öðrum sykursýkislyfjum með almennri greiðsluþátttöku skömmu áður en sótt var um lyfjaskírteini fyrir Ozempic. „Þetta vekur upp spurningar um hvort að aukning á sykursýki II valdi aukinni notkun lyfsins eða hvort að verið sé að skrifa upp á lyfið eingöngu til þyngdarstjórnunar. Þá má í mörgum tilfellum sjá skammtastærðir umfram ráðlagðan dagskammt vegna sykursýki,“ segir í tilkynningu SÍ. Sjá ekki fram á að breyta reglum aftur Við lok síðasta mánaðar gagnrýndu læknar heilsugæslunnar þessar breytingar á niðurgreiðslu og sögðu hana leiða til mismununar eftir efnahag. Þar kom fram að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar brást við því og sagði Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fái niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Júlíana H. Aspelund, sviðsstjóri þjónustusviðs SÍ, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin sjái ekki fyrir sér að breyta aftur reglum um niðurgreiðslu í bráð. Sú ákvörðun sé byggð á heilsuhagfræðilegu mat frá Noregi en samkvæmt því verði verð á lyfinu að lækka áður en hægt sé að mæla með því. Breytingar á reglum um niðurgreiðslu í upphafi síðasta mánaðar byggja að miklu leyti á þessu mati frá Noregi. „Niðurstaðan er sú að það sé hægt að endurskoða ef verðið lækkar. Þetta eru svo dýr lyf. En ef verðið lækkar breytast forsendurnar,“ segir Júlíana. Samheitalyf komi á endanum Framleiðandi lyfjanna er fyrirtækið Novo Nordisk og var fyrirtækið metið það verðmætasta á markaði í Evrópu fyrr á árinu. Fyrirtækið er danskt og framleiðir Wegovy, Ozempic og Saxenda. Júlíana segir að yfirleitt komi á endanum samheitalyf en að það taki nokkur ár. Framleiðandi sé með einkaleyfi fyrst en svo sé geti aðrir framleitt sams konar lyf. Það gerist þó alls ekki strax. Lyfin sem um ræðir má flokka í tvo flokka, það er annars vegar Semaglutide lyf en undir þann flokk falla Ozempic og Rybelsus sem eru ætluð fólki með sykursýki II og Wegowy sem er ætlað til þyngdarstjórnunar án sykursýkisgreiningar. Hins vegar er svo um að ræða Liraglutide lyf en undir þann flokk falla Victoza sem er ætlað fólki með sykursýki II, Saxenda sem er ætlað til þyngdarstjórnunar án sykursýkisgreiningar og svo að lokum Ozempic. Önnur meðferð samhliða nauðsynleg Í tilkynningu segir að samhliða þessum miklu óvæntu útgjöldum hafi stofnunin þurft að finna leiðir til þess að ráðstafa almannafé með bestum hætti til heilbrigðisþjónustu. Því hafi verið ákveðið að endurskoða reglur og viðmið um greiðsluþátttöku SÍ í lyfjunum sem hér er fjallað um. Litið var til reglna í nágrannalöndunum auk þess sem byggt var á heilsuhagfræðilegu mati frá Noregi. Þar er lögð áhersla á að lyfjagjöf í tengslum við þyngdarstjórnun sé hluti af heildstæðri meðferð líkt og hér á landi. Bent er á að í Svíþjóð og Finnlandi er engin greiðsluþátttaka fyrir Wegovy og í Danmörku og Noregi eru skilyrðin strangari en á Íslandi. Þá bendir heilsuhagfræðilegt mat á ávinningi til þess að árangur af lyfjameðferð einni og sér sé of lítill miðað við kostnað. „Ekki eru komnar rannsóknir sem lýsa langtímaáhrifum af þessari meðferð. Rannsóknir benda hins vegar til þess að líkur séu miklar á þyngdaraukningu þegar hætt er á lyfinu. Þeir aðilar sem fengu áfram eftirfylgd eftir að notkun lyfsins lauk viðhéldu þó um 5 prósent þyngdartapi,“ segir í tilkynningunni. Nánar er fjallað um það á vef SÍ hverjir nákvæmlega fá niðurgreiðslu með lyfjunum. Tilkynninguna er hægt að lesa í heild sinni þar. Sjúkratryggingar Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir „Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. 23. nóvember 2023 12:52 Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. 22. nóvember 2023 12:16 Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. 11. september 2023 13:22 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Sjá meira
Árið 2018 var kostnaður SÍ við niðurgreiðslu slíkra lyfja um 163 milljónir. Alls hafa 8.000 einstaklingar fengið slíkum lyfjum ávísað á þessu ári með greiðsluþátttöku og 4.000 án hennar. Tæplega 15 prósent af heildarútgjöldum Sjúkratrygginga til lyfja fer samkvæmt tilkynningunni í að niðurgreiða blóðsykurslækkandi lyf, önnur en insúlín, en sykursýkislyf sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar eru meginuppistaðan í þeim kostnaði. Verði að prófa önnur lyf fyrir Ozempic Breytingar voru gerðar á reglum um greiðsluþátttöku lyfjum til þyngdarstjórnunar í nóvember. Þar var greiðsluþátttöku með lyfinu Saxenda hætt og fólki bent á að færa sig yfir á lyfið Wegowy. Til að fá Ozempic, Rybelsus og Victoza þarf greining um sykursýki II að liggja fyrir. Samhliða komu Wegowy á markað var einnig skerpt á reglum við greiðsluþáttöku á lyfinu Ozempic. Á sama tíma hefur Ozempic verið nær ófáanlegt vegna mikils lyfjaskorts. Fram kemur í tilkynningu SÍ að einstaklingur geti ekki fengið ávísað Ozempic nema hann sé búinn að reyna önnur lyf án árangurs og að hann þurfi að vera greindur með sykursýki. Í tilkynningu segir að með nýjum reglum og leiðbeiningum vilji Sí tryggja að umrædd lyf fari fyrst til þeirra sem þurfa þau og að skynsamlega sé farið með fjármuni stofnunarinnar. Í tilkynningu SÍ í dag segir að við greiningu á gögnum Sjúkratrygginga hafi komið í ljós að 58 prósent þess hóps sem fékk samþykkt Ozempic í fyrsta skipti í júní síðastliðinn hafði einungis leyst út eina pakkningu af öðrum sykursýkislyfjum með almennri greiðsluþátttöku skömmu áður en sótt var um lyfjaskírteini fyrir Ozempic. „Þetta vekur upp spurningar um hvort að aukning á sykursýki II valdi aukinni notkun lyfsins eða hvort að verið sé að skrifa upp á lyfið eingöngu til þyngdarstjórnunar. Þá má í mörgum tilfellum sjá skammtastærðir umfram ráðlagðan dagskammt vegna sykursýki,“ segir í tilkynningu SÍ. Sjá ekki fram á að breyta reglum aftur Við lok síðasta mánaðar gagnrýndu læknar heilsugæslunnar þessar breytingar á niðurgreiðslu og sögðu hana leiða til mismununar eftir efnahag. Þar kom fram að meðferð með lyfjunum Wegovy og Saxenda geti gagnast hópi einstaklinga með sjúkdóminn offitu vel en með hertum skilyrðum fyrir greiðsluþátttöku sé ljóst að fáir geti nýtt sér meðferð með lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar brást við því og sagði Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fái niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Júlíana H. Aspelund, sviðsstjóri þjónustusviðs SÍ, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin sjái ekki fyrir sér að breyta aftur reglum um niðurgreiðslu í bráð. Sú ákvörðun sé byggð á heilsuhagfræðilegu mat frá Noregi en samkvæmt því verði verð á lyfinu að lækka áður en hægt sé að mæla með því. Breytingar á reglum um niðurgreiðslu í upphafi síðasta mánaðar byggja að miklu leyti á þessu mati frá Noregi. „Niðurstaðan er sú að það sé hægt að endurskoða ef verðið lækkar. Þetta eru svo dýr lyf. En ef verðið lækkar breytast forsendurnar,“ segir Júlíana. Samheitalyf komi á endanum Framleiðandi lyfjanna er fyrirtækið Novo Nordisk og var fyrirtækið metið það verðmætasta á markaði í Evrópu fyrr á árinu. Fyrirtækið er danskt og framleiðir Wegovy, Ozempic og Saxenda. Júlíana segir að yfirleitt komi á endanum samheitalyf en að það taki nokkur ár. Framleiðandi sé með einkaleyfi fyrst en svo sé geti aðrir framleitt sams konar lyf. Það gerist þó alls ekki strax. Lyfin sem um ræðir má flokka í tvo flokka, það er annars vegar Semaglutide lyf en undir þann flokk falla Ozempic og Rybelsus sem eru ætluð fólki með sykursýki II og Wegowy sem er ætlað til þyngdarstjórnunar án sykursýkisgreiningar. Hins vegar er svo um að ræða Liraglutide lyf en undir þann flokk falla Victoza sem er ætlað fólki með sykursýki II, Saxenda sem er ætlað til þyngdarstjórnunar án sykursýkisgreiningar og svo að lokum Ozempic. Önnur meðferð samhliða nauðsynleg Í tilkynningu segir að samhliða þessum miklu óvæntu útgjöldum hafi stofnunin þurft að finna leiðir til þess að ráðstafa almannafé með bestum hætti til heilbrigðisþjónustu. Því hafi verið ákveðið að endurskoða reglur og viðmið um greiðsluþátttöku SÍ í lyfjunum sem hér er fjallað um. Litið var til reglna í nágrannalöndunum auk þess sem byggt var á heilsuhagfræðilegu mati frá Noregi. Þar er lögð áhersla á að lyfjagjöf í tengslum við þyngdarstjórnun sé hluti af heildstæðri meðferð líkt og hér á landi. Bent er á að í Svíþjóð og Finnlandi er engin greiðsluþátttaka fyrir Wegovy og í Danmörku og Noregi eru skilyrðin strangari en á Íslandi. Þá bendir heilsuhagfræðilegt mat á ávinningi til þess að árangur af lyfjameðferð einni og sér sé of lítill miðað við kostnað. „Ekki eru komnar rannsóknir sem lýsa langtímaáhrifum af þessari meðferð. Rannsóknir benda hins vegar til þess að líkur séu miklar á þyngdaraukningu þegar hætt er á lyfinu. Þeir aðilar sem fengu áfram eftirfylgd eftir að notkun lyfsins lauk viðhéldu þó um 5 prósent þyngdartapi,“ segir í tilkynningunni. Nánar er fjallað um það á vef SÍ hverjir nákvæmlega fá niðurgreiðslu með lyfjunum. Tilkynninguna er hægt að lesa í heild sinni þar.
Sjúkratryggingar Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir „Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. 23. nóvember 2023 12:52 Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. 22. nóvember 2023 12:16 Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. 11. september 2023 13:22 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Sjá meira
„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. 23. nóvember 2023 12:52
Hátt í tvö þúsund manns með offitu muni lenda í vandræðum Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa miklar áhyggjur af breyttri greiðsluþátttöku á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði mismuni sjúklingum eftir efnahag og hátt í tvö þúsund manns muni lenda í vandræðum. 22. nóvember 2023 12:16
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24
Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. 11. september 2023 13:22
Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15