Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni Gabríel Ingimarsson skrifar 1. desember 2023 07:30 Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur gleymt einu sínu verðmætasta og mikilvægasta tóli í meintri baráttu sinni gegn verðbólgu, sjálfum fjárlögunum. Það er stórt vandamál ef fjárlög næsta árs eru ekki notuð til að rétta af hallarekstur ríkisins. Ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut mun það aðeins viðhalda verðbólgu og þýðir að vextir og verðlag halda áfram að hækka. Þetta þarf að leiðrétta. Það er mjög opinberandi að sjá afneitun ríkisstjórnarinnar yfir stöðu mála - í þeirra huga er alls ekkert vandamál til staðar. Ryki er þyrlað í augu kjósenda með torskiljanlegri umræðu um frumjöfnuð, vaxtagjöld sem viljandi eru vanáætluð og innihaldslausum loforðum um tekjur sem er alls ekki búið að tryggja. En því miður eigum við ekki von á að ríkisstjórnin taki erfiðar ákvarðanir í þessu máli frekar en öðrum. Það eina sem þau eru sammála um er stöðnun. Uppreisn - ungliðahreyfing Viðreisnar vill leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa ríkisstjórninni í þessum gríðarlega hallarekstri. Þess vegna heimsóttum við í morgun fjóra ráðherra: formenn stjórnarflokkanna þriggja og svo fjármálaráðherra og gáfum þeim rammheiðarleg hallamál. Hallamálin munu vonandi hjálpa ríkisstjórninni sjá hallann á ríkisfjármálunum, rétta hann af og að skilja og greina vandamálið sem þau eru að skapa fyrir skattgreiðendur framtíðarinnar. Uppreisn vill sérstaklega geta þess að hallamálin voru valin eftir ítarlega verðrannsókn en þannig vildum við veita ríkisstjórninni gott fordæmi og eyða ekki fjármunum umfram það sem mætti teljast hófsamt eða nauðsynlegt. Í þessu tilfelli er það bráðavandi. Ef ríkisstjórnin sér ekki hallann þá þarf hún betri mælitæki. Ekki er vitað til þess hvort hallamálin séu komin í notkun, en Uppreisn bindur miklar vonir við að verkfærin komi að góðum notum og að ráðherrarnir fari að snúa sér að því að koma böndum á skuldasöfnun og hallarekstur ríkisins. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar